Tuesday, March 28, 2006

Það er búið að bjóða mér í tvö partý á laugardaginn 8. apríl, dæmigert, annað er þrítugsafmæli Jeffs kærastans hennar Eriku, hitt er innflutningspartý hjá Acaciu sem er Suður-Ameríku fornleifafræðinemi. Ég fer í partýið til Jeff því mér var boðið í það fyrst og það verður líka á Manhattan, þægilegra að komast heim...

Monday, March 27, 2006

Albina --
[noun]:

A person with a sixth sense for detecting the presence of goblins

'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com


Albina Hulda --
[adjective]:

Fuzzy to the touch

'How" will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

Ég veit ekki hvort mér finnst fyndara, kannski er ég bara lítil loðin mygla sem glóir í myrkri í návist svartálfa.

Til hamingju með afmælið afi!
Guggu hefur verið bætt í hlekkjalistann, maður þarf ekki að vera frægur til að komast á hann, bara frekur!
Ég sá þátt úr þáttaröðinni The Evidence en ein leikkonan þar er hún Aníta Briem sem ég vann með á Rex sumarið 2001. Ágæt stúlka en hárið á henni er fyndið í þáttunum, hún á að leika breska gellu. Þátturinn fannst mér svona la la, ég er ekki viss um að hann lifi en við skulum vona það hennar Anítu vegna.
Ég er ekki enn búin að kaupa miða á Kelduna...

Wednesday, March 22, 2006



Hér eru myndir af nokkrum af vinum mínum hér
Quin að dansa Thriller í afmælinu sínu og önnur af mér og Paolu, meira seinna ef ég neinni.
Á föstudaginn fór ég á snilldar Stereolab tónleika með Paolu, mæli með þeim. Á laugardaginn var hljómsveitin hans Norie, Prizetiger, að spila þeir voru rosalega skemmtilegir, á eftir þeim röppuðu svo hvítir hommar, það var frekar undarlegt.
Í gær fór ég með Paolu og Tony vinkonu hennar á Nublu sem er mjög skemmtilegur staður með brasilískt tónlistarþema og þar sá ég Karinu sem er snilld.
Ég er annars alvarlega að hugsa um að skella mér á Hróarskeldu í sumar, hvað finnst fólki um það? Önnur sumarplön eru að ég verð að vinna á Skriðuklaustri aftur, vei frá 19. júní til 18. ágúst og fer svo út aftur stuttu eftir það.

Wednesday, March 08, 2006


Hvað gerði Albína skemmtilegt í dag? Jú hún fór og sá Conan O'Brien live! Í upphituninni spurði gaurinn hvor það væru einhverjir væru frá útlöndum og Paola lét mig segja að ég væri frá Íslandi, gaurinn spurði hvort ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hefði komi í þáttinn og ég sagði nei, þá sagði hann að það kæmi líklega í blöðin þegar Íslendingur væri sem áhorfandi í þættinum, það var frekar fyndið. Gestir voru hinn sæti en sérlega leiðinlegi og óspennandi Matthew McConaughey, það er ekki nóg að vera rosalega sætur ef maður er rosalega leiðinlegur! Næsti gestur var Kirsten Davis sem lék Charlotte í Sex and the City, hún var frábær, mjög fyndin og skemmtileg. Hún var líka með marblett á handleggnum.
Skemmtilegasti hlutinn var samt að sjá fyrirfram myndbúta úr Finnlands-ferðinni sem verður tekin fyrir í klukkutíma sérþætti á föstudaginn. Ef þið sjáið þáttinn gæti sést í mig alveg efst í horninu fyrir ofan hljómsveitina en ég er ekki viss. Jamm það er stuð í Eplinu, ég fékk líka bol, voða gaman.

Monday, March 06, 2006

Ég fór í Óskars-partý til Paolu í gær, ég gat rétt upp á 9 verðlaunaflokkum og vann keppnina. Ég er sigurvegari. Á leiðinni heim þegar ég var að bíða eftir strætó gekk fram hjá mér ofur-venjulegur ungur maður í úlpu og íþróttaskóm og boxernærbuxum, klukkan eitt að nóttu. Það þótti mér undarlegt. Í dag þegar ég var í lestinni var rastafari að hekla. Þetta hefur verið undarleg vika og það er bara mánudagur.