Tuesday, May 30, 2006

Ég er komin heim úr frábærri ferð til Puerto Rico. Ég fór á ströndina og náði meira að segja smá lit. Við fórum á margar gallerý opnanir og stóra listasýningu og það var ótrúlega mikið af fallgegum og spennandi listaverkum, ég vildi að ég ætti fullt af peningum til að kaupa þau öll.
Ég keypti æðislegt veski og tvö pör af geggjuðum skóm.
Það er ógeðslega heitt og rakt hérna í New York og ég þarf að pakka, ganga frá í herberginu og klára ýmislegt , ég held ég verið bara fegin að koma heim í kuldann.

Wednesday, May 24, 2006

Fréttin hér að neðan kemur mér ekki sérstaklega á óvart

Innlent | mbl.is | 24.5.2006 | 13:11

Yfir 40% stöðuveitinga pólitískar samkvæmt rannsókn stjórmálafræðiprófessors

Í nýrri rannsókn, sem Gunnar Helgi Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur gert er komist að þeirri niðurstöðu að rúmlega 40% opinberra stöðuveitinga eigi sér pólitískar rætur. Þetta kemur fram í grein í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Gunnar Helgi skoðaði 111 stöðuveitingar til æðstu starfa hjá ríkinu á tímabilinu 2001–2005. Af þeim voru 82 stöður forstöðumanna ríkisstofnana en aðrar stöður sendiherra, ráðuneytisstjóra og hæstaréttardómara. Flestir voru ráðnir af ráðherra, en nokkrir með öðrum hætti.

Gunnar Helgi komst m.a. að þeirri niðurstöðu, að samtals hefðu 44% þeirra sem fengu stöður þekkt tengsl við stjórnmálaflokka. Þetta sé fremur hátt hlutfall samanborið við kjósendur í heild en innan við 20 prósent þeirra segjast vera meðlimir stjórnmálaflokka. Hins vegar sé ekki óalgengt í öðrum löndum að á æðstu þrepum skrifræðisins sé flokksaðild útbreidd, jafnvel í ríkjum þar sem pólitísk fyrirgreiðsla er sjaldgæf. Þetta þurfi því ekki út af fyrir sig að vera vísbending um fyrirgreiðslu.

Prófessorinn segir, að enn sé nokkuð um hefðbundna fyrirgreiðslu í stjórnkerfinu, þótt í minni mæli sé en áður. Hún virðist nokkuð algeng á sveitarstjórnarstiginu og eins tengist hún rekstri á persónulegum netum stjórnmálamanna. Í öðru lagi noti flokkarnir „strategískar" stöðuveitingar í vissum mæli til mikilvægra starfa í stjórnsýslunni þar sem þeir vilja halda áhrifum sínum. Loks hafi stjórnmálamenn brugðist við óvissu í starfsumhverfi sínu með þróun samtryggingarkerfis, til dæmis í utanríkisþjónustunni.


Annars deildi Erika herbergisfélagi minn því með mér í gær að hún þjáðist af phobiu fyrir fólki með öfug andlit. Þetta háir henni sérstaklega þegar hún horfir á Fjölskylduföðurinn eða Family guy eins og þad útleggst á tungumáli hérlendra.


Ég er að fara til Puerto Rico á morgun og þar er 30 stiga hiti, jibbí.

Tuesday, May 23, 2006

Búin með ritgerðina, vei.
Hvernig væri svo að fólk skráði athugasemdir undir nafni....

Monday, May 22, 2006

Þekkir einhver hér hljómsveitina Súrefni, algjör snilld. Ég rakst á plötuna Wide noise (1997) með þeim fyrir nokkrum árum á geisladiskamarkaði í Perlunni og mæli hiklaust með henni svo og plötunni vs. Ég veit ekki hvort þessir gaurar voru eitthvað thing á sínum tíma. Upplýsingar óskast.
Annars er það helst í fréttum að ég er að verða búin með ritgerðina í Linguistic Anthropology sem ég hef mikið kvartað yfir og svo er ég að fara í sólina á fimmtudaginn eða eftir 3 daga.
Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á færslu hinnar stórgóðu heimasíðu gofugyourself.com um Júróvísjón, verst að gellan sá ekki forkeppnina annars hefði hún örugglega haft eitthvað fallegt að segja um klæðaburð hennar Silvíu okkar.

Saturday, May 20, 2006

Til hamingju Finnland segi ég nú bara.
Ein ung frænka mín grét víst þegar Silvía Nótt komst ekki áfram en ég er stórhneyksluð á ummælum hennar um sænska keppandann, er ekki í lagi? Mér finnst þetta löngu hætt að vera fyndið, ég er reyndar ekki viss um að mér hafi nokkurn tíman fundist þetta fyndið en kannski er það misminni. Ég er í það minnsta fegin að hafa verið hér úti og misst af þessu öllu saman.
Annars er það helst í fréttum að ég er að fara til Puerto Rico eftir 5 daga og svo kem ég heim til Íslands 6. júní.

Friday, May 19, 2006

Íslenskt jafnrétti .
Til að taka upp léttara hjal þá má fólk endilega senda mér sms eða hringja í mig og segja mér úrslitin úr Júróvísjón.
Símanúmerið er einn-níu-einn-sjö-þrír-fjórir-núll-núll-átta-átta-níu.
Ég er að fara í grill/afmælisveislu í dag og þarf að vera í kjól, ég hef ekki verið í kjól síðan ég útskrifaðis úr HÍ í fyrra held ég.

Thursday, May 18, 2006

Ég er pirruð á þessum svakalegu sveiflum á gengi krónunnar, hvernig væri að hætta þessu rugli ganga í ESB og taka upp Evruna?
Vil benda öllum á að kíkja á heimasíðu Femínistafélagsins á mánudaginn þá munu koma upp spurningar sem sendar voru framboðunum í Reykjavík um jafnréttismál og svör við þeim.

Monday, May 15, 2006

Góðar og slæmar fréttir

Ég fæ að fara á ráðstefnu í Mexícó City en ég fer því frá Íslandi líklega 20. ágúst.
Hér er því ný og endurbætt dagskrá sumarsins

25.-29. maí Puerto Rico með Quin og Ashley
31. maí/1. júní-5./6. júní Portland í heimsókn hjá Áslaugu frænku sem á afmæli.
Að morgni 6. eða /7. júní mun ég koma á Klakann.
Ég mun dveljast í Reykjavík til 11. júní, þá þarf ég að keyra til Vopnafjarðar.
Vinna á Vopnafirði 12.-16. júní
19. júní til 15. ágúst vinna á Skriðuklaustri
Hróarskelda 27. júní til 3. júlí, fer beint aftur austur
14. júlí-21. júlí verða amma, afi, mamma og kannski fleiri fyrir austan, ég verð ekki í bænum þá helgi.
16.-20. ágúst ráðstefna á Hólum í Hjaltadal
20. ágúst fer aftur til NYC
23. ágúst - 3. september ICAZ ráðstefnan í Mexicó City

Ég er ótrúlega spennt en mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið aðeins lengur í Reykavík, nú er bara enn meira um að gera að skipuleggja útilegur og sumarbústaðarferðir!

Ég fór á mjög skemmtilega Mogwai tónleika í Webster Hall á laugardaginn með góðvinkonu minni henni Paolu, mæli með bandinu.

Friday, May 12, 2006

Nokkrar tilvitnanir úr uppháhalds sjónvarpsþáttunum mínum

Charmed:
"Men are just utensils. Use them, wash them, dry them and put them in a drawer untill you need them again. "

Blow out:
Jonathan á raunastund: "I am so over me"

Thursday, May 11, 2006

Vegna fjölda fyrirspurna kemur hér yfirlit yfir plön mín í sumar

25.-29. maí Puerto Rico með Quin og Ashley
31. maí/1. júní-5./6. júní Portland í heimsókn hjá Áslaugu frænku sem á afmæli.
Að morgni 6. eða /7. júní mun ég koma á Klakann.
Ég mun dveljast í Reykjavík til 11. júní, þá þarf ég að keyra til Vopnafjarðar.
Vinna á Vopnafirði 12.-16. júní
19. júní til 15. ágúst vinna á Skriðuklaustri
Hróarskelda 27. júní til 3. júlí, fer beint aftur austur
14. júlí-21. júlí verða amma, afi, mamma og kannski fleiri fyrir austan, ég verð ekki í bænum þá helgi.
16.-20. ágúst ráðstefna á Hólum í Hjaltadal
20. ágúst til ca. 28. ágúst verð ég í Reykjavík

Skólinn úti byrjar 30. ágúst svo ég býst við að vera farin út fyrir það.

Annars eru helgar lausar, ég verð með bíl og get komið í bæinn og mig langar endilega að fara í a.m.k. eina útilegu eða sumarbústaðarferð, ég veit ekki hvað ég ætla að gera um verslunarmannahelgina.
Um að gera að panta tíma hjá mér á meðan enn er laust!

Wednesday, May 10, 2006

Enn eitt vefprófið, náttlega algjör sannleikur og takist afar alvarlega
The Keys to Your Heart

You are attracted to obedience and warmth.

In love, you feel the most alive when things are straight-forward, and you're told that you're loved.

You'd like to your lover to think you are stylish and alluring.

You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.

Your ideal relationship is traditional. Without saying anything, both of you communicate with your hearts.

Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.

You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage.

In this moment, you think of love as something you can get or discard anytime. You're feeling self centered.
Sumir dagar eru hreinlega skrítnari en aðrir. Quin hélt að ég ætti afmæli í dag því það er á amerísku 5.10, nema ég á afmæli 10.05 á amerísku, einhver smá menningarlegur misskilningur á ferðinni þar.
Í gær átti Paola afmæli við fórum út að borða á æðislegan tapas-stað þar sem var hljómsveit að spila og allt, rosalega gaman. Að venju var þetta fjölþjóðlegur hópur, nokkrir Líbanar, Clara frá Columbíu, einn frá Króatíu, ég og aðeins einn Ameríkani. Mér tekst sérlega illa að blanda geði við innfædda hér í borg, þeir eru sko alls ekki á hverju strái hér Kanarnir.
Við gaurinn frá Króatíu áttum smá moment þegar við ræddum sameiginlegan áhuga okkar á Júróvísjón, ég er frekar spæld yfir að missa af keppninni en það verður bara að hafa það. Ég fer í grillveislu á föstudeginum og partý á laugardeginum svo ekki ætti mér að leiðast.
Þegar ég fór úr skólanum í gærkvöldi þá logaði eldur í ruslatunnu þar fyrir utan, mjög New York fannst mér en það vantaði alveg heimilislausa menn til að hlýja sér við hann og svo var ekkert svo kalt hvort sem er.
Á föstudaginn er vísindadagur í Brooklyn College og ég verð með plakat um dýrabeinin mín þar og það er keppni, vonandi vinn ég.

Monday, May 08, 2006

Ég sá líka David Blaine í kúlunni, nennti samt ekki að bíða eftir því að hann héldi niðri í sér andanum. Ég ætlaði eiginlega ekki að nenna að kíkja á hann þó að ég ætti leið þarna hjá þegar ég var að fara heim, mér finnst þetta allt saman asnalegt.

Saturday, May 06, 2006

Ég er orðin alvöru vísindamaður farin að fá pöntunarlista með vísindavörum frá Daigger Lab Basics.
Ég veit ekki hvaðan þeir hafa fengið nafnið mitt og heimilisfangið en mér finnst loksins að ég hafi stimplað mig inn í vísindasamfélagið núna.

Friday, May 05, 2006

Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við Femínistafélagið í baráttu þeirra gegn KSÍ, FIFA, HM 2006 og þeim hræðilegu mannréttindabrotum sem fram munu fara í vændisblokkunum í tengslum við keppnina. Þetta er alls ekki í lagi, þó að vændi sé löglegt í Þýskalandi er þetta samt sem áður algjörlega siðlaust og hreinasta hneisa.
Ég vil líka hvetja íslenska presta og þjóðkirkjuna til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra sem allra fyrst og þakka fyrir að samkynhneigðir vilji almennt hafa eitthvað með kirkjuna að gera eftir þessa vitleysu.
Mæli með Draumalandinu eftir Andra Snæ en ég vara við martröðum sem fylgja munu í kjölfarið, þetta er svakaleg lesning.

Thursday, May 04, 2006

Heilsan er mikið betri í dag og það er 22°C hiti. Ég hamast við skýrsluskrif innandyra og hef nýlega áttað mig á því að það er minna en mánuður þangað til ég yfirgef stóra eplið og ég á eftir að gera ógeðslega mikið af rugli fyrst.

Wednesday, May 03, 2006

Ég er með flensu á besta tíma.

Tuesday, May 02, 2006

Kynningin gekk æðislega vel. Ég fór í Manhattan International High School sem er á 67 götu milli 2. og 3. strætis. Ég þurfti að tala við tvo bekki í ca. klukkutíma hvorn. Þau voru mjög áhugasöm og spurðu fullt af skemmtilegum spurningum. Landslagsmyndirnar hennar Auðar vöktu lukku og mér fannst þetta bara mjög gaman og ég var eiginlega ekkert stressuð. Kannski ég verði bara þokkalegur kennari eftir allt saman. Ætli ég hafi náð að snúa einhverjum í átt að fornleifafræði, ég veit ekki...
Ég fékk að sjá matsblöð sem krakkarnir fylltu út og þau virtust hafa verið mjög ánægð með kynninguna.
Wulffmorgenthaler eru komnir með nýtt útlit á síðuna sína og íhaldsgoggurinn í mér er ekki ángæður en ég venst þessu.

Monday, May 01, 2006

Á morgun þarf ég að halda kynningu fyrir nemendur í efstur bekkjum grunnskóla (11th grade high school) sem eru líklega í kringum 17 ára og segja frá sjálfri mér, Íslandi og fornleifafræði. Ég er nett stressuð.