Monday, May 15, 2006

Góðar og slæmar fréttir

Ég fæ að fara á ráðstefnu í Mexícó City en ég fer því frá Íslandi líklega 20. ágúst.
Hér er því ný og endurbætt dagskrá sumarsins

25.-29. maí Puerto Rico með Quin og Ashley
31. maí/1. júní-5./6. júní Portland í heimsókn hjá Áslaugu frænku sem á afmæli.
Að morgni 6. eða /7. júní mun ég koma á Klakann.
Ég mun dveljast í Reykjavík til 11. júní, þá þarf ég að keyra til Vopnafjarðar.
Vinna á Vopnafirði 12.-16. júní
19. júní til 15. ágúst vinna á Skriðuklaustri
Hróarskelda 27. júní til 3. júlí, fer beint aftur austur
14. júlí-21. júlí verða amma, afi, mamma og kannski fleiri fyrir austan, ég verð ekki í bænum þá helgi.
16.-20. ágúst ráðstefna á Hólum í Hjaltadal
20. ágúst fer aftur til NYC
23. ágúst - 3. september ICAZ ráðstefnan í Mexicó City

Ég er ótrúlega spennt en mér finnst leiðinlegt að geta ekki verið aðeins lengur í Reykavík, nú er bara enn meira um að gera að skipuleggja útilegur og sumarbústaðarferðir!

Ég fór á mjög skemmtilega Mogwai tónleika í Webster Hall á laugardaginn með góðvinkonu minni henni Paolu, mæli með bandinu.

2 comments:

OFURINGA said...

Mexico City??!!?? Passadu tha ad ther verdi ekki raent! Ekki fara med neina skartgripi...storhaettulegt!

Vaka said...

Vá, en spennandi :)
eins gott að þú fékkst þér allar mögulegar bólusetningar í fyrra.