Friday, December 03, 2004

Ég fór í Skífuna í dag. Ætlaði að fá að hlusta á Mugison diskinn. Stúlkan tjáði mér kurteislega að það væri ekki hægt því það væru að koma jól og það væri svo mikið að gera. (Það voru 2 hræður inni í búðinni fyrir utan mig og Stefán og 3 starfsmenn!) Þá sagði ég að mér finndist það skrítið því hvernig ætti maður annars að vita hvort diskur sé góður eða ekki ef maður hefur kannski bara heyrt eitt lag? Ég bið ekki um diska í jólagjöf sem ég hef bara heyrt eitt gott lag af ef ég þekki ekki listamanninn. Ég vil vera viss, það er nú ekki eins og geisladiskar séu neitt sérstaklega ódýrir hér á landi. Ég held að afgreiðslustúlkunni hafi fundist ég vera skrítin. Stúlkan benti mér á að fara á tónlist.is. Þá spurði ég: "Hvað ef diskurinn sem mig langar að hlusta á er ekki til þar?" (Það hefur svo komið í ljós að Mugison diskurinn er einmitt ekki til þar). Þá varð fátt um svör. Skífan er léleg búð. Héðan ætla ég að kaupa mína tónlist erlendis og í 12 tónum því þar er góð þjónusta og ekki svona bull.

No comments: