Friday, March 23, 2007
















Í dag fór ég í próf og það gekk ágætlega. Við það tækifæri mundi ég að það voru orðin næstum 2 ár síðan að ég hafði tekið próf í einhverju svo það var ekki seinna vænna að pússa rykið af blýantnum, strokleðrinu og reiknivélinni.

Í dag fórum við Mike að skoða World Trade Center og Wall Street. Við álpuðumst til að skoða The Museum of the American Indian og það var einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Þar voru bæði til sýnis hefðbundnir listmunir frá hinum ýmsu ættflokkum og svæðum og nútímalistaverk sem voru hvert öðru flottara.

Einna flottast fannst mér þó þessi útskorni hvals hryggjarliður sem var frá inúítum í Alaska, ótrúlega töff.

4 comments:

Anonymous said...

Sæt mynd af ykkur skötuhjúunum :) og hvalbeinið er mjög töff. Kannski ég stefni á þetta safn þegar ég er í borginni...knús og koss. Maine-búinn

Anonymous said...

Er þetta skýringin á frestuninni ......
Bestu kveðjur
Pabbi

Anonymous said...

Æ en sæt mynd af ykkur...gaman að sjá þann sem hefur stolið hug og hjarta Albínu okkar.

Hlakka til að sjá þig í sumar...þú verður aðláta okkur vita hvenær you are available svo hægt sé að skipuleggja eitthvað !!

Bestu kveðjur - Marta

dax said...

Þið eruð voða sæt saman :-)