Sunday, April 27, 2008

Í gær fórum við Mike í Target og keyptum teppi. Þetta gæti komið sumum á óvart, ég er ekki beint mikið fyrir teppi (eða gardínur ef út í það er farið) en maðurinn sem býr fyrir neðan okkur getur víst ALDREI sofið fyrir umgangi (og þar á ég við þegar við Mike göngum um íbúðina), sérstaklega er þetta slæmt milli 20.30 og 2 á nóttunni sem okkur þykir sérkennilegt í ljós þess að við erum yfirleitt farin að sofa upp úr miðnætti amk virka daga (gríðarlega spennandi líf!). Allavegana við enduðum á að kaupa kremað rýjateppi fyrir framan sófann og þetta dæmigerða röndótta teppi fyrir svefnherbergisganginn, vonandi verður það nóg en ég efast samt um það. Konan sem bjó í íbúðinni á undan okkur var fjörgömul og íbúðin var víst öll lögð afar þykku teppi, kannski smá munur að fá okkur í staðinn.
Við erum annars að fara aftur í óperuna á miðvikudaginn á Flóttann úr kvennabúrinu eftir Mozart og þar fer Kristinn Sigmundsson með hlutverk Ósmanns, það verður gaman.
Á þriðjudaginn kemur til okkar bresk stúlka sem er að rannsaka eitthvað í sambandi við kindatennur og verður í viku. Eftir það ætti ég vonandi að skilja vel hvað það er sem hún er að gera því hún mun halda fyrirlestur fyrir okkur öll á rannsóknarstofunni. Hún verður hjá okkur til 7. maí. Áslaug frænka ætlar svo að koma í heimsókn 15. maí svo það er nóg að gera.

Mamma og Baldvin voru náttúrulega í heimsókn hérna um daginn og við gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum upp í Empire State building (sem ég gerði seinast þegar ég var 5 ára) biðin var afar löng og mikið verið að reyna að pranga allskyns varningi inn á mann og ég var orðinn þokkalega pirruð en þegar við loksins komumst upp þá var útsýnið alveg þess virði. Við borðuðum líka á besta steikhúsi í New York ótrúlega góða porterhouse steik og löbbuðum um Central park í góðu veðri.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ elsku Albína og Mike. Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur og skemmtilega og ógleymanlegar samverustundir í borginni sem aldrei sefur...við Baldvin þökkum innilega fyrir okkur. Saknaðarkveðjur Mamma