Saturday, July 02, 2005

Vill einhver hjálpa mér að velja hringitón á síman minn? Úrvalið er of mikið og allar uppástungur eru vel þegnar.
Annars er það helst í fréttum að ég var að klára að lesa bók um lífið fátækrahverfum Glasgow sem heitir Finding Peggy eftir Meg Henderson. Skemmtileg og fróðleg bók og mér fannst fyndið að ekki bara er minnst á fornleifafræði í henni, heldur líka á Rowardennan þar sem ég dvaldist nýverið í Skotlandi heldur kemur Ísland líka fyrir. Svona eru bækur nú oft skemmtilegar.
Ég kláraði líka Skugga-Baldur eftir Sjón í morgun. Mæli með henni við alla sem hafa gaman af góðum og skrítnum bókum. Bókin er mjög stutt og sagan einföld en kemur samt á óvart og opnar nýjan heim. Já bækur eru góðar.

No comments: