Wednesday, July 20, 2005

Vondar fréttir og góðar fréttir.
Það er búið að skipa karl í stað einu konunnar í Hæstarétti Bandaríkjann, ekki alveg nógu gott.

og góð frétt
Af mbl.is Erlent mbl.is 20.7.2005 17:04
Fyrsta konan ráðin stjórnandi stórrar sinfóníuhljómsveitar
Fyrsta konan hefur verið ráðin aðalstjórnandi stórrar bandarískrar sinfóníuhljómsveitar þrátt fyrir mikla andstöðu hljóðfæraleikaranna. Stjórn sinfóníuhljómsveitarinnar í Baltimore samþykkti á fundi sínum í dag, með miklum meirihluta atkvæða, að ráða Marin Alsop sem aðalstjórnanda sinfóníunnar, að því er fram kemur í frétt BBC.
Hljóðfæraleikararnir tóku fréttunum með þögn en þeir voru á æfingu þegar tilkynnt var um ráðninguna.
Alsop er nú aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Bournemouth í Bretlandi. Ráðning hennar sem stjórnanda einnar virtustu sinfóníuhljómsveitar í heimi þykir marka tímamót því fram að þessu hafa einungis karlmenn gegnt slíkum stöðum.
Þegar ljóst var að hún yrði ráðin sendu hljóðfæraleikararnir frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að „mikill meirihluti“ þeirra vildi að áfram yrði leitað að öðrum stjórnanda.
Yuri Temirkanov er núverandi stjórnandi sinfóníunnar í Baltimore en hann lætur af störfum eftir tímabilið 2006-2007.

Annars er ég kannski búin að fnna mér íbúð, upplýsingar má finna á nýja ameríska blogginu mínu albinany.blogspot.com.

1 comment:

Stefan said...

Reyndar er þetta ekki eina konan í hæstarétti BNA... en eina fallega konan! :) Skiljanlegt að Ruth Bader-Ginsburg hafi virkað eins og karl á þig.