Saturday, November 24, 2007


Ásgeir töffari með Cars tattú

Þakkargjörðarmáltíðin okkar Mike, þetta heppnaðist allt svakalega vel.

Af músamálum er allt gott að frétta það hefur ekki sést til neinnar óværu hér síðan Antonio húsvörður kom og lokaði fyrir gatið.

Friday, November 16, 2007


Vegna mikilla anna í skólanum og við flutninga hef ég ekki haft tíma til að blogga. Það hefur heldur ekki neitt spennandi verið að gerast. Við Mike fórum reyndar á tónleika með The Black Angels sem voru nokkuð góðir og þeir bundu endahnútinn á Svörtu þrenninguna. Við höfum sem sagt farið á tónleika með The Black Lips, Black Mountain og The Black Angels. Black Lips voru bestir.
Annars hefur lítt velkominn gestur verið að gera vart við sig í íbúðinni hjá okkur en músin náðist í límgildru í gær. Þrátt fyrir að vera afar illa við að hafa hana á ferli hérna hjá okkur þá var ekki gaman að sjá greyið engjast en það var ekkert við því að gera.