Tuesday, November 30, 2004

Vissir þú að Davíð Oddsson neyddist til að skipta sjálfur um á rúminu sínu þegar hann var í einangrun á Landspítalanum? Algjört hneyksli, rígfullorðinn maður sem hefur aldrei þurft að skipta um á rúmi. Í hvaða heimi býr hann eiginlega? Ég vildi að það væri einhver sem skipti alltaf um á rúminu hjá mér.
Ég var að fá áfall, ekki vægt heldur stórt. Á heimasíðu skólafélagsins er þáttur sem kallast Lambakjöt. Hægt er að smella á nöfn þriggja stúlkna í 3. bekk skólans og þá birtast af þeim myndir og upplýsingar um þær. Hvað er verið að gera með þessu? Af hverju eru þar engir strákar úr 3. bekk? Á vinstri hlið síðunnar er svo Nautakjöt, það eru strákar úr 6. bekk. Er ekki í lagi með fólk?
Er einhver að lesa þetta blogg? Líklega ekki enda hefur það verið dautt í meira en ár. Ég ætla samt að skrifa.

Ég er búin að vera að pæla dálítið í framboði og eftirspurn. Allir geta verið sammála um að þetta eru tengd fyrirbæri. Er rétt að svara allri eftirspurn? Gott dæmi um þetta er barnaklám. Eftir því er eftirspurn samt eru allir sammála um að henni beri ekki að svara, það sé ólöglegt að svara henni með því að framleiða barnaklám. Ef litið er á nýlega umræðu um árshátíðarlag MR má skoða það frá þessu sjónarhorni. Inspector scholae Jón Bjarni réttlæti birtingu lagsins meðal annars með því að menning okkar væri full af svona kvenfyrirlitningu, það væri eftirspurn eftir svona efni. Þetta væri grín sem ekki ætti að taka alvarlega. Með þessu geri hann lítið úr því valdatæki sem grín og húmor er. Með því að gera grín að jafnréttisbaráttunni og femínistum er verið að smætta vandamálið og gera lítið úr því. Fyndni er ein leið til að halda konum niðri. Vinsældir kvenhaturshúmors eru miklar um þessar mundir. Freysi á X-inu er gott dæmi um þetta og ummæli Davíðs Oddssonar um að hann hafi alltaf verið karlremba í Gísla Marteini. Er þetta í lagi? Er fyndið að tala um hórur og mellur? Eru konur bara skemmtiefni fyrir karla?
Af hverju mótmæltu stelpur í MR ekki árshátíðarlaginu? Eftir því sem ég kemst næst er engin stelpa í stjórn skólafélags MR þetta árið (af hverju hefur enginn talað um það, þetta er hneyksli!) og aðeins ein í stjórn Framtíðarinnar. Af þessu má sjá að stúlkur innan MR hafa ekki beinlínis marga fulltrúa í æðstu stjórnum félagslífsins. Þær hafa enga rödd, skammtímahagsmunir þeirra eru fólgnir í að samþykkja ríkjandi karlaveldi, annars verða þær sjálfar skotspónninn.
Þegar ég var í MR voru dæmi um karlrembu og kvenhatur ófá í málgögnum beggja skólafélaganna og eitt árið var lag á árshátíðardisknum sem hét Anna Lind (hleyptu mér inn í analinn) eða eitthvað á þann veg. Á þeim tíma gerði ég sjálf engar athugasemdi við það og mér er ekki kunnugt um að nokkur önnur stelpa, foreldri eða stjórnendur skólans hafi gert það heldur. Af hverju sættum við okkur við þessa klámvæðingu?
Ég er að læra á Bókhlöðunni. Það eru flest borð upptekin. Spurning hvort stjórnendur Hlöðunnar hafi heyrt um svokölluð millistykki. Ég er jú einmitt svo heppin að sitja á borði sem er um það bil 30 m frá næstu innstungu sem betur fer er batteríið á tölvunni minni enn í ágætu lagi svo ég ætti að geta gert eitthvað. Samt algjör skandall, það eru jú oftast borð með engum tengjum sem eru laus.

Er ég ein um að vera ekki að fatta hver af Victorunum í Úkraínu er vondi kallinn. Þeir heita báðir e-ð Joð voðalangt og ég er ekki að ná hver er hvað. Reyndar veit ég núna að sá sem var einu sinni sætur en er nú allur bólginn og út í bólum er góði kallinn en ég man samt ekki hvað hann heitir.

Í dag er ég að fara að skila lengstu ritgerð sem ég hef skrifað hingað til. Hún er um 9000 orð. Reyndar erum við þrjár sem skrifuðum hana en samt alveg góður slatti. Hún er um vændi.

Monday, November 29, 2004

Innlent mbl.is 29.11.2004 22:01
Gjöld á sterku víni og tóbaki hækkuð um 7%
Alþingi samþykkti í kvöld lagafrumvarp um að áfengisgjald á sterku víni hækki um 7% og tóbaksgjald hækki einnig um 7%. Áfengisgjald af léttu víni og bjór hækkar ekki. Reikna má með að smásöluverð á sterku víni hækki um u.þ.b. 5,6% og verð á tóbaki um 3,7% að jafnaði. Tekjuauki ríkissjóðs vegna þessara hækkana nemur allt að 340 milljónum króna á ársgrundvelli og áætluð áhrif á vísitölu neysluverðs eru talin verða um 0,08%.
Fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi í kvöld og það fór hraðferð í gegnum þingið og var samþykkt laust fyrir klukkan 22.
Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, að áfengisgjald og tóbaksgjald hafi ekki hækkað síðan í lok nóvember 2002 og ljóst sé að þróun þeirra gjalda hafi ekki verið í samræmi við almennt verðlag og í raun hafi þau lækkað að raungildi. Tillaga um hækkun nú sé í samræmi við þróun almenns verðlags á síðustu árum en almenn vísitala neysluverðs hafi hækkað um u.þ.b. 7% frá því að þessi gjöld hækkuðu síðast. Í frumvarpinu er þó lagt til að áfengisgjald léttra vína og bjórs verði óbreytt, en það hefur ekki breyst síðan 1998.
Þingmenn stjórnarflokkanna og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs studdu frumvarpið á Alþingi í kvöld en þingmenn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins sátu hjá.

Ég er svo ánægð með ríkisstjórnina, enn ein skattalækkunin!
Þetta gæti haft þau áhrif að ég geti ekki bakað mína víðfrægu og sérlega ljúffengu jólaköku þar sem sherrýlegnar rúsínur eru ómissandi hluti hennar. Ég sem fátæk námskona hef varla efni á því núna!
Að auki hefur þetta hækkað höfuðstól námslánanna minna og íbúðarlánanna þar sem þau eru öll verðtryggð. Helvítis svínarí!

Ég var búin að blogga rosa flott en það urðu tæknilegir örðugleikar. Ég mun reyna að endurskapa meistaraverkið.

“Ordinary people can do extraordinary things if they are organized.” New Party News, 1997.

“Society not only controls our movments, but shapes our identity, our thoughts and our emotions. The structures of society become the structures of our own consciousness. Society does not stop at the surface of our skins. Society penetrates us as much as it envelopes us.” Berger, 1963.

Ég hata Bandaríkin. Ég var að klára 19. og seinasta kaflann í Social Problems, námsbókinni minni í Fjölbreytileika og félagsleg mismunun. Mæli með henni fyrir þá sem hafa hug á að fræðast um Bandaríkin. Þetta er ekki fögur mynd sem dregin er upp og það versta er að ég held að allt sem stendur í henni sé satt og heldur sé dregið úr en hitt. Í Bandaríkjunum eru skólar þar sem ekki eru til nóg borð fyrir alla nemendurna og klósettin virka ekki. Hvernig væri að Rauði kross Íslands stæði fyrir söfnun fyrir börn sem búa við örbigð í ríkasta landi heims?

Ég var að passa Ásgeir litla bróðir í dag. Hann var voða góður eins og venjulega. Við fórum á Tjörnina með alveg gommu af brauði. Ég held það hafi aldrei jafn margir einstaklingar verið jafn yfir sig ánægðir að sjá mig. Það ætlaði allt að verða vitlaust. Gæsir, endur, svanir og dúfur hópuðust að okkur svo mér var nóg um. Einn svanurinn borðaði brauð úr hendinni á mér og ein gæs beit mig smá í puttan. Þetta var æðislega gaman. Mæli með Tjörninni til að losa um streitu tengda prófum og jólahátíðinni.




Ég hata pylsuráðherran Guðna Ágústsson.
“Ordinary people can do extraordinary things if they are organized.” New Party News, 1997.

“Society not only controls our movments, but shapes our identity, our thoughts and our emotions. The structures of society become the structures of our own consciousness. Society does not stop at the surface of our skins. Society penetrates us as much as it envelopes us.” Berger, 1963.

Ég er að lesa 19. og seinasta kaflann í Social Problems. Ég hata Bandaríkin, þar eru menn vondir við börn. Í sumum skólum eru ekki nóg borð fyrir alla og klósettin biluð. Hvernig væri að fara að gera eitthvað í þessu? Þjóðarsöfnun Rauða krossins fyrir börn sem búa við örbigð í ríkasta landi í heimi?
Kannski ég reyni að gera eitthvað fallegt um jólin fyrir einhvern sem á bágt. Veit bara ekki alveg hvernig.

Annars var ég að passa Ásgeir litla bróðir í dag. Hann var voða góður að venju. Við fórum á Tjörnina með alveg gommu af brauði. Það varð allt brjálað. Gæsir, endur, svanir og dúfur börðust um bitana og einn svanur borðaði úr höndinni á mér. Ein gæsin beit mig í puttan. Samt bara laust svo það var alveg í lagi. Ásgeir var alveg steinhissa á öllum látunum og sagði ekki eitt einasta orð en fannst samt gaman sýndist mér.
Ég fór í 12 tóna og keypti Messías eftir Handel. Þetta er útgáfa frá 1947, diskurinn kostaði heilar 1200 kr sem ég myndi telja eðlilegt verð fyrir geisladisk. Ég myndi sko kaupa miklu fleiri diska ef þeir væru svona ódýrir.

Ég þoli ekki pylsuráðherran Guðna Ágústsson.