Wednesday, June 29, 2005

Ég á góða, gáfaða og skemmtilega mömmu. Hún var frábær að undirbúa veisluna, hjálpa mér að velja kjól og gaf mér flugmiða til og frá New York í gjöf.

Ég er enn með kvef sem lýsir sér í heiftarlegu nefrennsli, slappleika og hálssærindum. Læking óskast.
Ég fann tvo flotta steina í gær, einn skærgrænan og annan ljósbrúnan með rauðri og gulri rönd. Í dag fann ég fyrsta bronsið mitt í sumar sem var reyndar mjög lítið og fyrsta naglann minn í sumar sem virtist reyndar vera frekar nýlegur.

Monday, June 27, 2005

Þá er ég búin að útskrifast úr Háskóla Íslands með BA-próf í fornleifafræði. Það er gott og gaman. Ég hélt stóra veislu hjá pabba sem lukkaðist ljómandi vel og ég fékk marga fallega pakka. Stefán gaf mér fallegt hálsmen úr Aurum, amma og afi gáfu mér tvær stórar ferðatöskur, pabbi og Lára gáfu mér heimaprjónaða lopapeysu, sokka, vettlinga og húfu og gúmmískó. Ég fékk líka margt annað fallegt.
Nú er ég komin austur á Skriðuklaustur sem er bara alveg ágætt. Svo fer ég út til New York City strax 17. ágúst, spennó spennó.

Tuesday, June 21, 2005

Þá er kona bara komin heim frá Skotlandi, útbitin og með smá lit. Á meðan ég var úti fékk ég styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgúlfsdóttur. Ég gat ekki mætt á athöfnina þannig að mamma og pabbi gerðu það fyrir mig. Svo er ég barasta að fara að útskrifast um næstu helgi. Það verður rosa partý. Ég er búin að kaupa kjól, svaka ódýran og fínan og ætla að endurnýta skó. Annars er ég bara spennt að fara austur í afslöppun, bara vinna og engar áhyggjur.