Sunday, June 25, 2006

Til hamingju allir sem voru að útskrifast í gær! Það var brjálað djamm. Ég er að fara á Hróarskeldu á þriðjudaginn ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.
Annars er ég spennt að fara að sjá Pirates of the Carribean 2, býst við því að fara á hana í Fjarðarbíó á Reyðarfirði.

Tuesday, June 20, 2006

Þá er ég komin aftur á Skriðuklaustur, fjórða árið í röð. Það var gott veður í gær en frekar slappt í dag. Ég var að grafa á Hofi í Vopnafirði í seinustu viku, gaman að prófa nýjan stað. Glöggir einstaklingar hafa ef til vill séð mig í fréttum ríkissjónvarpsins á fimmtudaginn 15. júní maður er svo mikið celeb orðið. Annars voru allir mjög yndælir og frábærir á Vopnafirði og sérlega áhugasamir um uppgröftinn.
Saumó á föstudaginn var náttlega snilld, ég vil þakka Hjördísi fyrir matseldina, Írisi fyrir gestrisnina og svo innsiglaði snilldar Mojito bollan okkar Guggu náttlega gleðina.
Ég er að lesa Pride & Predjudice á ensku, hafði bara lesið hana á íslensku áður, það er ekkert smá mikill munur þar á eitthvað andrúmsloft sem skilar sér ekki í þýðingunni.
Ég keyrði hingað austur á sunnudaginn og sá hreindýrahjörð í fyrsta skipti á leiðinni yfir Öxi. Ég hafði hingað til verið sérlega óheppin, aldrei séð hreindýr þrátt fyrir að hafa unnið hér þrjú sumur og keyrt upp um allar trissur. En þetta kvöld sá ég sem sagt hreindýr og ref, mjög gaman.
Þetta er afar sundurlaus bloggfærsla.
Ég verð í bænum næstu helgi ef einhver vill leika við mig og svo er ferðinni heitið á Roskilde eftir viku, ég er orðin óheyrilega spennt.

Friday, June 09, 2006

Ég tilkynni hér með að ég er alveg til í að vera formaður Framsóknarflokksins eða ráðherra eða í einhverri vel launaðri nefnd. Ég geri mér grein fyrir að búseta mín erlendis gæti valdið vissum vandkvæðum en mannahallærið er mikið svo það hlýtur að reddast.
Í gær datt mér margt sniðugt í hug til að blogga um en þá var blogger bilaður og ég er búin að gleyma. Glöggir lesendur geta kíkt á tvo nýja tengla hér til hliðar.
Alltaf gaman að sjá hverjir kíkja á þetta raus mitt, gaman að fá athugasemd frá þér Bjarnheiður og því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér.

Auk þess hef ég heyrt að sögur af dauða Framsóknarflokksins séu stórlega ýktar. Það er líka öðruvísi að fanga dauða flokks því hann var nú aldrei lifandi enda í raun aðeins hópur fólks með sameiginlegar skoðanir amk oftast eða hvað?

Ég fór á tónleika Tilraunaeldhússins og ég mæli eindregið með hljómsveit Benna Hemm Hemm (er ekki viss með þessa stafsetningu) og svo var Amina náttlega góð og illi Vill kom skemmtilega á óvart, tvö þrusugóð lög þar á ferð.

Thursday, June 08, 2006

Kannski er það bara ég en mér finnst eitthvað rangt við að fagna dauða einhvers, jafnvel þó að hann hafi verið hryðjuverka- og glæpamaður og nú eru heilu stjórnirnar hoppandi upp og niður af kæti. Mér finnst þetta merki um siðferðislega hrörnun.