Monday, October 24, 2005

Ég komst til Kolding eftir um 27 tíma ferðalag kl. 04 að dönskum tíma. Ég var mjög þreytt. Ég var frekar aðgerðalítil í dag, snæddi reyndar ljúffengan danskan morgunverð (og fór aftur að sofa), prófaði sundlaug hótelsins og labbaði niður í miðbæ Kolding. Þetta er mjög fallegur bær, allt ofboðslega hreint og fínt og ákkúrat miðað við Stóra eplið. Hér er mikið af gömlum húsum, öllum afar vel við haldið og eitt stykki kastali sem ég get vonandi skoðað. Ráðstefnan hófst í kvöld með kvöldverði sem var mjög góður og svo voru tveir kynningarfyrirlestrar. Ég held að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt, ég er búin að kynnast stelpu sem heitir Kate og er frá Suður-Afríku. Hún er í MA-námi í líffræði og verður með fyrirlestur hér og allt.
Annars bara til lukku með kvennafrídaginn.
Áfram stelpur!

Wednesday, October 19, 2005

Meðmæli vikunnar fá þrír nýjir geisladiskar
Marta Wainwright með samnefndan disk, skemmtileg snilld, góð lög og textar
Fiona Apple - Extraordinary Machine, þétt plata, reyndar er ég hrifnari að When tha Pawn en þessi er samt vel þessi virði að tjekka á
Feist - Let It Die, mögnuð

Þá er komið að phóbíu-getrauninni. Nauðsynlegt er að taka fram að sigurvegara fyrri getrauna mega ekki taka þátt aftur.
Orðið er Phasmophobia
It's not uncommon for small children to be phasmophobic, especially after having so many gruesome fairy tales read to them at bedtime.

Verðlaunin eru þau sömu og síðas, póstkort en kannski verður það frá Danmörku en ekki New York!

Monday, October 17, 2005

Í dag var mikið um að vera hjá nagdýrunum á Columbus Circle. Ég sá tvær rottur í þrautakóng og svo tvær pínulitlar mýs með stór eyru.
Annars ákvað ég að endurtaka leikin frá því að ég kom fyrst til New York og labba ofsalega rosaleg langt með ofboðslega mikið af þungu dóti. Ég byrjaði á að koma við í Coliseum Books og kaupa Catch 22 en þá bók hefur mig lengi langað að lesa. Að auki fékk ég aðstoð frá afar síðhærðum manni við að velja flugvélabók. Hann var svo klár að hann gat bent mér á sakamálareyfara sem gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna, ég er afar spennt að byrja að lesa en af einhverjum óþekktum ástæðum hef ég sérstaklega gaman að bókum sem gerast þar.
Svo villtist ég aðeins, beygði þegar ég átti alls ekkert að beygja og labbaði svo lengst upp á 5th Ave. til að fara í stóru H&M búðina þar. Þangða komst ég þó á endanum, ég ætlaði að kaupa skyrtu fyrir ráðstefnuna í Kolding en endaði á að kaupa sætan bol, hann verður bara að duga.
Jeff var svo indæll að setja upp gardínurar mínar og spegilinn í morgun þannig að nú get ég dregið fyrir og speglað mig að vild og ég er afar ánægð með það. Ég var líka að enda við að setja upp heimskort með dyggri aðstoð Eriku þannig að nú er bara orðið ansi fínt hjá mér.
Það var gott að gardínurnar komu upp í dag af því að í gærkvöldi sá ég konuna hinumegin bera að ofan (þau eru heldur ekki með gardínur), hún tók eftir mér og það var allt samans svona frekar vandræðalegt.

Sunday, October 16, 2005

Stór skref voru stigin í New York væðingu minni í gær og dag. Ég byrjaði laugardaginn á að fara í Ikea-ferð með Ragnheiði Helgu og vinkonu hennar Margréti. Margir fávísir einstaklingar spyrja sig eflaust hvað sé merkilegt við það að fara í Ikea. Hér fara ókeypis rútur frá miðri Manhattan til Ikea í Elisabeth New Jersey um helgar. Fólk mætir snemma enda röðin í rútuna löng. Við stöllur komumst með fyrstu rútu og eyddum bróðurparti dagsins í hinu sænska himnaríki. Við fengum okkur meira að segja kjötbollur á Ikea Restaurant, afar dannað allt saman. Þegar við vorum svo búnar að komast í gegnum völundarhúsið og finna of mikið af dóti sem við hreinlega urðum að eignast þurfti svo að koma öllu havaríinu heim. Þar sem ég hafði keypt stól, koll, pönnu, nokkra diska og ýmislegt fleira var það hægara sagt en gert. En eins og sannri víkingakonu sæmir kom ég öllu dótinu heim, í subway en ég er reyndar með hressilegar harðsperrur í dag.
Um kvöldið fór ég svo með Eriku niður til NoHo (það er rétt hjá SoHo) þar sem Jeff kærastinn hennar býr ásamt Colin vini sínum. Jeff þjáist af nokkuð undarlegri aðdáun af hinum ódauðu eða uppvakningum (e. Zombies). Það lá því beint við að við myndum spila Zombie spilið sem var æsispennandi og nokkuð í anda Hættuspils. Eftir margra klukkutíma spilamennsku fór ég með sigur af hólmi og því ber ég héðan í frá viðurnefnið, The Zombie Queen.
Þar sem það var orðið mjög áliðið þegar spilamennskunni lauk gistum við Erika bara. Um morguninn fórum við svo út að borða, fengum okkur brunch, enda lítið viðurværi að hafa í íbúðinni hjá strákunum.

Friday, October 14, 2005

Ísland er svo hip og kúl að það kemur meira að segja fyrir á hinni stórkostlegu síðu Overheard in New York sbr. eftirfarandi færsla

It's Oh So Quiet in Hanoi?
Guy #1: Yeah, Iceland has a small Southeast Asian population. Mostly Vietnamese.
Guy #2: Why?
Guy #1: I'm not sure.
Guy #2: Maybe Vietnam was an Icelandic colony.
Guy #1: I really doubt it, idiot.
--52nd & 6th

Annars er allt blautt að frétta héðan. Ég hamast við að greina bein og ég er bara orðin nokkuð flink þó vissulega sé enn langt í land.
Ég keypti föt á Ipóðann minn en þau eru glær.

Herbergið mitt er frekar kalt þessa dagana. Ofnarnir hér fara ekki í gang fyrren kuldinn úti fer niður í 55°F og undanfarið hefur það hangið í kringum 56° eða 57°F. Þegar ofninn fór svo í gang, fyrst kl. 8 að morgni ýlfraði hann óskaplega og ég hrökk upp af værum svefni. Ég fór niður og kvartaði við Mike húsvörð sem tók að venju ekkert mark á mér og hélt að ég væri móðursjúk, enda kona og get ekkert haft vit á svonalöguðu. Þegar ofninn ýlfraði í þriðja skipti og það kl. 7:20 að morgni var mér nóg boðið og ég heimtaði að hann kæmi og kíkti á þetta. Það gerði hann með seimingi. Í ljós kom að ég hafði rétt fyrir mér, lokinn á ofninum var eldgamall og Mike talaði fjálglega um hvað þessir gömlu lokar hefðu hátt. Svo skipti hann um og setti nýjan glansandi loka sem tók hann um það bil 5 mínútur.

Ég keypti mér geggjuð sólgleraugu í fyrradag sem er frekar asnalegt í ljósi þess að nú er haust og veturinn er alveg á næsta leiti en þau voru bara svo töff...

Tuesday, October 11, 2005

Ég sá löggu hestakerru í dag.

Monday, October 10, 2005



Ég er að borða grænt jógúrt. Það er með Key Lime bragði og er bara nokkuð gott, ég skil bara ekki afhverju það þarf að vera grænt, það er frekar ólystugt.
Annars hefur helgin verið ágæt, ég er búin að horfa á marga Six Feet Under þætti en þeir eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana.
Ég fór í skoðunarferð um Harlem um helgina og það er rosalega fínt hverfi, kirkjur á hverju strái og svona. Það hellirigndi allan tíman en fína H&M regnhlífin mín sem ég keypti í Kaupmannahöfn á því herrans ári 2002 stóð sig eins og hetja. Ég borðaði djúpsteiktan kjúkling á vöfflu með sírópi sem er víst hefðbundin réttur sem maður á að fá sér þegar maður er á leiðinni heim eftir að hafa verið á djazz-klúbb alla nóttina. Ég sá líka eplið sem borgin er nefnd eftir, það er gamal djazz-staður þangað sem allir tónlistarmenn mættu til að finna vinnu eftir tónleikaferðalög. Í Harlem snýst allt um kirkjur, nema það sem snýst um djazz sem er ansi hreint magnað.
Við fórum líka á sýningu um Malcolm X og þar var æðisleg mynd af honum þar sem hann krýpur í mosku í Egyptalandi. Hann er í þessum hefðbundnu svötu jakkafötum en teppið í moskunni er rautt og fullt af ljósum, virkilega flott. Myndin er hér að ofan, því miður svart-hvít.

Thursday, October 06, 2005

Frétt á mbl.is Yfirvöldum í New York bárust hótanir um árásir á neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Þegar ég var að taka lestina heim frá Brooklyn var allt krökkt af löggum á þeirri fábrotnu stoppistöð Avenue H, þar stoppar bara ein lest. Þegar ég geng svo í gegnum alla Times Square lestarstöðina til að skipta um lestir sé ég ekki eina einustu....
Annars er kominn sigurvegari í phobíu-getrauninni, fröken Hjördís Eva Þórðardóttir og mun hún fá póstkort á allra næstu dögum. Næsta getraun verður einhverntímann seinna.
Afmælisdagurinn var bara góður. Ég kláraði plakatið um dýrabeinin frá Skriðuklaustri fyrir ráðstefnuna í Kolding að mestu. Um kvöldið fór ég svo út að borða með Eriku, Ragnheiði Helgu og Furu á franskan stað í East Village þar sem var spilaður lifandi jazz. Ég fékk mér nautakjöt sem var rosalega gott og Créme Brullé í eftirrétt sem var alveg hreint guðdómlegt. Ragnheiður gaf mér phobíu kort sem eru mjög skemmtileg og ég ætla að byrja með fóbíu-getraun, sjá nánar síðar. Fura gaf mér bókina NYC Free & Dirt Cheap, sem er algjör snilld og ég er þegar búin að læra ýmislegt gagnlegt af henni.
Í morgun kom svo ipod-inn frá pabba, hann er í hleðslu núna og ég er alveg að deyja ég er svo spennt að fara að nota hann.
Enn og aftur vil ég þakka fyrir þau símtöl og kveðjur sem mér bárust í gær.

Phobia-getraunin
Hvað er kakorraphiophobia?
Hér er smá vísbending:
Tom was a prized employee at the noodle factory, but he was kakorraphiophobic, so it was hard for him to take satisfaction in his work.
Það er bannað að nota orðabók eða netið, hér er það heilinn sem gildir.
Í verðlaun er 1 stk New York póstkort frá mér!

Wednesday, October 05, 2005

Spurt hefur verið um netfang mitt það er eftirfarandi albinap hjá gmail.com
Ég var að prófa nýja flotta fjólubláa augnblýnatinn sem ég keypti í Míssha sem er frábær og flott en ódýr snyrtuvörubúð og ég er bara rosalega fín.
Þá er ég orðin 23 ára. Ég er búin að fá einn pakka, frá Stefáni, hins stórgóðu kvikmynd Sideways. Í kvöld ætla ég svo út að borða einhversstaðar í East Village.
Ég vil líka nota þetta tækifæri til að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem mér hafa borist hingað til.
Annars er ég að reyna að taka til á skrifborðinu mínu sem er fullt af alls konar pappír. Það gengur illa.

Monday, October 03, 2005

Ég fór í Bed, Bath & Beyond og keypti rúmteppi sem er alveg í stíl við allt í herberginu mínu fyrir $10 það finnst mér ansi góð kaup. Skrúfurnar fyrir Ikea kommóðuna mína ætti að koma hvað úr hverju og þegar ég verð búin að setja hana saman verður þetta orðið ansi hreint fínt hjá mér. Í BB&B fann ég líka loksins vasa-tissjú á viðráðanlegu verði, pakka með 15 minni pökkum á $1.99. Svona virðist vera afar erfitt að fá hér, líklega af því að það þykir mjög ófínt að snýta sér á almannafæri hér.