Thursday, October 06, 2005

Frétt á mbl.is Yfirvöldum í New York bárust hótanir um árásir á neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Þegar ég var að taka lestina heim frá Brooklyn var allt krökkt af löggum á þeirri fábrotnu stoppistöð Avenue H, þar stoppar bara ein lest. Þegar ég geng svo í gegnum alla Times Square lestarstöðina til að skipta um lestir sé ég ekki eina einustu....
Annars er kominn sigurvegari í phobíu-getrauninni, fröken Hjördís Eva Þórðardóttir og mun hún fá póstkort á allra næstu dögum. Næsta getraun verður einhverntímann seinna.

1 comment:

Ragna said...

Ég hef heldur ekki séð eina einustu löggu á þeim stöðum sem ég hef farið á. Hins vegar sá ég öryggisvörð leita í skottinu á bíl sem var að fara að leggja í bílageymslu undir Lincoln Center. Fannst það bara fyndið ;)

Já svo verðurðu endilega að pósta fleiri svona fóbíur, það hljóta að leynast einhverjar krassandi...