Monday, October 03, 2005

Ég fór í Bed, Bath & Beyond og keypti rúmteppi sem er alveg í stíl við allt í herberginu mínu fyrir $10 það finnst mér ansi góð kaup. Skrúfurnar fyrir Ikea kommóðuna mína ætti að koma hvað úr hverju og þegar ég verð búin að setja hana saman verður þetta orðið ansi hreint fínt hjá mér. Í BB&B fann ég líka loksins vasa-tissjú á viðráðanlegu verði, pakka með 15 minni pökkum á $1.99. Svona virðist vera afar erfitt að fá hér, líklega af því að það þykir mjög ófínt að snýta sér á almannafæri hér.

4 comments:

Disa skvisa said...

Hæhæ! Til hamingju með ammælið skvís!! Hlakka svo til að sjá þig í des. Svo vorum við stelpurnar að spá í að reyna að koma til þín snemma í janúar ef að það hentar þér. Það er alveg sure bet að við komum þá, ég er alveg 100% alla vegana. Þá verður sko farið á alvöru NY tjútt :)
Hafðu það gott í dag,
kv. Hjördís

Páll Ágúst said...

Til hamingju med afmælið skvís.
Pabbi og Ásgeir

Vilborg said...

Sæl aftur afmælisbarn og áfram til hamingju með daginn. Góða skemmtun i kvöld í East Village. kær kveðja
Mamma

Hildur said...

Sæl og blessuð kæra vinkona og til hamingju með daginn.Vona að hann hafi verið magnaður og að þú hafir gert eitthvað magnað. Gott að heyra að allt gengur vel. (u.þ.b. vika síðan ég frétti að þú værir með blogg,aldrei fréttir maður neitt).Ef þú kíkir inn á mbl.is undir smáauglýsingar og dýraland getur séð systurnar Ronju og Rós sem munu flytja inn á Baldursgötuna um helgina.
Hvað er e-mailið þitt?
Hafðu það ROSA gott:)
Hildur