Ísland er svo hip og kúl að það kemur meira að segja fyrir á hinni stórkostlegu síðu Overheard in New York sbr. eftirfarandi færsla
It's Oh So Quiet in Hanoi?
Guy #1: Yeah, Iceland has a small Southeast Asian population. Mostly Vietnamese.
Guy #2: Why?
Guy #1: I'm not sure.
Guy #2: Maybe Vietnam was an Icelandic colony.
Guy #1: I really doubt it, idiot.
--52nd & 6th
Annars er allt blautt að frétta héðan. Ég hamast við að greina bein og ég er bara orðin nokkuð flink þó vissulega sé enn langt í land.
Ég keypti föt á Ipóðann minn en þau eru glær.
Herbergið mitt er frekar kalt þessa dagana. Ofnarnir hér fara ekki í gang fyrren kuldinn úti fer niður í 55°F og undanfarið hefur það hangið í kringum 56° eða 57°F. Þegar ofninn fór svo í gang, fyrst kl. 8 að morgni ýlfraði hann óskaplega og ég hrökk upp af værum svefni. Ég fór niður og kvartaði við Mike húsvörð sem tók að venju ekkert mark á mér og hélt að ég væri móðursjúk, enda kona og get ekkert haft vit á svonalöguðu. Þegar ofninn ýlfraði í þriðja skipti og það kl. 7:20 að morgni var mér nóg boðið og ég heimtaði að hann kæmi og kíkti á þetta. Það gerði hann með seimingi. Í ljós kom að ég hafði rétt fyrir mér, lokinn á ofninum var eldgamall og Mike talaði fjálglega um hvað þessir gömlu lokar hefðu hátt. Svo skipti hann um og setti nýjan glansandi loka sem tók hann um það bil 5 mínútur.
Ég keypti mér geggjuð sólgleraugu í fyrradag sem er frekar asnalegt í ljósi þess að nú er haust og veturinn er alveg á næsta leiti en þau voru bara svo töff...
No comments:
Post a Comment