Wednesday, August 30, 2006

Dagurinn i gaer var afar vidburdarrikur. Eg vaknadi um morguninn og aetladi ad fara i sturutu en tad var ekki haegt tvi gatan min var rafmagnslaust. Eg for svo med Sally fra Sudur-Afriku, og Hannah og David fra Bretlandi ad skoda Templo Major sem var rosalega gaman. Vid hittum svo Ian fra USA fyrir tilviljun og fengum okkur hadegismat. Ta akvadum vid ad rolta um og reyna ad finna Arena Coliseo tar sem vid aetludum ad sja Lucha Libre, tjodaritrott Mexicana, nokkurs konar ykt glima i buningum rosa flott. A medan tessari leit stod rombudum vid a brudarkjolahverfi Mexico borgar, tar var bud eftir bud med ekkert nema brudarkjolum, teir voru yfirleitt hver odrum ljotari en mikid skemmtum vid okkur vel. Vid fundum loks Coliseo og akvadum ad i kvold skyldi sko farid a glimu og tad vard ur. Eg hef sjaldan skemmt mer jafn vel, tarna bordust filefldir karlmenn i bleikum, glansandim skraepottum, glimmer gollum i einhverju furdulegasta hamarki/lagmarki karlmennskunnar sem eg hef sed, algjort aedi.

Sunday, August 27, 2006

Mexico city er æðisleg borg. Í gær lenti ég óvænt í mexicósku brúðkaupi, brúðhjónin voru 17 ára og athöfnin var skipulögð á einni viku. Bienne vinkona mín vildi meina að það benti til þess að brúðurin væri ólétt.
Ég fór líka og skoðaði Teothichan í gær ótrúlega flottar fornleifar og óhugnalegt að hugsa til þess að þarna reisti siðmenning heila borg sem við vitum næstum því ekkert um og skiljum lítið í.
Ráðstefnan hefur gengið mjög vel og ég er búin að kynnast svolítið af fólki, það er mjög gaman að sjá hvað fólk er að gera ólíka hluti með beinin sín.
Mótmælin vegna kosninganna sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum eru afar friðsamleg og setja skemmtilegan svip á mannlífið hér.
Ég mun segja meira frá dvöl minni við tækifæri.

Tuesday, August 22, 2006

Ég mæli eindregið með nýju Nelly Furtado plötunni, Loose, hrein snilld, ekkert gítarvæl eins og venjulega heldur bara djammandi snilld. Justin Timberlake er líka alveg að gera góða hluti.
Ég er búin að gera mega flott plakat til að kynna á ráðstefnunni í Mexicó og á eftir ætla ég að æfa fyrirlestrana sem ég þarf að halda fyrir Ramonu og Kate. Þetta verður rosalega gaman held ég.

Monday, August 21, 2006

Erum við Ásgeir ekki sæt? Ég er komin aftur til New York og það var bara ágætis tilfinning, svolítið eins og að vera komin heim. Nú þarf ég bara að pakka í 100000000 skiptið í sumar, vei. Ég er orðin spennt að fara til Mexicó.

Tuesday, August 15, 2006

Ég sá hina stórkostlegu kvikmynd Footloose í fyrsta skipti í gær. Hún er vægast sagt slöpp, frekar langdregin, persónusköpunin er léleg og söguþráðurinn er almennt heimskulegur. Tískuglæpirnir eru ófáir en þó er margt sem er í tísku núna líka sjáanlegt.
Ég verð í bænum á Menningarnótt, vill einhver leika við mig?
Svo er ég að fara út á sunnudaginn verður örugglega tómt vesen útaf öllum þessum hertu reglum en svona er þetta bara.

Wednesday, August 09, 2006

Fríða úr Saumó og hennar Egill voru að heimsækja mig á hringferð sinni um landið, voða dugleg að ferðast en hafa alltaf verði í rigningu frekar óheppin.
Á mánudaginn gáfum við ungum puttaferðalang far, hann var svo í sjónvarpinu í gær, einn af mótmælendunum.
Nú erum við að setja upp sýningu á þeim gripum sem við höfum fundið á Skriðuklaustri undanfarin sumur, rosa flott. Bæði bókarbrotin og hluti af textílnum eru til sýnis.

Tuesday, August 08, 2006

Við Erika höfum framlengt leiguna á íbúðinni til 25. okt sem er gott því þá þarf ég ekki að vera að flytja á meðan ég er í Mexico eða Quebeck.
Erika saknar mín því stelpurnar sem leigja herbergið mitt eru subbur sem fara ekki út með ruslið þó að það sé 40°C hiti og komnar í það pöddur, þær borða jógúrtið hennar og klára klósettpappírinn. Ég er voða góður meðleigjandi.
Verlsó í bænum var snilld. Til hvers að fara út á land þegar loksins er hægt að koma inn á skemmtistaði án raða, fara á snilldartónleika á Innipúkanum þar sem Hjálmar og Mugison voru brjálæðislega góðir ásamt Throwing Muses og bara almennri snilld.
Fór út að borða með stelpunum á Austur-Indíafélagið sem var rosa gott og gaman. Ég var úti öll kvöld til 5 eða 6 og gerði varla nokkuð annað en að vera full og svo þunn.
Ég læt fljóta hér með lítið ljóð eftir Jón frá Bægisá, seinustu fjögur erindin eru best.

Kvennareglur
Þig á vori þínu prýð,
þorngrund úng! með kransi;
dansa meðan til er tíð!
tekst þú snart frá dansi.
Ei sér morgunn, ennnú ljós,
út að læðast hraðar,
áður þú af ýngri rós
unnin, missir staðar.
Þinn á meðan spegil spenn,
spurður hrós þér inni,
hverfur vinur, sannmáll senn,
sá þér víst úr minni.
Þú meðan sér þig umkríng
þokka kynnta sveina,
stilt á þína strengi sýng,
stúlka! skemtun hreina.
Brátt þar stendur herra hár,
er hér nam þjón sig beygja;
barnið grætur, leikur lár,
lángspils strengir þegja.
Æfintýr og ástarljóð,
eiðar, krydd og smjaður
sætan draum þér færa fljóð!
finnst þá margur glaður.
Innan stundar ángruð þú
ektakona vaknar,
til klífs og mæðu kölluð nú,
kórunnar saknar.
Hafa rósir hjónabands
hart stíngandi þyrna,
þó er gamla meyju án manns
miklu verra að fyrna.
Lífsins blómstur líða af því,
lær þau rétt að meta!
aldrei fimmtán ára á ný
orðið muntu geta.