Tuesday, December 27, 2005

Jólin erum komin og farin. Mér fannst mjög skrítið að byrja jólin á Þorláksmessu, þetta varð allt eitthvað svo stutt. Ég fékk ýmsar sniðugar gjafir, stafræna myndavél frá mömmu og pabba, 66°N ullarpeysu frá ömmu og afa, 50 boyfriends worse than yours frá Eriku herbergisfélaga mínum, flottan heimaprjónaðan trefil frá Agna, Eyju og co, slatta af góðum bókum og svo mætti lengi telja.
Ég fór í sund í Breiðholtslaug með mömmu áðan sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þar að í afgreiðslunni voru tvær táningsstúlkur og önnur þeirra spurði mig hátt og snjallt hvort ég væri með sílíkon. Ég neitaði og þetta fannst þeim afar merkilegt og við mamma vorum alveg að drepast úr hlátri, það er sko aldrei lognmolla í Breiðholtinu og svo eru líka geggjaðar rennibrautir.
Ásgeir litli bróðir er búinn að læra að segja Bína, ég er voðalega ánægð og leyfi honum að kalla mig það þó að almennt sé ég mjög á móti þessari styttingu.
Ég verð á klakanum til 13. janúar og bíð spennt eftir að komast á almennilegt íslenskt djamm.

Thursday, December 08, 2005


Ykkur er öllum boðið í partý í New York á laugardaginn. Nema þið komist ekki af því að þið eruð ekki í New York! Ha!

Dagurinn í dag var frekar furðulegur. Ég ætlaði á fyrirlestur en honum var frestað. Tölvan mín tók upp á að vera sífellt með BSOD (blúscrín of detð eða bláskjá dauðans) svo ég gat ekki notað hana. Svo tók ég lestina og ipodinn minn vildi ekki kveikja á sér. Svo var maður í lestinni með eitthvað það voldugasta yfirvarakskegg sem ég hef nokkru sinni séð. Yfirvaraskeggið mikla var nokkurnvegin eins og myndin að ofan, bara alvöru og virðulegra, ræktarlegra og flottara. Svo var annar maður í lestinni í hvítum leðurjakka sem var með ásaumaðri beinagrind úr svörtu leðri, svona eins og grímubúningur mjög sérstakt.
Ég var að skrifa emil til að bjóða fólki í partýið okkar Eriku og komst þá að því að ég þekki svona 20 manneskjur hér í borg, það finnst mér ekki mikið, ég þarf að vera virkari í að mynda vináttusambönd.

Sunday, December 04, 2005

Ég ætla að fara á Messías eftir Handel í Trinity Church sunnudaginn 11. desember, ég er ofsalega spennt!
Það snjóaði hér í nótt, smá svona jóla púðursnjór voða sætt. Ég er viss um að það er allt mér að þakka því ég notaði fínu flísnáttbuxurnar sem Áslaug gaf mér í fyrsta skipti í gær. Þær eru ljósbláar með myndum af snjókornum og svo var ég líka í sokkum með snjókornum og í bláu flíspeysunni minni, ég var eins og stórt blátt snjókorn og þá snjóaði, það getur ekki verið tilviljun.

Eyja klukkaði mig víst, ég er að vinna í svari, það mun birtast á næstu dögum.

Annars vil ég skora á alla/r Alþingiskonur og -menn að hætta þessum aulagangi og samþykkja ný vændislög þar sem gert er refsivert að kaupa vændi. Það eru engin rök fyrir því að refsa aðeins seljandanum, það er jú yfirleitt seljandinn sem er hjálparþurfi. Sá sem kaupir vændi er að færa sér í nyt neyð annarar manneskju á versta hátt sem hægt er.

Best að halda áfram að læra.

Saturday, December 03, 2005

Ég er náttúrulaus, ég ætla á umhverfisverndartónleika með Vöku, spennó.
Ég byrjaði að skoða beinasafnið frá Skriðuklaustri í gær og undur og stórmerki, ég fann strax sköflung úr sel og sköflung úr svíni. Af hverju er þetta merkilegt myndu sumir spyrja, jú af því að Skriðuklaustur er lengst inni í landi og svín eru frekar sjaldgæf á Íslandi eftir að víkingarnir gáfust upp á þeim svona upp úr 1000.
Ég var að skoða The New York Times á netinu og þar var tvennt sem vakti ánægju mína, 3 af 5 bestu skáldsögum ársins samkvæmt blaðinu eru eftir konur og konur í Suður-Ameríku eru farnar að berjast af aukinni hörku gegn allsherjar banni við fóstureyðingum og það sem meira er, barátta þeirra virðist ætla að bera árangur.

Wednesday, November 30, 2005

Alltaf er kallapólitíkin er söm við sig.

Tuesday, November 29, 2005



Ég stal þessum link frá Eyju en hann er næstum því fyndnari en Wulffmorgenthaler og þá er nú mikið sagt. Skemmtilegt að við skulum notast við sama sniðmát (e. template).
Ég var að læra nýtt flott orð, littoral en það þýðir flæðarmáls-; fjöru- eitthvað. Ég er að hamast við að gera fyrirlestur sem ég á að flytja á fimmtudaginn ásamt fjórum öðrum krökkum. Strákarnir voru að fatta í dag að þeir þyrftu kannski að fara að gera eitthvað í sínum hluta, alveg dæmigert.
Ég hafði það afar gott um þakkargjörðarhátíðina hjá henni Áslaugu. Rútferðin frá New York til Boston með því mistæka rútufyrirtæki Fung Wha Bus tók 7 tíma en það telst seint eðlilegt. Ég var bara 4 tíma á leiðinni til baka og það var með 20 mínútna stoppi.
Ég gerði margt í fríinu en ekkert tengt skólanum. Ég bjó mér til eyrnalokka, hjálpaði Áslaugu að baka tvær kökur horfði á eina mjög góða bíómynd, The Girl in the Café sem gerist á Íslandi og aðra arfa lélega, Le Divorce sem gerist í Frakklandi.
Ég las líka skemmtilega bók sem heitir Empire Falls sem gerist einmitt í Maine þar sem ég var gestkomandi um helgina. Það var æðislegur jólasnjór í Maine og kalt og hressandi, síðan ég kom aftur í eplið hefur verið 15-19°C hiti. Ég bara veit ekki hvort það kemur nokkurn tíman vetur hér, mér skilst reyndar að það hafi snjóað á sjálfan þakkargjörðardaginn en ég sá það ekki sjálf og trúi því tæplega.

Tuesday, November 22, 2005

Ég gleymdi að fagna því að Maine ferðin mun gefa mér langþráð tækifæri til að nota nýju fínu úlpuna mína. Veðrið hér hefur verið svo gott, hitinn er bara einu búinn að læðast rétt niður fyrir frostmark að ekki hefur verið tilefni til að dúða sig.
Ég vil líka benda á nýja blogg-tengla hér á hægri hönd.
Stefnan er tekin til Maine á morgun. Tekið verður af stað frá Kínahverfi New York borgar og ekið þaðan með kínverskum hópferðabíl til Boston, sá leggur ætti að taka um 4 1/2 tíma. Vonandi verða engar meiriháttar tafir svo ég nái rútunni frá Boston til Portland kl. 20. Til Portland sækir Áslaug mig svo. Dagskráin er nokkuð opin, eitthvað verður kíkt í búðir, hátíðarsnæðingur verður hjá vinkonum Áslaugar sem eru með smíðaverkstæði. Líklega held ég svo heim á leið á laugardaginn enda næg verkefni fyrir hönum í skólanum. Merkilegt hvað nóvember hefur farið hratt yfir. Á fullveldisdaginn á ég að kynna hópverkefni um þjóðerni og hagkerfi (ethnicity & economy) í tengslum við víkinga, kelta og picta á Bretlandseyjum, 6. des þarf ég að kynna ritgerð og svo þarf ég auðvitað að skrifa ritgerðir líka. Jamm nóg að gera.
Ég fór í bíó með Colin, Eriku og Jeff í gær á Goodnight and Good Luck. Stórgóð mynd og sérlega fróðleg, ansi skörp ádeila á nútímann líka, fjölmiðla almennt en sérstaklega sjónvarpið. Við ætluðum að sjá nýju Harry Potter myndina en það var svona líka svakalega uppselt á hana. Ætli við reynum ekki bara aftur síðar.

Thursday, November 17, 2005

Biskup segir að öll þjóðin sé á móti hjónavígslum samkynhneigðra. Ég veit ekki hvernig fólk hann umgengst eiginlega en það er varla mjög gott. Ég efast líka stórlega um að ríkisstjórnin væri að breyta lögum um réttindi samkynhneigðra ef þeir héldu ekki að þeir hefðu stuðning þjóðarinnar til þess. Sjálfri finnst mér þetta eitthvað það stærsta mannréttindamál sem komið hefur fyrir Alþingi Íslendinga síðan að konur fengu kosningarétt.
Ég held að þjóðkirkjan ætti bara að þakka fyrir að samkynheigðir vilji yfir höfuð hafa eitthvað með hana að gera. Meira ruglið.
Hér er farið að kólna all verulega af útbúnaði fólks að dæma, allir komnir með húfur, trefla og vettlinga og í þykkum úlpum. Sjálf fór ég út á jakkanum og mér fannst veðrið hreint yndislegt og alls ekki kalt enda var 8°C hiti. Já, Kanar eru svolítið spes.

Tuesday, November 08, 2005

Ég fjárfesti í geggjuðum skóm í dag í Steve Madden og fékk meira að segja afslátt þó þeir séu alveg hámóðins. Þeir eru lágbotna, svartir með meðal-oddhvassri tá og bara alveg hreint æðislegir. Ég snæddi líka ljúffenga kúbverska samloku með kjúkling, gaurinn reif kjötið bara af lærinu og skellti því á brauð, nammi namm.
Þegar baráttu minni við skattinn er lokið tekur að sjálfsögðu bara annað við. Í dag hafði ég betur í baráttu minni við Cingular, ég er orðin ansi góð að hóta fólki á kurteislegan hátt í gegnum síma. Annars er merkilegt hvað Kaninn er spenntur fyrir að gera alla mögulega og ómögulega hluti í gegnum síma. Ég hélt að það væri auðveldara að fara bara í Cingular búðina en nei gaurinn þar sagði mér bara að hringja. Auðvitað þarf maður alltaf að bíða mjög lengi eftir að fá að tala við mannverur en núna get ég allt!
Mamma Eriku hringdi í heimasíman í gær eftir kl. 21. Ég missti út úr mér að Erika kæmi líklega ekkert heim í kvöld en mamman má alls ekki vita að þau gisti saman. Til að bjarga mér úr klípunni var ég næstum búin að segja að hún hefði ekkert verið heima alla helgina og ég vissi því ekkert hvað hún væri að gera en ég náði að stoppa mig. Stuttu seinna kom Erika heim og ég sagði henni strax sem var. Hún hringdi snarlega í móður sína og laug sig úr klípunni með því að segja að ég væri bara vitlaus útlendingur sem hefði bara misskilið hana svona rosalega. Mér finnst afar spaugilegt að fullorðið fólk megi ekki gista saman, en ég er líka skrítin.

Monday, November 07, 2005

Í dag lærði ég margt og mikið um mannát og reðurhylki. Ég fór í einhverja þá ógeðfelldustu kennslustund sem hingað til á mínum langa skólaferli. Þetta var samt allt afar áhugavert en kannski full mikið að taka þetta bæði fyrir í einum tíma. Við ákváðum nokkur að fara á bar eftir tíma til að jafna okkur. Þegar á barinn var komið föttuðum við að enginn ameríkani var með í för, heldur ég frá Íslandi, Ramona frá Austurríki, Slobodan frá Serbíu og Paola frá Líbanon. Við skemmtum okkur því konunlega við að gera grín að okkar ágætu gestgjöfum og ræða evrópska menningu.
Ég hef unnið stórsigur í baráttu minni við amerískt skrifræði, ég er loksins komin með Taxpayer númer. Vei vei. Af því tilefni ákvað Cingular farsímafyrirtækið mitt að loka á símann minn af óskilgreindum ástæðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér ekki enn tekist að kippa því í lag. Eftir sigur minn á skattinum er ég hins vegar tilbúin í hvað sem er og gefst ekki auðveldlega upp.
Ég hlakka annars mikið til teitis hjá Ragnheiði Helgu næsta föstudag og það er bara allt í full swing.

Friday, November 04, 2005

Úr pistli eftir Maureen Dowd í The New York Times frá 30. október:

Forty years after the dawn of feminism, the ideal of feminine beauty is more rigid and unnatural than ever.
When Gloria Steinem wrote that "all women are Bunnies," she did not mean it as a compliment; it was a feminist call to arms. Decades later, it's just an aesthetic fact, as more and more women embrace Botox and implants and stretch and protrude to extreme proportions to satisfy male desires. Now that technology is biology, all women can look like inflatable dolls. It's clear that American narcissism has trumped American feminism.

Tuesday, November 01, 2005

Í gær var ég í lyftu með norn. Á leiðinni heim var Obi-wan að passa neðanjarðarlestarvagninn minn ásamt einhverri persónu úr Matrix myndunum.
Skrifborðið mitt er fullt af drasli og þegar ég kom heim frá Íslandi/Danmörku biðu tvö leiðinleg bréf frá IRS um taxpayers númerið og ég þarf að fara þangað á morgun, vei.
Annars var afar fallegt veður í dag og ég fór í klippingu og litun í dag og ég er alveg svakalega sæt. Ég keypti líka úlpu þannig að mér verður ekki kalt þegar veturinn kemur.

Monday, October 24, 2005

Ég komst til Kolding eftir um 27 tíma ferðalag kl. 04 að dönskum tíma. Ég var mjög þreytt. Ég var frekar aðgerðalítil í dag, snæddi reyndar ljúffengan danskan morgunverð (og fór aftur að sofa), prófaði sundlaug hótelsins og labbaði niður í miðbæ Kolding. Þetta er mjög fallegur bær, allt ofboðslega hreint og fínt og ákkúrat miðað við Stóra eplið. Hér er mikið af gömlum húsum, öllum afar vel við haldið og eitt stykki kastali sem ég get vonandi skoðað. Ráðstefnan hófst í kvöld með kvöldverði sem var mjög góður og svo voru tveir kynningarfyrirlestrar. Ég held að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt, ég er búin að kynnast stelpu sem heitir Kate og er frá Suður-Afríku. Hún er í MA-námi í líffræði og verður með fyrirlestur hér og allt.
Annars bara til lukku með kvennafrídaginn.
Áfram stelpur!

Wednesday, October 19, 2005

Meðmæli vikunnar fá þrír nýjir geisladiskar
Marta Wainwright með samnefndan disk, skemmtileg snilld, góð lög og textar
Fiona Apple - Extraordinary Machine, þétt plata, reyndar er ég hrifnari að When tha Pawn en þessi er samt vel þessi virði að tjekka á
Feist - Let It Die, mögnuð

Þá er komið að phóbíu-getrauninni. Nauðsynlegt er að taka fram að sigurvegara fyrri getrauna mega ekki taka þátt aftur.
Orðið er Phasmophobia
It's not uncommon for small children to be phasmophobic, especially after having so many gruesome fairy tales read to them at bedtime.

Verðlaunin eru þau sömu og síðas, póstkort en kannski verður það frá Danmörku en ekki New York!

Monday, October 17, 2005

Í dag var mikið um að vera hjá nagdýrunum á Columbus Circle. Ég sá tvær rottur í þrautakóng og svo tvær pínulitlar mýs með stór eyru.
Annars ákvað ég að endurtaka leikin frá því að ég kom fyrst til New York og labba ofsalega rosaleg langt með ofboðslega mikið af þungu dóti. Ég byrjaði á að koma við í Coliseum Books og kaupa Catch 22 en þá bók hefur mig lengi langað að lesa. Að auki fékk ég aðstoð frá afar síðhærðum manni við að velja flugvélabók. Hann var svo klár að hann gat bent mér á sakamálareyfara sem gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna, ég er afar spennt að byrja að lesa en af einhverjum óþekktum ástæðum hef ég sérstaklega gaman að bókum sem gerast þar.
Svo villtist ég aðeins, beygði þegar ég átti alls ekkert að beygja og labbaði svo lengst upp á 5th Ave. til að fara í stóru H&M búðina þar. Þangða komst ég þó á endanum, ég ætlaði að kaupa skyrtu fyrir ráðstefnuna í Kolding en endaði á að kaupa sætan bol, hann verður bara að duga.
Jeff var svo indæll að setja upp gardínurar mínar og spegilinn í morgun þannig að nú get ég dregið fyrir og speglað mig að vild og ég er afar ánægð með það. Ég var líka að enda við að setja upp heimskort með dyggri aðstoð Eriku þannig að nú er bara orðið ansi fínt hjá mér.
Það var gott að gardínurnar komu upp í dag af því að í gærkvöldi sá ég konuna hinumegin bera að ofan (þau eru heldur ekki með gardínur), hún tók eftir mér og það var allt samans svona frekar vandræðalegt.

Sunday, October 16, 2005

Stór skref voru stigin í New York væðingu minni í gær og dag. Ég byrjaði laugardaginn á að fara í Ikea-ferð með Ragnheiði Helgu og vinkonu hennar Margréti. Margir fávísir einstaklingar spyrja sig eflaust hvað sé merkilegt við það að fara í Ikea. Hér fara ókeypis rútur frá miðri Manhattan til Ikea í Elisabeth New Jersey um helgar. Fólk mætir snemma enda röðin í rútuna löng. Við stöllur komumst með fyrstu rútu og eyddum bróðurparti dagsins í hinu sænska himnaríki. Við fengum okkur meira að segja kjötbollur á Ikea Restaurant, afar dannað allt saman. Þegar við vorum svo búnar að komast í gegnum völundarhúsið og finna of mikið af dóti sem við hreinlega urðum að eignast þurfti svo að koma öllu havaríinu heim. Þar sem ég hafði keypt stól, koll, pönnu, nokkra diska og ýmislegt fleira var það hægara sagt en gert. En eins og sannri víkingakonu sæmir kom ég öllu dótinu heim, í subway en ég er reyndar með hressilegar harðsperrur í dag.
Um kvöldið fór ég svo með Eriku niður til NoHo (það er rétt hjá SoHo) þar sem Jeff kærastinn hennar býr ásamt Colin vini sínum. Jeff þjáist af nokkuð undarlegri aðdáun af hinum ódauðu eða uppvakningum (e. Zombies). Það lá því beint við að við myndum spila Zombie spilið sem var æsispennandi og nokkuð í anda Hættuspils. Eftir margra klukkutíma spilamennsku fór ég með sigur af hólmi og því ber ég héðan í frá viðurnefnið, The Zombie Queen.
Þar sem það var orðið mjög áliðið þegar spilamennskunni lauk gistum við Erika bara. Um morguninn fórum við svo út að borða, fengum okkur brunch, enda lítið viðurværi að hafa í íbúðinni hjá strákunum.

Friday, October 14, 2005

Ísland er svo hip og kúl að það kemur meira að segja fyrir á hinni stórkostlegu síðu Overheard in New York sbr. eftirfarandi færsla

It's Oh So Quiet in Hanoi?
Guy #1: Yeah, Iceland has a small Southeast Asian population. Mostly Vietnamese.
Guy #2: Why?
Guy #1: I'm not sure.
Guy #2: Maybe Vietnam was an Icelandic colony.
Guy #1: I really doubt it, idiot.
--52nd & 6th

Annars er allt blautt að frétta héðan. Ég hamast við að greina bein og ég er bara orðin nokkuð flink þó vissulega sé enn langt í land.
Ég keypti föt á Ipóðann minn en þau eru glær.

Herbergið mitt er frekar kalt þessa dagana. Ofnarnir hér fara ekki í gang fyrren kuldinn úti fer niður í 55°F og undanfarið hefur það hangið í kringum 56° eða 57°F. Þegar ofninn fór svo í gang, fyrst kl. 8 að morgni ýlfraði hann óskaplega og ég hrökk upp af værum svefni. Ég fór niður og kvartaði við Mike húsvörð sem tók að venju ekkert mark á mér og hélt að ég væri móðursjúk, enda kona og get ekkert haft vit á svonalöguðu. Þegar ofninn ýlfraði í þriðja skipti og það kl. 7:20 að morgni var mér nóg boðið og ég heimtaði að hann kæmi og kíkti á þetta. Það gerði hann með seimingi. Í ljós kom að ég hafði rétt fyrir mér, lokinn á ofninum var eldgamall og Mike talaði fjálglega um hvað þessir gömlu lokar hefðu hátt. Svo skipti hann um og setti nýjan glansandi loka sem tók hann um það bil 5 mínútur.

Ég keypti mér geggjuð sólgleraugu í fyrradag sem er frekar asnalegt í ljósi þess að nú er haust og veturinn er alveg á næsta leiti en þau voru bara svo töff...

Tuesday, October 11, 2005

Ég sá löggu hestakerru í dag.

Monday, October 10, 2005



Ég er að borða grænt jógúrt. Það er með Key Lime bragði og er bara nokkuð gott, ég skil bara ekki afhverju það þarf að vera grænt, það er frekar ólystugt.
Annars hefur helgin verið ágæt, ég er búin að horfa á marga Six Feet Under þætti en þeir eru í algjöru uppáhaldi þessa dagana.
Ég fór í skoðunarferð um Harlem um helgina og það er rosalega fínt hverfi, kirkjur á hverju strái og svona. Það hellirigndi allan tíman en fína H&M regnhlífin mín sem ég keypti í Kaupmannahöfn á því herrans ári 2002 stóð sig eins og hetja. Ég borðaði djúpsteiktan kjúkling á vöfflu með sírópi sem er víst hefðbundin réttur sem maður á að fá sér þegar maður er á leiðinni heim eftir að hafa verið á djazz-klúbb alla nóttina. Ég sá líka eplið sem borgin er nefnd eftir, það er gamal djazz-staður þangað sem allir tónlistarmenn mættu til að finna vinnu eftir tónleikaferðalög. Í Harlem snýst allt um kirkjur, nema það sem snýst um djazz sem er ansi hreint magnað.
Við fórum líka á sýningu um Malcolm X og þar var æðisleg mynd af honum þar sem hann krýpur í mosku í Egyptalandi. Hann er í þessum hefðbundnu svötu jakkafötum en teppið í moskunni er rautt og fullt af ljósum, virkilega flott. Myndin er hér að ofan, því miður svart-hvít.

Thursday, October 06, 2005

Frétt á mbl.is Yfirvöldum í New York bárust hótanir um árásir á neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Þegar ég var að taka lestina heim frá Brooklyn var allt krökkt af löggum á þeirri fábrotnu stoppistöð Avenue H, þar stoppar bara ein lest. Þegar ég geng svo í gegnum alla Times Square lestarstöðina til að skipta um lestir sé ég ekki eina einustu....
Annars er kominn sigurvegari í phobíu-getrauninni, fröken Hjördís Eva Þórðardóttir og mun hún fá póstkort á allra næstu dögum. Næsta getraun verður einhverntímann seinna.
Afmælisdagurinn var bara góður. Ég kláraði plakatið um dýrabeinin frá Skriðuklaustri fyrir ráðstefnuna í Kolding að mestu. Um kvöldið fór ég svo út að borða með Eriku, Ragnheiði Helgu og Furu á franskan stað í East Village þar sem var spilaður lifandi jazz. Ég fékk mér nautakjöt sem var rosalega gott og Créme Brullé í eftirrétt sem var alveg hreint guðdómlegt. Ragnheiður gaf mér phobíu kort sem eru mjög skemmtileg og ég ætla að byrja með fóbíu-getraun, sjá nánar síðar. Fura gaf mér bókina NYC Free & Dirt Cheap, sem er algjör snilld og ég er þegar búin að læra ýmislegt gagnlegt af henni.
Í morgun kom svo ipod-inn frá pabba, hann er í hleðslu núna og ég er alveg að deyja ég er svo spennt að fara að nota hann.
Enn og aftur vil ég þakka fyrir þau símtöl og kveðjur sem mér bárust í gær.

Phobia-getraunin
Hvað er kakorraphiophobia?
Hér er smá vísbending:
Tom was a prized employee at the noodle factory, but he was kakorraphiophobic, so it was hard for him to take satisfaction in his work.
Það er bannað að nota orðabók eða netið, hér er það heilinn sem gildir.
Í verðlaun er 1 stk New York póstkort frá mér!

Wednesday, October 05, 2005

Spurt hefur verið um netfang mitt það er eftirfarandi albinap hjá gmail.com
Ég var að prófa nýja flotta fjólubláa augnblýnatinn sem ég keypti í Míssha sem er frábær og flott en ódýr snyrtuvörubúð og ég er bara rosalega fín.
Þá er ég orðin 23 ára. Ég er búin að fá einn pakka, frá Stefáni, hins stórgóðu kvikmynd Sideways. Í kvöld ætla ég svo út að borða einhversstaðar í East Village.
Ég vil líka nota þetta tækifæri til að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem mér hafa borist hingað til.
Annars er ég að reyna að taka til á skrifborðinu mínu sem er fullt af alls konar pappír. Það gengur illa.

Monday, October 03, 2005

Ég fór í Bed, Bath & Beyond og keypti rúmteppi sem er alveg í stíl við allt í herberginu mínu fyrir $10 það finnst mér ansi góð kaup. Skrúfurnar fyrir Ikea kommóðuna mína ætti að koma hvað úr hverju og þegar ég verð búin að setja hana saman verður þetta orðið ansi hreint fínt hjá mér. Í BB&B fann ég líka loksins vasa-tissjú á viðráðanlegu verði, pakka með 15 minni pökkum á $1.99. Svona virðist vera afar erfitt að fá hér, líklega af því að það þykir mjög ófínt að snýta sér á almannafæri hér.

Thursday, September 29, 2005

Ég gat keypt SIM-kort sem virkar í flotta, sæta, æðislega Nokia símanum mínum. Vei, ég vissi að það væri hægt. Þeir sem hafa áhuga á að fá númerið og/eða heimilsifangið mitt eða vilja bara spjalla geta sent mér emil.

Wednesday, September 28, 2005

Ég sá þrjár rottur í gær á Columbus Circle og ég er með moskítóbit á framhandleggnum sem er um 7 cm í þvermál, frekar óþægilegt.
Það er glampandi sól úti.

Monday, September 26, 2005

Vaka var víst að klukka mig og ég þarf að segja sannleikan fimm sinnum! Svakalegt

1. Mér finnst æðislega gaman í nýja skólanum.
2. Ég bíð spennt eftir að fá Stefán, mömmu, pabba, Vöku, Hjördísi, Hildi, ömmu og afa og bara sem flesta aðra í heimsókn til mín hingað út.
3. Ég hef borðað sushi mjög oft síðan ég flutti hingað út.
4. Ég fæ stundum heimþrá.
5. Ég les enn mest íslenska vefmiðla til að fylgjast með fréttum.
6. Ég er ekki enn búin að fara á ekta New York djamm, sham on me.

Afsakið að þetta eru frekar óspennandi sannleikskorn.

Vaka spurði víst líka um daginn hvað Blackberry væri. Það er svona gadget sem er bæði farsími og getur farið á netið. Það fylgist með tölvupóstinum manns og allt fína buisness-fólkið í NY og eflaust víðar verður að eiga svoleiðis, annars er maður ekki mikilvægur.
Það er afar athyglisvert að skoða hina íslensku vefmiðla í dag. Á ruv.is eru nánast allar innlendu fréttirnar um Baugsmálið, á visir.is er það líka í aðalhlutverki en á mbl.is er ein frétt um málið á forsíðu. Af hverju ætli það sé?
Hvernig væri að fræðimenn færu að fjalla um þennan farsa s.s. sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskiptafræðingar frá sjónarhóli fræðanna, eitthvað aðeins hlutlausara og markvissara en þessi ruglingslegi fréttaflutningur.

Sunday, September 25, 2005


Ég fór í skemmtilega skoðunarferð um helgina. Fór aðallega til Brooklyn, borðaði gott súkkulaði og pizzu. Þessi mynd er tekin á bryggjunni við The River Cafe sem er á oddanum á Brooklyn, milli Brooklyn Bridge og Manhattan Bridge. Í bakgrunninn má sjá neðsta hluta Manhattan. Við hliðina á mér er hin franska Florence svo Carmen og síðast Victoria dóttir hennar en myndina tók Bénédicte. Ég mun líklega blogga meira um þennan ágæta dag síðar en nú verð ég að halda áfram að lesa.
Glöggir lesendur munu taka eftir því að ég er ekki minnsta manneskjan á þessari mynd.

Thursday, September 22, 2005

Ég á ekki GSM síma, ekki ipod, ekki P2P og ekki BlackBerry. Hér eru allir með einhverskonar "gadget" með sér í subway og ég er afbrýðissöm. Ég þarf að fara að fá mér gemsa, treysti mér bara ekki til að læra eitt enn hundraðstafa símanúmer.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Ég á ekki GSM síma, ekki ipod, ekki P2P og ekki BlackBerry. Hér eru allir með einhverskonar "gadget" með sér í subway og ég er afbrýðissöm. Ég þarf að fara að fá mér gemsa, treysti mér bara ekki til að læra eitt enn hundraðstafa símanúmer.
Hér er farið að hausta, það er aðeins farið að kólna og laufin hrynja af trjánum í tonnatali og það eru skólabílar út um allt.
Ég er byrjuð að greina bein og gengur vel. Annars er lítið að frétta. Ég er að fara í skoðunarferð um NY á laugardaginn og er bara nokkuð spennt.

Wednesday, September 14, 2005

Ég virðist þurfa að fá mér spam-vörn á athugasemdirnar, sbr. skemmtilega athugasemd frá honum Jeremy Jackson vini mínum á þriðjudaginn.
Í dag hafa orðið mikil tíðindi, ég er komin með fúnksjónerandi rúm og það þykir mér gleðilegt. Loksins stóð Ikea hið illa við sitt og kom með nýtt rúm handa mér. Í ljós kom að nýja og ógallaða rúmið var mjög frábrugðið því gamla gallaða hvað samsetningu varðar þannig að ég hafði rétt fyrir mér, gamla rúmið var gallað.
Jeff kærastinn hennar Eriku var svo vænn að hjálpa mér að setja það saman, sem var ótrúleg fórnfýsi þegar haft er í huga að loftrakinn hér í dag var í kringum 70-85%. Ég svitnaði við að anda sem er afar óskemmtilegt. Minnugir lesendur hugsa kannski til dagsins þegar ég fékk Ikea húsgögnin mín upphaflega, miðvikudaginn 31. ágúst en þá var einmitt líka óbærilega rakt. Það virðist vera eitthvað í gangi milli mín, Ikea, miðvikudaga og loftraka, allar skýringar eru vel þegnar. Nú er sem sagt búið að setja rúmið saman og dýnuna í og allt voðalega fínt. Þá kemur í ljós að herbergið mitt er tómt. Það er svo stórt að nú þegar ég er ekki lengur með "tvö rúm" þá er gasalega tómlegt. Annars hafa námslegar framfarir verið með minnsta móti í dag og er það miður.

Tuesday, September 13, 2005

Ég er nýkomin heim af mögnuðum Sigur Rósar tónleikum í Beacon Theater í New York, það er sko alvöru. Ég fór með Ragnheiði Helgu sem var í X-bekknum í MR og með mér í leikfimibekk í 6. bekk. Hún er að læra tölfræði í Columbia, það er ansi magnað.
Tónleikarnir voru magnaðir, öll umgjörð hin fegursta og tónlistin ólýsanlega áhrifamikil. Amina hitaði upp og var ansi mögnuð, þær stöllur spiluðu meðal annars á vatnsglös og stóra sög og það hljómaði bara vel.
Sigur Rós byrjaði á tveimur lögum af Ágætis byrjun sem mér þótti sérstaklega gaman, þeir tóku svo nokkur lög af () og ef mér skjöplast eigi nokkur af nýútkominni plötu sem ég þarf að eignast hið fyrsta.
Bókin sem ég þarf að lesa fyrir hádegi á morgun er loksins komin þannig að ekki er ég að fara að sofa.
Það gerðist annars margt markvert í dag, það var fyrsti dagurinn minn á rannsóknarstofunni, ég byrjaði bara á að þvo bein sem ég á svo að rembast við að greina á miðvikudaginn.
Þegar ég var að koma heim af tónleikunum sá ég sófa úti á gangstétt rétt hjá húsinu okkar. Við Erika fórum og náðum í hann og bráðum munum við eiga tvo sófa því við erum nýbúnar að panta einn á kmart.com. Það er í raun ansi magnaður Martha Stewart sófi. Það þykir víst mjög NY að hirða drasl af gangstéttunum og í flestum þeim íbúðum sem ég hef komið inn í hér er um 30-60% allra húsgagna fengin þannig og restin af craigslist.com.
Nú ætla ég að fara að læra.
Annars voru Soffía og Einar að biðja mig að passa húsið og aðallega dýrin á meðan þau skreppa á Klakan lok vikunnar og auðvitað sagði ég já því sannast sagna var ég farin að sakna litlu hárboltanna.

Friday, September 09, 2005

Ég sá tvær rottur í gær. Eina dauða, líklega raflost frá neðanjarðarlestarteinunum og eina lifandi sem mér sýndist vera að éta málningu. Verði henni af því segi ég bara.
Ég mætti í annan tíman í dýrabeinafornleifafræði í dag. Hann var mjög skemmtilegur fyrir utan það að við eigum að kaupa lesefni upp á rúmlega 500 bls, prentað báðu megin að sjálfsögðu, og svo kemur annar pakki í byrjun október, er ég ekki heppin?
Annars fór ég á nett fyllerí í kvöld með Kimberley og Konrad. Það var gaman. Fyrst ætluðum við að fá okkur að borða en það eru mjög fáir matsölustaðir í nágrenni Brooklyn College og engir sem selja líka bjór. Við löbbuðum í svona 45 mín og enduðum á bar þar sem við drukkum nokkra bjóra og það var bara mjög gaman. Það tók svo um 2 klst að komast heim sem var ekki alveg jafn gaman.

Friday, September 02, 2005

Myndir úr íbúðinni minni. Það er ennþá svolítið drasl þar sem ég hef ekki getað klárað þetta rúmvandamál og að setja saman kommóðuna en samt rosalegt!

Einn af ÞREMUR rúmgóðum fataskápum sem ég hef útaf fyrir mig.

Þarna sést ég vera að taka myndina, en sniðugt.

Litla sæta klósettið mitt sem ég hef alveg útaf fyrir mig.



Herbergið mitt með svakalegu útsýni og drasli.

Ég nenni ekki meiru í bili, kannski fleiri myndir seinna. Núna ætla ég að fara að lesa bók sem ég er með í láni frá Eriku sem elskar bækur, hún er ansi ágæt (bæði bókin og Erika).
Ég er búin að sofa í íbúðinni í tvær nætur og hefur það verið ágætt. Miðvikudagurinn var nokkuð erfiður enda var hann sérlega heitur og það sem verra var, rakur þar sem leifar fellibylsins Katrínar voru að gera okkur New York búum (ha ha já ég er NY-búi, ekki þið ligga lá) óleik. Að sjálfsögðu valdi ég þennan dag til að flytja frá þeim ágætu hjónum Einari og Soffíu í New Jersey þar sem ég hafði dvalist í góðu yfirlæti. Einhvern veginn tókst dótinu mínu að margfaldast töluvert á meðan á dvölinni þar stóð en sem betur fer gat Einar keyrt mig á jeppanum svo þetta komst allt fyrir (þegar búið var að leggja niður aftursætin!). Svo þurfti að koma öllu dótinu upp í íbúð, þetta var ein smekkfull lyfta. Þar sem það er engin loftkæling hér var ansi heitt. Ég byrjaði á að þrífa og fljótlega þrufti ég að fækka fötum vegna óbærilegs hita. Dótið frá Ikea kom svo rúmlega tvö og þá fyrst hófst gamanið. Mér tókst að setja saman náttborðið, hilluna og skrifborðið með einugnis Ikea sexkant og vasahnífinn minn að vopni þar sem ég átti ekki skrúfjárn. Ég mæli ekki með þessari aðferð, mér er enn illt í hægri höndinni eftir allar skrúfurnar. Þegar kom að kommóðunni versnaði í því þar sem gleymst hafði að setja allar skrúfur og þessháttar í pakkann og hún liggur enn ósamsett á gólfinu hjá mér. Rúmið er líka eitthvað að stríða mér, á teikningunni eru einhver göt sem eru of lítil í raunveruleikanum til þess að það sem þarf að komast í götin komist þar inn en svo eru önnur göt of stór. Ég hef þess vegna þurft að hafa dýnuna á gólfinu og sofið á henni þar, frekar pirrandi svona en sem betur fer er herbergið stórt svo það er nóg pláss. Ég er búin að tæma tvær töskur en þarf að kaupa fleiri herðatré og setja saman kommóðuna til að klára þá þriðju.
Annars get ég sagt það í óspurðum fréttum að hálsmenið sem ég fékk frá þeim Vöku, Hjördísi og Írisi í útskriftargjöf hefur vakið mikla lukku hér úti. Ég notaði það í fyrsta skipti hér á miðvikudaginn og þá sagði afgreiðslustúlka á Starbucks að það væri flott og stelpa sem er með mér í tíma.
Ég nenni ekki að skrifa meir en á morgun verð ég líklega komin með síma en númerið er 1-917-521-0648 og fólki er frjálst að hringja (muniði bara að ég er 4 klst á eftir Íslandi, bannað að hringja fyrir kl. 13 að íslenskum tíma!). Annars er ég líka á Skype sem er alveg fríkeypis.

Sunday, August 28, 2005

Farið var í mikla innkaupaferð í Ikea í gær. Þar eyddi ég tæpum 1200$ og fyrir það fékk full size rúm og dýnu, náttborð og þriggja skúffu kommóðu úr Malm-línunni. Jonas skrifborð, skrifborðsstól, bókahillu, spegil, fullt af herðatrjám, ruslafötu á bað og fyrir bréfarusl, tvo klósettbursta, þrjá ramma, sprittkerti, geymslukassa og eitthvað fleira sem ég man ekki í bili. Það fannst mér ansi hreint góð kaup.
Hundurinn er eitthvað að tryllast svo ég verða að hætta í bili.

Friday, August 26, 2005

Við Erika vorum að fá afhenta lyklana að íbúðinni, ég var búin að gleyma hvað hún er æðislega fín! Ég var líka að hringja í Con Edison sem sér um rafmagnið og gasið og aldrei þessu vant var ekki vandamál að ég er ekki með social security number.
Annars fór ég á þá fjandans skrifstofu í gær, beið í klukkutíma í röð til að fá bréf sem sagði að ég gæti ekki fengið ssn. Ég hefði getað öskrað.
Ég er orðin ansi spennt að byrja í skólanum og fá eitthvað alvöru að gera, mér er farið að leiðast að hafa ekkert svona varanlegt viðfangsefni.
Við Erika köstuðum upp á hver fengi herbergið með baðinu og ég valdi tails sem kom upp. Þannig að ég fékk herbergið sem er 4 tommum breiðara, með 3 gluggum með útsýni og litlu klósetti, ekkert smá heppin.
Eitt var ég að uppgötva og það er að hún Erika er með svakalega krullað hár og stóra fætur alveg eins og góðvinkonur mínar þær Hjördís og Vaka. Ég virðist sækja í þetta krullhærða lið sem verður að teljast nokkuð undarlegt.....

Tuesday, August 23, 2005

Þá er maður bara komin með rosalega íbúð í New York. Hún er á 205 Pinehurst Avenue sem er í Hudson Heigths hverfinu á norðurhluta Manhattan. Svefnherbergin eru risastór, það er uppþvottavél í fullri stærð og þvottahús í kjallara hússins. Íbúðin er á 4. hæð og með flottu útsýni úr öðru svefnherberginu. Nú þarf ég aftur að kaupa allt nýtt í íbúð s.s. rúm, bókahillur, sófa og svo framvegis.
Ég er líka búin að opna bankareikning og er komin með amerískt debetkort og eitt stykki ávísianahefti. Ég er líka búin að fá þakkarbréf frá bankanum fyrir að hafa byrjað í viðskiptum við þá. Frekar merkilegt mál. Annars er bankamaðurinn minn hörkumyndalegur, hann heitir Burak og er upprunalega frá Tyrklandi, hann er voðalega indæll.
Annars er ég búin að lenda í ýmsu skemmtilegu síðan ég bloggaði seinast. Á föstudaginn lenti ég í ekta New York rigningu, það var hellidemba og ég varð blaut upp að hnjám þó að ég væri með regnhlíf. Þar sem ég var að fara á kynningu fyrir alþjóðlega stúdenta kom ég við í Lord & Taylor og fékk þar bara eitt stykki málningu alveg fríkeypis. Það var gaman.
Í gær fengum við Erika okkur sushi í hádeginu og það var æðislegt, það var á stað sem er rétt hjá íbúðinni okkar, ég ætla oft þangað. Við skoðuðum fjórar íbúðir og sú sem við leigðum var lang lang best og stærst og flottust. Hverfið er afar heimilislegt, gamalt fólk sitjandi á stólum úti á stétt og fullt af krökkum. Það er a.m.k. tveir garðar í næsta nágrenni og neðanjarðarlestin er líka rétt hjá. Seinnipartinn fórum við Erika svo niður í bæ og hittum vinkonu hennar Amber í Sephora sem er geggjuð snyrtivörubúð fyrir þá sem ekki þekkja það. Við fíbbluðumst og máluðum okkur asnalega en svo fínt. Ég keypti bara einn hlut, hvítan trélit til að lita neglur hvítar og hann virkar þokkalega.

Thursday, August 18, 2005

Þá er ég búin að vera tæpan sólarhring hér í USA. Nú þegar hefur ýmislegt á daga mína drifið, ég er flækt í skriffinsku frumskógi, búin að sjá löggu á hesti og kaupa nýju Harry Potter bókina.
Ég er nú í góðu yfirlæti hjá ættingjum Eyju konu Agna bróður pabba. Þau búa í rúmgóðu húsi með sundlaug í Clifton New Jersey og héðan er ekki nema svona 30-45 mín rútferð niður á Manhattan. Ég hélt af stað í morgun léttklædd enda veðrið gott en eins og góðum Íslending sæmir þá tók ég með mér jakka. Það var alveg óþarfi, það var enginn annar í jakka og verðið er búið að vera eins í allan dag! Hér er víst gott veður fram í svona október en þá verður kaldara. Ég á ekki nóg af sumarfötum fyrir þetta. Hér eru allar konur í táslusandölum og pilsum og ég kom bara með eitt pils með mér og það er svart!
Ég fór inn í sérverslun með hárvörur þar sem hægt var að kaupa risastóra brúsa af Tony & Guy sjampói og hárnæringu saman á tæpa 20$ dollara. Það finnst mér mjög ódýrt.
Ég er líka búin að tala við væntanlegan meðleigjanda minn í síman og hún virðist vera ágæt.

Saturday, August 13, 2005

Daddaraddaadddaaa
Nú þarf ég ekki að ganga með gleraugu lengur, vei vei. Ég er með 100% sjón á báðum augum vei vei. Hins vegar þarf ég að fara ómáluð til The Big Apple þar sem ég má ekki nota augnafarða í viku eftir aðgerðina. Hvað ætli maður þurfi að nota mikinn kinnalit til að bæta upp fyrir ómáluð augu?
Annars er það helst í fréttum að ég fann eitthvað silfurdót í uppgreftrinum á miðvikudaginn, ég held ég sé nú barasta Finni sumarsins.
Framundan um helgina er að klára að tæma íbúðina, ég nenni því ekki og byrja að pakka niður fyrir ferðina miklu. Það verður erfitt. Bara tvær stórar töskur, ég er strax komin með valkvíða á háu stigi.

Friday, July 29, 2005

Ég fann annað brot úr altarissteininum sem ég fann í fyrra. Ég er ekki komin með íbúð í NY en kannski komin með herbergisfélaga sem heitir Erika og er frá Texas og er líka í CUNY. Ég verð í bænum um helgina. Fer að verða seinasti séns að hitt á mig áður en ég fer til The Big Apple.
Ég fann líka flott kertahald úr bronsi í dag og það er brjálað að gera því það er svo mikið af ferðafólki sem kemur að skoða uppgröftinn.
Við héldum grillveislu í gær í Vallaskógi sem er rosalega flottur. Við borðuðum birki og blóðbergskryddað lambalæri, drukkum bjór og sungum lög við eld. Ég var í nýju flottu lopapeysunni minni og hafði það gott.

Wednesday, July 20, 2005

Vondar fréttir og góðar fréttir.
Það er búið að skipa karl í stað einu konunnar í Hæstarétti Bandaríkjann, ekki alveg nógu gott.

og góð frétt
Af mbl.is Erlent mbl.is 20.7.2005 17:04
Fyrsta konan ráðin stjórnandi stórrar sinfóníuhljómsveitar
Fyrsta konan hefur verið ráðin aðalstjórnandi stórrar bandarískrar sinfóníuhljómsveitar þrátt fyrir mikla andstöðu hljóðfæraleikaranna. Stjórn sinfóníuhljómsveitarinnar í Baltimore samþykkti á fundi sínum í dag, með miklum meirihluta atkvæða, að ráða Marin Alsop sem aðalstjórnanda sinfóníunnar, að því er fram kemur í frétt BBC.
Hljóðfæraleikararnir tóku fréttunum með þögn en þeir voru á æfingu þegar tilkynnt var um ráðninguna.
Alsop er nú aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Bournemouth í Bretlandi. Ráðning hennar sem stjórnanda einnar virtustu sinfóníuhljómsveitar í heimi þykir marka tímamót því fram að þessu hafa einungis karlmenn gegnt slíkum stöðum.
Þegar ljóst var að hún yrði ráðin sendu hljóðfæraleikararnir frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að „mikill meirihluti“ þeirra vildi að áfram yrði leitað að öðrum stjórnanda.
Yuri Temirkanov er núverandi stjórnandi sinfóníunnar í Baltimore en hann lætur af störfum eftir tímabilið 2006-2007.

Annars er ég kannski búin að fnna mér íbúð, upplýsingar má finna á nýja ameríska blogginu mínu albinany.blogspot.com.

Monday, July 18, 2005

Það rigndi í dag. Ég er loksins komin með nýjan hringitón í símann minn, Son of a Preacherman, það var svona það skásta sem ég fann, ekki gott úrval. Lögin eru annað hvort rosalega leiðinleg eða koma hræðilega ill út sem hringitónar.
Ég hef miklar áhyggjur íbúðamálum í New York. Lín úthlutar mér alveg heilum 1565$ á mánuði til að lifa á í New York þar sem er afar erfitt að fá þokkalega íbúð fyrir minna en 1000$ á mánuði jafnvel þó maður leigi með einhverjum, gott gott.

Saturday, July 02, 2005

Ég var að sjá frétt á ruv.is um könnun Gallup um afstöðu til erfðabreyttra matvæla. Ég tók þátt í henni. Vei, ég er fræg nema að þetta var nafnlaust. Alltaf er maður að tapa.
Ég gleymdi líka að segja áðan að það lak aftur skolp í kjallaranum af því að það var ekki búið að gera við eftir fyrri lekan. Jibbí.
Vill einhver hjálpa mér að velja hringitón á síman minn? Úrvalið er of mikið og allar uppástungur eru vel þegnar.
Annars er það helst í fréttum að ég var að klára að lesa bók um lífið fátækrahverfum Glasgow sem heitir Finding Peggy eftir Meg Henderson. Skemmtileg og fróðleg bók og mér fannst fyndið að ekki bara er minnst á fornleifafræði í henni, heldur líka á Rowardennan þar sem ég dvaldist nýverið í Skotlandi heldur kemur Ísland líka fyrir. Svona eru bækur nú oft skemmtilegar.
Ég kláraði líka Skugga-Baldur eftir Sjón í morgun. Mæli með henni við alla sem hafa gaman af góðum og skrítnum bókum. Bókin er mjög stutt og sagan einföld en kemur samt á óvart og opnar nýjan heim. Já bækur eru góðar.

Wednesday, June 29, 2005

Ég á góða, gáfaða og skemmtilega mömmu. Hún var frábær að undirbúa veisluna, hjálpa mér að velja kjól og gaf mér flugmiða til og frá New York í gjöf.

Ég er enn með kvef sem lýsir sér í heiftarlegu nefrennsli, slappleika og hálssærindum. Læking óskast.
Ég fann tvo flotta steina í gær, einn skærgrænan og annan ljósbrúnan með rauðri og gulri rönd. Í dag fann ég fyrsta bronsið mitt í sumar sem var reyndar mjög lítið og fyrsta naglann minn í sumar sem virtist reyndar vera frekar nýlegur.

Monday, June 27, 2005

Þá er ég búin að útskrifast úr Háskóla Íslands með BA-próf í fornleifafræði. Það er gott og gaman. Ég hélt stóra veislu hjá pabba sem lukkaðist ljómandi vel og ég fékk marga fallega pakka. Stefán gaf mér fallegt hálsmen úr Aurum, amma og afi gáfu mér tvær stórar ferðatöskur, pabbi og Lára gáfu mér heimaprjónaða lopapeysu, sokka, vettlinga og húfu og gúmmískó. Ég fékk líka margt annað fallegt.
Nú er ég komin austur á Skriðuklaustur sem er bara alveg ágætt. Svo fer ég út til New York City strax 17. ágúst, spennó spennó.

Tuesday, June 21, 2005

Þá er kona bara komin heim frá Skotlandi, útbitin og með smá lit. Á meðan ég var úti fékk ég styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgúlfsdóttur. Ég gat ekki mætt á athöfnina þannig að mamma og pabbi gerðu það fyrir mig. Svo er ég barasta að fara að útskrifast um næstu helgi. Það verður rosa partý. Ég er búin að kaupa kjól, svaka ódýran og fínan og ætla að endurnýta skó. Annars er ég bara spennt að fara austur í afslöppun, bara vinna og engar áhyggjur.

Tuesday, May 31, 2005

Áskorun frá Feministafélagi Íslands til Samtaka atvinnulífsins.

Fyrir okkur konur sem erum fyrir löngu búnar að gera okkur grein fyrirað íslenskir atvinnurekendur meta okkur til verðmæta fyrst og fremsteftir því af hvaða kyni við erum kemur umræðan síðustu daga okkurspánskt fyrir sjónir. Skv. upplýsingum um launamuninn eru konur með 62%af launum karla skv. skattframtali sem þýðir að KARLAR ERU MEÐ 67% HÆRRILAUN EN KONUR. Hinn raunverulegi launamunur hverfur í skuggann fyrirumfjöllun um leiðréttan launamun sem sýnir hvernig hlutirnir gætu veriðef konur væru eins og karlar!!!

Í ljósi þess langar okkur að spyrja: Af hverju halda Samtök atvinnulífsins að launamunur kynjanna stafi?Á launamunur kynjanna á Íslandi sér eðlilegar "skýringar" að matiframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins?

Feministafélag Íslands skorar á Samtök Atvinnulífsins að gera könnun áviðhorfi stjórnenda á Íslandi til kvenna annars vegar og karla hinsvegar. Við skorum á Samtök atvinnulífsins að gera könnun á því hvort skiptimeira máli við aðgang að betur launuðum störfum - kynjabreytan eðahæfileikar viðkomandi einstaklings. Að síðustu skorum við á Samtökatvinnulífsins að gera könnun á viðhorfi starfsfólks ráðningarfyrirtækjatil kvenna annars vegar og karla hins vegar. Það er ekki vanþörf á að íslenskir atvinnurekendur og samfélagið allthorfist í augu við raunveruleikann í þessu máli. Konum á Íslandi erugreidd mun lægri laun en körlum.

Það er staðreynd sem ekki verðurumdeilt. Sú viðleitni að leita sífellt "eðlilegra skýringa" á þeirristaðreynd er einhver mesta niðurlæging sem íslenskar konur hafa þurft aðhorfast í augu við í jafnréttisbaráttunni. Það er ekkert "eðlilegt" viðþað að aðgangur kvenna að góðum stöðum sé mun verri en karla. Það erekkert eðlilegt við það að strax að loknu háskólanámi, áður eneinstaklingarnir hafa fengið tækifæri til að sanna sig á íslenskumvinnumarkaði er framlag ungra karla mun eftirsóknarverðara en kvenna.Þannig er staðan í dag.

Monday, May 30, 2005

Þá er ég loksins búin með BA-ritgerðina mína. Forsíðan er fjólublá og ritgerðin heitir Segðu mér sögu af seli: Fornleifafræðileg úttekt á íslenskum seljum. Hún er mjög falleg en hvað Orra og leiðbeinandanum finnst um innihaldið er óvíst og ég er ekki sérlega bjartsýn. Það var allt á móti mér í dag þegar ég var að reyna að skila ritgerðinni. Fyrstu mistökin voru að fara í Háskólafjölritun. Þar voru nokkrar aðrar stúlkur í sömu erindagjörðum og ég og allt gekk á hraða snigilsins. Þegar það kom í ljós að heftivélin var biluð ákvað ég að leita annað. Fyrsti staðurinn sem ég fór á gat ekki gert þetta í dag. Hinn staðurinn var ekki með réttu tækin en maðurinn þar var svo vænn að hringja fyrir mig og finna stað sem gat gert þetta fyrir mig. Hið heppna fyrirtæki var Samskipti í Síðumúla. Þar tók þetta allt saman tæpan klukkutíma sem mér finnst bara nokkuð gott.

Annað er helst í fréttum að ég hef lokið miðstigi í söng sem samsvara gamla 5. stigi. Ég fékk 8,3 á prófinu og er bara nokkuð sátt. Ég fékk fullt fyrir söngæfingarnar og tvö lög og hátt fyrir önnur tvö. Fyrir þau tvö lög sem ég var hvað öruggust með fékk ég hins vegar lægra. Væntanlega hef ég ekki verið að einbeita mér jafn mikið þar enda verið góð með mig þar. Fyrir óundirbúinn nótnalestur fékk ég 5 af 10 sem var mjög rausnarlegt sérstaklega þegar haft er í huga að ég gerði svona 4 nótur rétt.

Ég er svo að fara til Skotlands á föstudaginn. Það verður gaman. Ég ætla á System of a Down tónleika og gera alls konar skemmtilegt. Aðal verkefnið er að taka þátt í endurbyggingu skosks sels við Loch Lommond vatn. Verst að ég var ekki búin að því áður en ég skilaði ritgerðinni.
Þá er ég loksins búin með BA-ritgerðina mína. Forsíðan er fjólublá og ritgerðin heitir Segðu mér sögu af seli: Fornleifafræðileg úttekt á íslenskum seljum. Hún er mjög falleg en hvað Orra og leiðbeinandanum finnst um innihaldið er óvíst og ég er ekki sérlega bjartsýn. Það var allt á móti mér í dag þegar ég var að reyna að skila ritgerðinni. Fyrstu mistökin voru að fara í Háskólafjölritun. Þar voru nokkrar aðrar stúlkur í sömu erindagjörðum og ég og allt gekk á hraða snigilsins. Þegar það kom í ljós að heftivélin var biluð ákvað ég að leita annað. Fyrsti staðurinn sem ég fór á gat ekki gert þetta í dag. Hinn staðurinn var ekki með réttu tækin en maðurinn þar var svo vænn að hringja fyrir mig og finna stað sem gat gert þetta fyrir mig. Hið heppna fyrirtæki var Samskipti í Síðumúla. Þar tók þetta allt saman tæpan klukkutíma sem mér finnst bara nokkuð gott.

Annað er helst í fréttum að ég hef lokið miðstigi í söng sem samsvara gamla 5. stigi. Ég fékk 8,3 á prófinu og er bara nokkuð sátt. Ég fékk fullt fyrir söngæfingarnar og tvö lög og hátt fyrir önnur tvö. Fyrir þau tvö lög sem ég var hvað öruggust með fékk ég hins vegar lægra. Væntanlega hef ég ekki verið að einbeita mér jafn mikið þar enda verið góð með mig þar. Fyrir óundirbúinn nótnalestur fékk ég 5 af 10 sem var mjög rausnarlegt sérstaklega þegar haft er í huga að ég gerði svona 4 nótur rétt.

Ég er svo að fara til Skotlands á föstudaginn. Það verður gaman. Ég ætla á System of a Down tónleika og gera alls konar skemmtilegt. Aðal verkefnið er að taka þátt í endurbyggingu skosks sels við Loch Lommond vatn. Verst að ég var ekki búin að því áður en ég skilaði ritgerðinni.

Friday, May 27, 2005

Ég slysaðist til að horfa í Boston Legal á Skjá 1 í gær. Þetta er frekar leiðinlegur þáttur og með þeim kvenfjandsamlegri sem ég hef séð lengi. Aðalhetjan er frekar venjulega útlítandi maður sem á að vera rosalega klár lögfræðingur. Nokkrir kvenlögfræðingar eru líka í þættinum, þær eru allar mjög fallegar, óaðfinnanlega greiddar, málaðar og klæddar öllum stundum. Að auki eru þær með clivinn í botn við öll tilefni og mér finnst ósennilegt að lögfræðingar klæði sig svona í vinnunni dags daglega.
Nú í þessum þætti sem ég horfði á kvartaði ritari aðalhetjunnar undan kynferðislegri áreitni af hans hálfu. Áreitnin var afar svæsin, hann gaf peysum ritarans einkunn, talaði stanslaust um fagurt vaxtarlag hennar og lýsti fyrir henni kynferðislegum draumum sínum um hana. Þetta fannst ritaranum skiljanlega óþægilegt. Þegar hún kvartar er vel tekið í það og rætt við aðalhetjuna. Hann svara því til að hann láti alla kvenkyns undirmenn sína undirrita plagg þess efnis að þær muni ekki kæra hann fyrir kynferðislega áreitni enda geti hann alls ekki hamið sig í návist fagurra kvenna. Þetta fannst mér afar hæpið og heimskulegt, eru karlmenn dýr sem geta ekki hamið sig þegar kemur að kynferðislegum efnum?
Í þættinum var einn kvenlögfræðingurinn rekinn. Ég gat ekki betur séð en að ein af aðalástæðunum fyrir því væri að hún hafði sofið hjá einum meðeigenda lögfræðistofunnar fyrir meira en ári og síðar hafi hún sofið hjá aðalhetjunni. Að hvaða leiti þetta gerði hana óhæfa til að sinna starfi sínu skyldi ég ekki. Frekar hefði átt að reka karlana tvo sem báðir voru hærra settir en hún.
Þetta er ekki góður þáttur.

Monday, May 23, 2005

Hér á eftir fer afar merkileg grein úr The Guardian. Maður er alveg að sjá þessa þróun í íslenskum fjölmiðlum. Blöð eins og Birta, Vamm, Orðlaus og allt það sem eru ekki um neitt nema föt, tísku og frægt fólk. Höfum við virkilega ekkert merkilegra að segja? Hafa konur bara áhuga á sögum um fólk sem missir ástvini sína, sigrast á erfiðum sjúkdómum eða missir nokkur kíló? Erum við kynslóð án hugsjóna? Erum við búin að gefa vonina um betri heim upp á bátinn? Stundum finnst mér það og það er mjög sorgleg tilhugsun.

Too funny for our own good

A media diet of shopping and shagging is making us stupid, says Yvonne Roberts

Monday May 23, 2005
The Guardian

In the 1970s, the most common complaint about feminists was that when humour was being doled out, somebody else received their ration. They just couldn't see the joke. It was all struggle, struggle, struggle.
Several decades later and inequality in society is even more marked: the value placed on caring continues to be stuck at rock bottom; the objectification of women is wholeheartedly endorsed by the advertising industry, television and almost all women's magazines; a young female graduate in the same job earns considerably less than her male peer for no reason other than her gender; and the easiest crime to get away with is serial rape. But there has been a change.

Now, the thirtysomethings who dominate much of the media, broadsheets and tabloids, apparently can't help but see the funny side. An army of young women, dexterous with the written word and generous with their wit, with notable exceptions, pontificate even on the most serious issues, determined to amuse us all to death.
Of course, there's never enough comedy in the world and radicalism disguised as raising a laugh has a long and honourable tradition - except that, if this lite and sugary diet is the only one we're permitted to digest, there's a danger that the punchline becomes more important than the politics. The impassioned, angry, challenging, investigative and - to use an old-fashioned word - empowering arguments that we ought to be hearing from a range of thirtysomething voices are buried beneath an avalanche of unthreatening quips.

The meatier issues are still aired (at least occasionally) - the poverty of female pensioners, the accelerating numbers in women's prisons, and the alarming rise in depression and alcoholism among young females, to name a few - but they are frequently knocked out in the same bantering style as an in-depth analysis of whether Brad is giving Angelina one and a survey of 1,135 swimsuits for summer (who says today's woman doesn't have choice?).

And there's another problem. Almost 20 years ago, Janice Winship wrote Inside Women's Magazines, based on her research at the University of Birmingham's Centre for Cultural Studies. She pointed out that certain subjects - pornography, rape and equal pay, for instance - had been pushed on to the magazine agenda alongside knitting and cooking by the impact of feminism. But, they had been made palatable by stripping away the politics.

It's dispiriting that now, even more than in the 80s, issues are reduced to a string of confessional stories offering only "individual survival strategies". We have the how, what and when, but not the most important question of all: why?

So, in Grazia, "Britain's first weekly glossy", GMTV's Fiona Phillips tells us why she's, "stuck in the guilt trap". She is a member of the sandwich generation, holding down a job, raising small children and dealing with her mother who has Alzheimer's. At the end of the article is the web address for advice on caring for a person with the illness. The article fails to point out that a significant amount of Phillips' guilt and exhaustion is not down to her "trying to have it all", but because of inflexibility within the workplace and the lack of practical, collective solutions to what is seen, mainly, as a woman's problem. For instance, the government could make it feasible to obtain affordable housing so an elderly person can move to live near an adult son or daughter.

Again, there are exceptions. Marie Claire and Cosmopolitan occasionally display a more hard edged approach. This month's Marie Claire, for instance, covers the campaign to end world poverty as well as racism. But the little that exists is swamped by celebrity mania; cosmetic surgery; shopping and shagging.

The feminist Elizabeth Wilson once wrote that feminism is about a political and ethical commitment to giving women their true value. Look at a selection of this month's magazines and the most prominent women are: Rebecca Loos (slept with Beckham); "three in a bed" Abi Titmuss; Meg Mathews famous for having once been married to a pop star; and Sadie Frost, ditto, except to an actor. Of course, magazines are about escapism but this is an exit to a kind of hell where no one is comfortable in their own skin and canvas espadrille wedges cost a week's wages.

Aren't there more enticing ways to escape; more interesting and stimulating people to interview? Glamour has a section entitled, "YouYouYou". It embraces work, love, mind, sex, money, body. Have the interests of today's young women narrowed down to such an introspective and cripplingly small, debt-ridden canvas?

Perhaps you're not what you read; but anyone absorbing the continual message that we're nothing but a bundle of imperfections who can be healed only by acquiring a new wardrobe, buttocks and a rampant bed stud, may be affected so badly that they may forget to laugh when they are asked to engage their brain.

Professor Lynne Segal, who is that endangered species, a socialist feminist, and who also has a wicked sense of humour, wrote in Why Feminism? of the radical potential of feminism (and boy, is that needed today) "as an oppositional politics; one which dares to fight a culture and a political system which tries to numb us into a acceptance that it can fulfil our needs and desires."

Smile, while you can.

Friday, May 20, 2005

Ég sá flottasta hlut í heimi í dag. Ljósbleikt Tivoli Pal ferðaútvarp. Ég heimta að fá svona í útskriftargjöf. Ég fór sem sagt í heimsókn til Hildar í Epal í dag. Þar eru margir fallegir hlutir t.d. dökkbleikur svanur og ljósfjólublár svanur og fjólublátt Egg. Alveg geggjað.

Ég tók miðstigspróf (gamla 5. stig) í söng í dag. Lögin gengu mjög vel, auðvitað voru smá villur en á heildina litið var þetta alveg súper. Ég hrasaði hinsvegar illa í nótnalestrinum sem var reynda svínslega erfiður. Takttegundin var 6/8 og þetta var í þokkabót í e-moll. Ég gat svona þrjár nótur rétt. Alveg svakalega slæmt en það var svo sem við því að búast.

Tuesday, May 17, 2005

Ég er hér með orðinn útskrifaður tónfræðingur eins og Jón Hrólfur tónfræðikennarinn minn segir. Ég náði á einhvern útsmoginn hátt að fá 6.3 í tónheyrn (algjört kraftaverk) og 7.0 í tónfræði sem hefði reyndar átt að vera aðeins betra en samt í lagi. Svo fór ég í tónlistarsögupróf þar sem gekk aðeins svolítið mikið verr en það er samt alveg í lagi.

Annars er það helst í fréttum að það flæddi skólp inn í geymsluna mína um helgina þannig að mér varð almennt séð frekar lítið úr verki.
Ég er samt langt frá því að vera eina manneskjan sem er ekki enn búin að skila BA-ritgerðinni og ætla að útskrifast í vor. Veii

Sunday, May 15, 2005

Þekkir þú Albínu?

I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

Wednesday, April 13, 2005

Úr frétt á www.nyt.com
"To tell you the truth, I am not a feminist," Ms. Musawi said in a recent interview, speaking in English, and dressed in a black abaya. "I don't want to commit the same mistakes Western women have committed. I like that family should be the major principle for women here."
Restin er hér: http://www.nytimes.com/2005/04/13/international/middleeast/13women.html

Konur í Írak misskilja líka femínisma. Hann gengur ekki út á að brjóta niður fjölskylduna heldur treysta jafnan rétt allra meðlima hennar. Merkilegt hvað margar konur, t.d. Ásdís Halla og fleiri, gangst upp í því að segja að þær séu ekki femínistar. Flestar slá þær ekki hendinni á móti þeim breytingum sem femínistar hafa náð fram með sinni þrotlausu baráttu s.s. fæðingarorlofi, rétt til menntunnar og jafnra launa.
Ég skil ekki hvernig fólk, bæði karla og konur, geta EKKI verið femínsitar!

Tuesday, April 12, 2005

Andrea Dworkin, djarfasti femíníski hugsuður 20. aldarinnar er látinn. Ég efast um að jarðaförinni hennar verði sjónvarpað eða að fólk minnist hennar sem dýrlings, samt á hún það frekar skilið en margir aðrir. Hér er góð grein úr The Guardian um til minningar um þessa umdeildu konu. Spennandi verður að sjá hvort Fréttablaðið og Mogginn fjalli eitthvað um þetta, ég er efins en það kemur í ljós.

Tuesday April 12, 2005The Guardian
'She never hated men'
Andrea Dworkin was attacked as much for her personal appearance as for her uncompromising views. But the death at the age of 58 of 'the most maligned feminist on the planet' has deprived feminism of its last truly challenging voice, says Katharine Viner Dworkin: 'the most misrepresented writer in the western world' Like most, I feel a shudder of shock whenever I read the words of Andrea Dworkin. On crime: "I really believe a woman has the right to execute a man who has raped her." On romance: "In seduction, the rapist often bothers to buy a bottle of wine." On sexual intercourse: "Intercourse remains a means, or the means, of physiologically making a woman inferior: communicating to her, cell by cell, her own inferior status ... pushing and thrusting until she gives in." Her radicalism was always bracing, sometimes terrifying; and, in a world where even having Botox is claimed as some kind of pseudo-feminist act, she was the real thing. Her death at the age of 58 deprives us of a truly challenging voice.
But Andrea Dworkin was always more famous for being Andrea Dworkin than anything else. Never mind her seminal works of radical feminism, never mind her disturbing theorising that our culture is built on the ability of men to rape and abuse women. For many, Dworkin was famous for being fat. She was the stereotype of the Millie Tant feminist made flesh - overweight, hairy, un-made-up, wearing old denim dungarees and DMs or bad trainers - and thus a target for ridicule. The fact that she presented herself as she was - no hair dyes or conditioner, no time-consuming waxing or plucking or shaving or slimming or fashion - was rare and deeply threatening; in a culture where women's appearance has become ever more defining, Dworkin came to represent the opposite of what women want to be. "I'm not a feminist, but ... " almost came to mean, "I don't look like Andrea Dworkin but ... "
In 2001, the critic Elaine Showalter said: "I wish Andrea Dworkin no harm, but I doubt that many women will get up at 4am to watch her funeral." A couple of years ago, in an article in this newspaper on hairiness, Mimi Spencer wrote: "The only visibly hairy woman at the forefront of feminism today appears to be Andrea Dworkin, and she looks as though she neither waxes nor washes, nor flushes nor flosses, and thus doesn't really count." She didn't count because of how she looked; she only cared about rape because no man could fancy her.
The attacks on Dworkin were not only personal; they also applied to her work. John Berger once called Dworkin "the most misrepresented writer in the western world". She has always been seen as the woman who said that all men are rapists, and that all sex is rape. In fact, she said neither of these things. Here's what she told me in 1997: "If you believe that what people call normal sex is an act of dominance, where a man desires a woman so much that he will use force against her to express his desire, if you believe that's romantic, that's the truth about sexual desire, then if someone denounces force in sex it sounds like they're denouncing sex. If conquest is your mode of understanding sexuality, and the man is supposed to be a predator, and then feminists come along and say, no, sorry, that's using force, that's rape - a lot of male writers have drawn the conclusion that I'm saying all sex is rape." In other words, it's not that all sex involves force, but that all sex which does involve force is rape.
She continued the theme in 1981 in Pornography, possibly her most influential book. She wrote: "Pornography is a celebration of rape and injury to women; it's a kind of union for rapists, a way of legitimising rape and formalising male supremacy in our society." She said that pornography is both a cause of male violence and an expression of male dominance, that women who enjoy porn are harming women, and that lesbian porn is self-hating. She had no time for the textual analysis of porn so beloved of academia; what she cared about was the women performing in the films, the harm they suffered, and what other women had to suffer as a result of men watching porn.
While much of this was brilliant, there are few who could agree with all of Dworkin's work. Her exhortation to vengeance was unpalatable to many; she said that "a semi-automatic gun is one answer" to the problem of violence against women, and that she supported the murder of paedophiles: "Women have the right to avenge crimes on their children. A woman in California shot a paedophile who abused her son; she walked into the court and killed him there and then. I loved that woman. It is our duty as women to find ways of supporting her and others like her. I have no problem with killing paedophiles." And her 2000 book, Scapegoat: The Jews, Israel and Women's Liberation, suggested that women should follow the same path as Jews did in the 20th century: they were abused and fought back, and so should women. Her analysis of the situation in the Middle East - an analysis which, according to Linda Grant, "many Zionists, non-Zionists, Palestinians, scholars of the Holocaust, pacifists, the left, women, men, are bound to find offensive" - concluded with a call to women to form their own nation state.
In an interview with Grant, Dworkin described a Jewish childhood dominated by family memories of the Holocaust. At a time when the subject was simply not mentioned, Dworkin says she was obsessed: "I've been very involved in trying to learn about the Holocaust and trying to understand it, which is probably pointless," she said. "I have read Holocaust material, you might say compulsively, over a lifetime ... I have been doing that since I was a kid." Her mother was often ill, but her childhood in New Jersey was happy, until the age of nine, when she was sexually abused in a cinema.
From then on, it was a life full of horrors. After an anti-Vietnam protest when she was 18, she was sent to prison and was assaulted by two male prison doctors: "They pretty much tore me up inside with a steel speculum and had themselves a fine old time verbally tormenting me as well." She bled for 15 days and her family doctor told her he had "never seen a uterus so bruised or a vagina so ripped". She married a Dutch anarchist who beat her savagely; she managed to escape from him, she said, "not because I knew that he would kill me but because I thought I would kill him". She said that she never stopped being afraid of him.
Then, in 1999, Dworkin was drugged and raped in a hotel room in Paris. It was an attack that was to devastate her. In 2000 she wrote an account of the rape for the New Statesman, which ended: "I have been tortured and drug-rape runs through it ... I am ready to die." Her account was questioned by some commentators, who wondered why she hadn't told the police, how she could be so sure she was raped since she was drugged at the time (she cited vaginal pain, bleeding, and infection; bruising on her breast; "huge, deep gashes" on her leg). But the undercurrent, tapping into the myths that Dworkin herself had so carefully undermined in her work, was this: how could she be raped? She's old, she's fat, she's ugly. As if anyone still thought that rape was about sex and not about power.
This response, though, did not surprise Dworkin. "If the Holocaust can be denied even today," she said, "how can a woman who has been raped be believed?" But the impact of the rape and surrounding controversy was severe, and Dworkin withdrew from public life for several years. Her health was bad: she had a stomach-stapling operation because her obesity had reached a dangerous level, and had severe knee problems which made it difficult to walk. She became invisible in the US except among those for whom her name was what she called "a curse word", and her 2002 memoir, Heartbreak: The Political Memoir of a Militant Feminist, still does not have a publisher in the UK. But she was coming to terms with her disability; she was being taken seriously again by newspapers, at least in this country. In September, she told the Guardian: "I thought I was finished, but I feel a new vitality. I want to continue to help women." She also said: "At first [after the rape] I wanted very much to die. Now I only want to die a few times a day, which is damned good."
This black wit is remarked upon by everyone who met Dworkin. During the Clinton/ Lewinsky affair, when Dworkin was vocally opposed to Clinton, she said: "What needs to be asked is, was the cigar lit?" When I asked her if her abusive ex-husband had remarried, she said: "Oh yes, and very quickly. After all, the house was getting dirty." I remember being in a restaurant with her in London when she joked that she really ought to go on a diet, and did I know of any good ones?
People were startled by her gentleness and vulnerability; were surprised that her friendships included the British author Michael Moorcock and John Berger as well as feminists Gloria Steinem and Robin Morgan. And although she once said she was a lesbian, she lived with the writer John Stoltenberg for three decades, saying: "It's a very deep relationship, a major part of my life which I never thought possible." As Julie Bindel, feminist and Dworkin's friend of 10 years, says: "She was the most maligned feminist on the planet; she never hated men."
Dworkin's feminism often came into conflict with the more compromising theories of others, such as Naomi Wolf. "I do think liberal feminists bear responsibility for a lot of what's gone wrong," she told me in 1997. "To me, what's so horrible is that they make alliances for the benefit of middle-class women. So it has to do with, say, having a woman in the supreme court. And that's fine - I'd love a woman, eight women, in the supreme court - but poor women always lose out." She did concede, however, that her radicalism was too much for some: "I'm not saying that everybody should be thinking about this in the same way. I have a really strong belief that any movement needs both radicals and liberals. You always need women who can walk into the room in the right way, talk in the right tone of voice, who have access to power. But you also need a bottom line."
It was this bottom line that Dworkin provided. She was a bedrock, the place to start from: even when you disagreed with her, her arguments were infuriating, fascinating, hard to forget. Feminism needs those who won't compromise, even in their appearance; perhaps I'm alone, but I find it pretty fabulous that, as a friend told me, Dworkin would "go to posh restaurants in Manhattan wearing those bloody dungarees". She refused to compromise throughout her life, and was fearless in the face of great provocation. In a world where teenage girls believe that breast implants will make them happy and where rape convictions are down to a record low of 5.6% of reported rapes; in a public culture which has been relentlessly pornographised, in an academic environment which has allowed postmodernism to remove all politics from feminism, we will miss Andrea Dworkin. She once said: "What will women do? Is there a plan? If not, why not?" And indeed, who is left to replace her?

Saturday, April 09, 2005

Loksins er búið að setja upp varanlegt ljós á baðið og setja þar upp viftu. Pabbi kom og kippti þessu í liðinn. Tók ekki nema tvo tíma. Hann setti líka upp reykskynjara í sameigninni. Nú er allt voða öruggt.
Mér gengur betur með BA-ritgerðina núna en það er enn nokkuð í land. Ég er samt ekki jafn svartsýn og áður.
Góðar fréttir, þetta er prógrammið sem ég er að fara í haust, vei!

Ph.D. Program in Anthropology Ranks in Top Five in Recent Doctoral Program Survey
The results of the 2000 National Doctoral Program Survey, funded by a grant from the Alfred P. Sloan Foundation, place our Program in the top five of forty-one Anthropology programs surveyed across the country. Altogether, over 32,000 doctoral students and recent Ph.D.'s evaluated their program's educational practices. The survey was specifically designed to assess student perceptions of the educational effectiveness of their doctoral programs based on the adoption of widely accepted best practices in doctoral education, as recommended by the Association of American Universities, National Research Council, and others.
Visit the survey website

Thursday, April 07, 2005

Djöfull er ég farin að hata BA-ritgerðina mína. Heimildaskráin er þegar orðin 6 bls en textinn bara 10 bls, það er ekki gott merki. Argh!
Ég horfði á hinn ágæta þátt Queer Eye for the Straight Guy endursýndan á Skjá einum í gær. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að viðfangsefni þáttarins var 66 ára slökkviliðsmaður í New York. Mér fannst afar merkilegt að 66 ára Bandaríkjamaður í dæmigerðu karlastarfi skyldi hleypa 5 hommum inn á heimili sitt og leyfa þeim að gjörbreyta öllu þar. Mér finnst ótrúlegt að þetta skuli hafa gerst í Bandaríkjunum þar sem hommafælni er með mesta móti sbr. nýlegar lagasetningar í nokkrum ríkjum sem banna hjónabönd samkynhneigðra. Kannski þetta sé ekki svo slæmur heimir eftir allt saman.

Wednesday, April 06, 2005

Fréttin var fyrst birt: 06.04.2005 11:30
Síðast uppfærð: 06.04.2005 11:24
Víetnam: Stúlka deyr úr fuglaflensu
Tíu ára stúlka sem lést á spítala í Hanoi, höfuðborg Víetnam, fyrir nokkrum dögum var með fuglaflensu. Rannsókn hefur staðfest sjúkdóminn og er hún 50. manneskjan sem deyr úr veikinni í Asíu frá því að hún kom upp í hittiðfyrra. Stúlkan var frá héraðinu Long Bien þar sem fuglaflensa hefur greinst á tveimur alifuglabúum. Þar hefur þúsund kjúklingum og öndum verið fargað. Fuglaflensuveiran berst ekki auðveldlega úr fuglum í menn og hættan er minni ef fuglinn ef vel soðinn. Vísindamenn óttast hins vegar að veiran stökkbreytist þannig að hún geti borist milli manna og valdið skæðum faraldri.

Þessi frétt birtist á ruv.is, ef þessi víetnamska stúlka hefði dáið úr hungri eða einhverjum auðlæknanlegum sjúkdómi hefði hún ekki komist í fréttirnar. Dálítið umhugsunarefni.

Ég kláraði The Womens Room eftir Marylin French á sunnudaginn. Mæli með henni. Nú vantar mig eitthvað nýtt að lesa.

Tuesday, April 05, 2005

Já það hefur ýmislegt á daga mína drifið. Mamma vann miða á Houdini á föstudaginn svo við skelltum okkur. Ég mæli ekki sérstaklega með þessarri sýningu ég myndi segja að hún höfðaði helst til ungmenn og barna frá 5-16 ára og svo til karla á öllum aldri. Þetta var svona ekta helgarpabbasýnign, skemmtun fyrir börnin og brjóst fyrir pabbann.
Á laugardaginn tókum við Stefán meistaraverk, Inherit the Wind með Spencer Tracy. Algjör snilld, myndin fjallar um The Monkey Trial þegar réttað var yfir kennara í Suðurríkjunum fyrir að kenna þróunarkenningu Darwins. Myndin hefur allt til að bera, frábæra leikara, gott handrit, skarpa ádeilu aðeins einn galli er á gjöf Njarðar það eru kallar í öllum aðalhlutverkum.
Á sunnudagskvöldið fórum við mamma á Edit Piaf. Leikritið er ágætasta skemmtun en Brynhildur er algjör stjarna og ber sýninguna algjörlega uppi. Leikararnir standa sig reyndar allir með ágætum en handritið er ekki það beisið enda stendur sýningin vart án tónlistarinnar.

Ég er alveg á móti veðrinu núna.

Friday, April 01, 2005

Ekkert kalt vatn

Þegar ég ætlaði í sturtu í morgun kom í ljós að búið var að loka fyrir kalda vatnið. Var það vegna þess að einhver gröfukall hafði hakkað í sundur leiðslu við vinnu niðri á Hlemmi. Ég brá á það ráð að skoppa niður á nálæga sólbaðsstofu og fara í sturtu þar. Það var ágætt. Á leiðinni heim rakst ég svo á fyrrum sveitunga minn og skólafélaga úr MR. Hann hafði ég ekki hitt lengi. Við spjölluðum saman um daginn og veginn. Við hefðum ekki hittst þarna nema vegna klaufaskapar gröfumanns á Hlemmi. Svona er lífið nú skrítið og skemmtilegt.

Þetta blogg er skrifað í Öskju. Svolítið gaman að koma hingað því hér er allt öðruvísi og annað fólk en er í Árnagarði og Odda. Góð tilbreyting.

Tuesday, March 29, 2005

Bloggið sem ég var að blogga eyddist
argh
Það er verið að taka upp Allt í drasli í íbúðinni sem ég sé út um svefnherbergisgluggann minn. Að auki er búið að loka götunni minni. Ég var lasin um páskana, fékk hita og hor og allan pakkann. Ég þarf að skila uppkasti að BA-ritgerðinni minni þann 1. apríl. Það á eftir að ganga!
Ég er búin að sækja um lóð í Lambaseli. Ég er númer 1001, ég vona að það viti á gott.

Annars er ég enn að bíða eftir formlegu bréfi um að ég hafi komist inn í City University of New York. Ég hef póstþjónustur Íslands og BNA grunaðar um að hafa týnt bréfinu mínu. Ef það verður ekki komið á morgun ætla ég að skrifa tölvupóst til að athuga hvort bréfið hafi verið sent á rétt heimilsifang en ekki til Írlands eða eitthvað. Það er víst algengt að bréf sem eiga að fara til Íslands villist þangað.
Það er verið að taka upp Allt í drasli í íbúðinni sem ég sé út um svefnherbergisgluggann minn. Að auki er búið að loka götunni minni. Ég var lasin um páskana, fékk hita og hor og allan pakkann. Ég þarf að skila uppkasti að BA-ritgerðinni minni þann 1. apríl. Það á eftir að ganga!
Ég er búin að sækja um lóð í Lambaseli. Ég er númer 1001, ég vona að það viti á gott.

Annars er ég enn að bíða eftir formlegu bréfi um að ég hafi komist inn í City University of New York. Ég hef póstþjónustur Íslands og BNA grunaðar um að hafa týnt bréfinu mínu. Ef það verður ekki komið á morgun ætla ég að skrifa tölvupóst til að athuga hvort bréfið hafi verið sent á rétt heimilsifang en ekki til Írlands eða eitthvað. Það er víst algengt að bréf sem eiga að fara til Íslands villist þangað.

Tuesday, March 22, 2005

Ég er farin að halda að ég sé með slysasegul. Í gær sá ég tvo árekstra, um daginn keyrði ég fram hjá þegar nýlega var búið að keyra á eldri konu sem lést og í dag var ég að keyra hjá Nóatúni við Hringbraut og þar voru tveir slökkviliðsbílar. Þetta er farið að valda mér nokkrum áhyggjum.

Monday, March 21, 2005

Ég fór í fermingu á sunnudaginn hjá Oddnýju frænku minni. Hún er mesta myndarstúlka og spilaði fallega á flautu, bæði ein og með þremur félögum sínum. Hún er hjá gamla flautukennaranum mínum, honum Birni Davíð. Hann hefur ekkert breyst frá því ég var hjá honum fyrir 6 árum. Skuggalegt mál.
Annars var ég alveg met lengi í fermingunni frá kl. 16.30-20.00. Ég er orðin svo mikil kelling að mér finnst gaman í fjölskylduboðum. Aldur færist yfir eins og galdur. Annars eru bráðum 9 ár síðan ég fermdist. Mér finnst eins og það hafi verið í gær.
Bylgjan 21. mars 12:30
writeClipImg('Báru ljúgvitni um nauðgun','35204','38');
Báru ljúgvitni um nauðgunÁtján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.
Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands.
Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig.
Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið.
Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.

Af hverju er sönnunarbyrði í nauðgungarmálum þyngri en í öðrum glæpum gegn einstaklingum? Hver er munurinn? Hversu oft hafa önnur mál verið látin niður falla vegna þess að einhver var að ljúga öllu heila klabbinu? Af hverju er verra að ljúga um nauðgun en líkamsáras eða hvað annað?

Sunday, March 20, 2005

Ég er að fara í fermingu til frænku minnar á eftir. Við mamma eigum í mesta basli með að finna gjöf. Mér datt í hug að gefa henni Veröld Soffíu, hún er uppseld. Bækur Ástu Sigurðardóttur eru ófáanlegar, Kvennaklósettið eftir Marlilyn French líka. Mamma er núna að reyna að fá ritsafn Svövu Jakobsdóttur. Ég efast samt um að það sé til.
Hvað er það með bókaútgefendur og að endurútgefa ekki bækur eftir konur? Besta/versta dæmið er Ásta Sigurðardóttir skáldkona. Smásagnasafnið hennar frá Sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns kom bara út einu sinni. Það kemur sjaldan inn á fornbókasölur og ég efast um að það sé mjög auðfáanlegt á bókasöfnum. Samt er þessi bók algjört meistaraverk að mínu mati (og reyndar margra annarra) auk þess sem ævi Ástu var átakanleg. Jón í Nonnabúð bjó til boli með mynd af henni (hún var líka þekkt sem Ásta módel) nú fyrir jól.
Þegar ég hringdi í Mál og menningu til að spyrja um Veröld Soffíu og var tjáð að hún væri ekki til spurði ég um aðrar svipaðar bækur til fermingargjafa. Stelpan þvaðraði um Halldór Laxnes, merkilegt nokk vissi ég að hann væri til en ég á erfitt með að sjá tenginguna milli hans og Veraldar Soffíu (sem er reyndar eftir Josten Gardner sem er karl) eða kvennabókmennta. Kannski er það bara ég.

Thursday, March 17, 2005

Já það sem þið hafi heyrt er allt satt, ég er að fara í doktorsnám í dýrabeinafornleifafræði í City University of New York næsta haust. Jibbí.
Ég er mjög spennt, nú er bara um að gera að vinda sér í BA-ritgerðina og allt það!

Thursday, March 10, 2005

Ég er dugleg, ég er að vinna í ritgerð sem ég á ekki að skila fyrren í lok apríl. Besta að byrja á einhverju af þessu drasli.

Annars er það besta í lífi mínu þessa dagana 200 kr bakklóran mín úr Tiger. Ég er ekki frá því að þetta sé einhver merkasta uppfinning mannkynssögunnar. Ég mæli með þessu töfratæki fyrir alla sem klæjar oft á bakinu. Klóran er nefnilega fullkomin, hún er alltaf til staðar, nennir alltaf að klóra og hittir alltaf á rétta staðinn og klórar aldrei of fast eða laust. Ég dái bakklóruna mína.

Ég kaus í dag í rektorskjörinu. Það var voðalega mikil stemmning fannst mér. Ég er nokkuð spennt að heyra úrslitin því ég hef ekki Guðmund um hver þau kunna að vera. Spennó spennó.

Tuesday, March 08, 2005

Einu sinni er allt fyrst
Dekkið á hjólinu mínu var sprungið. Ég fór með það í viðgerð. Hélt það myndi ekki vera dýrt. Í ljós kom að það var ekki sprungið á hjólinu heldur hafði einhvert góðmenni gert mér þann stóra greiða að skera í dekkið. Maðurinn á verkstæðinu var alveg steinhissa og sýndi mér glæsilegan 5 cm langan skurð. Dekkið og slangan voru handónýt. Til gamans má geta þess að ég lét einmitt skipta um dekk í haust þannig að um var að ræða nýtt og nánast óslitið dekk. Herlegheitin kostuðu mig tæpar 4000 kr á endanum. Ég vona að einhver sé með hrottalegt samviskubit út af þessu.

Monday, March 07, 2005

Í dag var maður dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína frá 7 til 20 ára aldurs. Honum var líka gert að greiða henni bætur upp á 1.200.000 kr.
Hvað ætli að sé mikið á skiptið? Spurning hvernig þetta er miðað við taxta vændiskvenna á Íslandi í dag. Bæturnar eru eiginlega hlægilega lágar, maður kaupir varla nýjan bíl fyrir þetta og þetta er minna en lágmarkslaun í 1 ár. Ætli þetta sé nóg fyrir jafn mörgum sálfræðitímum og fóru í misnotkunina? Ég efast um það. Þetta er hneisa.
Verðstríði lokið!
Ég fór í Bónus í morgun sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Þar varð ég hins vegar vitni að að ansi skemmtilegum hlut. Starfsfólk verslunarinnar var í óða önn að hækka vöruverð í versluninni eftir stutt en snarpt verðstríð helgarinnar. Einhvern vegin efast ég stórlega um að hin almenni neytandi hafi sparað mikið á þessu vikulanga verðstríði. Hvernig væri að hafa vöruverð almennt lágt í stað þess að blása til sóknar ca. einu sinni á ári og lækka allt niður úr öllu valdi. Að sjálfsögðu eru íslenskir fjölmiðlar sofandi á verðinum að venju, ég efast um að það verði í fréttunum í kvöld að búið sé að hækka vöruverð á ný. Aftur hafa íslenskir neytendur bitið á agnið hjá kaupahéðnunum og látið í lægri pokan.


Ég var áðan að reyna að koma myndum frá Félagi fornleifafræðinema á netið í hundraðasta skiptið. Að sjálfsögðu mistókst það. Það skiptir ekki máli hvað ég reyni allt fer í vaskinn. Ég hata tölvur.
Verðstríðinu lokið!
Ég fór í Bónus í morgun sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að þar var starfsfólk í óðaönn að hækka aftur vöruverðeftir snarpt verðstríð helgarinnar.
Alveg meiriháttar varanleg kjarabót eða þannig. Verðstríð sem endist í 5 daga breytir afskaplega litlu fyrir vísitölufjölskylduna. Kannski sparnaður upp á 1000 kr og þessu hreykir fólk sér af í fjölmiðlum. Aftur og aftur falla íslenskir neytendur í gryfju kauphéðnanna.

Thursday, March 03, 2005

Dagurinn í dag er tileinnkaður einlægu hatri mínu á tónfræði, forsjöunjdarhljómum, söngnum um tóntegundirnar, minnkuðum hljómum, tónbilum (ég hata þau ekstra spes mikið), söngheitunum og öðrum bölvuðum leiðindum og fádæma vitleysisgangi.
Annars er ég ánægð með veðrið.

Wednesday, March 02, 2005

Það er margt að gerast í kvenréttindamálum þessa dagana. Framsókn búin að samþykkja 40/60 kynjakvóta og í Dubai var nýlega haldið tennsimót kvenna þar sem verðlaunin voru jafn há verðlaunum á karlamótum.
Áfram stelpur!
Af hverju er það ekki pólitík að viðhalda ráðandi þekkingu? Þorgerður Einarsdóttir, 2. mars 2005

Tuesday, March 01, 2005

Ég ætla að byrja á jákvæðum ummælum um þá einmuna veðurblíðu sem verið hefur á klakanum undanfarna daga. Ég var farin að halda að himinninn væri týndur því það sást aldrei í hann fyrir skýjum.

Nú hefst neikvæðnin.

Ég þoli ekki Reiknistofnun Háskólans og lélegu FAQ síðuna þeirra. Tölvur og internetið er bara drasl.

Af hverju í ósköpunum eru allir að borga mikla peninga fyrir "listaverk" (lesist myndir Sigmunds og tónlist Bubba) sem allir á Íslandi eru búnir að sjá og borga fyrir í mörg ár og svo allt í einu núna eru allir voða vei og merkilegt. Meira djöfulsins argaþrasanisð.

Annars ætla ég nú að mæla með nokkrum hlutum:
Nýji Mars Volta diskurinn, Frances the Mute, er snilld en reyndar bara fyrir þá sem þola smá óreiðu.
Kvikmyndin Ray er góð og eftirminnileg skemmtun, hún er samt alveg tæpir 3 tímar þannig að ég mæli með 8 bíói til að forðast óþarfa geispa. (Ég var reyndar svo óheppin að fara á myndina í sal 4 í Háskólabíói og það sat gaur með húfu fyrir framan mig og ég sá illa miðju tjaldsins svo ég sá ekki nema um 70% myndarinnnar)
Bókin Píslarvottar nútímans eftir Magnús Þorkel Bernharðsson er mjög skemmtileg, fróðleg og jafnframt auðlesin svo er kápan líka sérlega fallega hönnuð.

Ég er voðalega spennt að fara á árshátíð Kumls á föstudaginn það verður sko æsileg skemmtun.

Wednesday, February 23, 2005

Ég er þreytt en bjartsýn. Í gær hélt ég að allt myndi fara til andskotans en núna er ég nokkuð viss um að þetta muni allt bjargast.
Ég var til 0:30 í gær að vinna í æsispennandi fyrirlestri ásamt Guggu.
Svo er námskynning HÍ á sunnudaginn.
Árshátíð á næsta leiti og allt að verða vitlaust. En þetta bjargast allt.

Monday, February 21, 2005

Ég fékk rós í gær frá Stefáni. Svo horfðum við á Rocky III, afar rómantískt.

Monday, February 14, 2005

Erlent AFP 14.2.2005 15:31
Konur verða um þriðjungur fulltrúa á nýju írösku þingi
Íraskar konur verða um þriðjungur þeirra sem taka sæti á nýju þjóðþingi í Írak eftir fyrstu fjölflokkakosningarnar þar í áratugi. Samkvæmt niðurstöðum talningar eftir kosningarnar, sem kynntar voru í gær, fá konur 86 af 275 þingsætum. Notast var við kvótakerfi í kosningunum sem tryggði konum um fjórðung þingsæta.
Þrátt fyrir að kveðið sé á um þetta í bráðabirgðalögum í Írak, náðu konur að bæta um betur og vinna um 31% þingsæta.
Þeir sem fylgst hafa með gangi mála í kosningunum segja að í bandalagi sjíta, sem unnu kosningarnar, fái konur 46 af 140 þingsætum. „Þessar tölur eru okkur gleðiefni því íraskar konur eru nú farnar að hasla sér völl í stjórnmálum landsins,“ sagði Janan al-Obeidi, frambjóðandi fyrir kosningabandalag sjíta. „Þessi velgengni leggur hins vegar mikla ábyrgð á herðar þingkvenna almennt séð, og enn meiri á þær sem koma af okkar lista, því íslömsk trú hefur verið sögð sniðganga réttindi kvenna,“ bætti hún við.

Nú er Írak bara komi jafn langt í jafnréttismálum og Íslendingar, á báðum þjóðþingum er þriðjungur þingmanna kvenkyns. Spurning hvort þetta segir meira um frábæran árangur í Írak eða sorglega lélegan hjá okkur.
Óður til nýrrar múrskeiðar

Þú ert voða flott
að grafa með þér verður gott.
Þú ert alveg ný
og á þér er ekkert slý.
Ég hlakka til í sumar
þegar gleðin gumar
að grafa með þér oft
og finna fínt dót.
Þú er sæt
og mæt
og beitt
með rautt gúmmí skaft.

Annars var ég í magnaðri skálaferð um helgina. Ég var þunn, við sungum mikið, spiluðum Party og Co. Hákon Jensson drapst fyrstur og ég fór þriðja seinust að sofa.

Sunday, February 06, 2005

Ég hef ákveðið að svara athugasemd sem barst við pistli mínum frá 2. febrúar 2005.

Í athugasemd minni eru umkvartanir mínar varðandi aðstöðumál í Háskóla Íslands gagnrýndar og undirliggjandi eru skilaboð um að þær séu smávægilegar og að námsmenn á Íslandi hafi það jafnvel of gott.

Vissulega er það rétt að aðstaða til náms á Íslandi er að mörgu leiti til fyrirmyndar en betur má ef duga skal. Nú veit ég ekki alveg hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi eru laun þeirra kennara við Háskólann sem ekki gegna prófessorsstöðu (og þeim fer fækkandi sbr. að nú er enginn starfandi prófessor við íslensku) eru til háborinnar skammar. Bókakostur Þjóðarbókhlöðunnar er með því sorglegra sem þekkist, sem dæmi má nefna að aðeins eru til nokkrar bækur um stöðluð próf s.s. GRE og TOEFL og eru þær flestar úreltar. Þessi bókafátækt veldur því að nemendur þurfa oft að reiða sig á millisafnalán sem eru mjög dýr. Ein bók kostar 800 kr, grein 1-20 bls. 400 kr og lengri greinar 700 kr.
Innan Háskólans gætir nokkurrar misskiptingar eftir greinum sem best sjást á aðbúnaði nemenda. Dæmi um þetta er að í Lögbergi er ágæt lesstofa með einstaklingsborðum (sem er reyndar of lítil eftir því sem mér skilst) og lýsingu en í Árnagarði er nú aðeins lesstofa fyrir MA-nema. Í Læknagarði eru lesstofa þar sem nemendur "eiga" sitt borð og geta skilið þar eftir bækur og annað. Fyrir verkfræðideild er til heilt bókasafn þar sem er nokkur fjöldi lesborða og þokkaleg aðstaða.
Námslánin frá LÍN eru svo enn eitt málið. Óháð því hvort þau séu nógu há til að hægt sé að lifa á þeim þá eru þetta í raun nokkuð dýr lán. Um daginn var endurgreiðlsubyrði námslána lækkuð úr 4,75% í 3,75% og allir voru rosalega ánægðir. Í raun þýðir þetta að fólk verður en lengur að greiða niður sín námslán en áður og heildarfjárhæðin sem greidd er til baka hækkar vegna þess að lánin eru verðtryggð. Ef einhver hefur áhuga á að heyra meira um böl verðtryggingarinnar geriði þá athugasemd og kannski ég geri einhvern tíman pistil um hana.
Í Háskóla Íslands eru nemendum sem standa sig vel veitt afar lítil umbun, það eru örfáir styrkir sem hægt er að sækja um og í raun skiptir engu andskotans máli hvort maður er með 8 í meðaleinkunn eða 9 eða 6. Öllum er sama, það að standa sig vel, klára á réttum tíma, taka auka einingar og svo framvegis er einskis metið.
Atvinnuhorfur eftir að námi er lokið eða á sumrin eru annað mál. Atvinnuleysi meðal ungs fólks (16-24 ára) er 6,9%.
Samt er allt frábært á Íslandi. Vei

Ef einhver vill bjóða mér til útlanda (helst einhvert þar sem er heitt) þá er ég alveg til. commentiði bara á síðuna. Helst langar mig til Kúbu, Hawaii, Bahamas eða Fiji en ég er samt nokkuð opin.
Bylgjan 06. febrúar 10:35
Hafnar sprautuáætlun SÞ
Breska dagblaðið The Observer skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. Bandaríkjastjórn setur sig upp á móti þessu og segir að þetta jafnist á við að verið sé að samþykkja fíkn manna og hótar að hætta að veita fé í alnæmisbaráttuna nema þessu verði breytt.

Alltaf eru Bandaríkjamenn jafn framsýnir.

Wednesday, February 02, 2005

Fjölskyldumál
Í dag mega íslenskir dómstólar ekki fella dóm um sameiginlegt forræði í forræðisdeilum.
Pétur Blöndal alþingismaður sagði á Alþingi um daginn að börn ættu ekkert erindi á leikskóla fyrir 3 ára aldur. Hann veit greinilega ekkert um hvað hann er að tala. Í fyrsta lagi er það gott fyrir þroska barna, sérstaklega félagsþroska að umgangast önnur börn á leikskólum. Heimavinnandi foreldrar finna oft fyrir félagslegri einangrun vegna einangrunar frá öðrum fullorðnum. Hver á að vinna ef annað foreldri þarf að vera heima hjá hverju barni til 3 ára aldurs. Það er bara ekki heil brú í þessu hjá manninum.

Annars var Sif Friðleifsdóttir að skora stig hjá mér í dag. Hún spurði fjármálaráðherra um samþættingu jafnréttissjónarmiða og fjárlagagerðar. Eins og við var að búast varð ansi hreint fátt um svör. Vonandi heldur Sif áfram í þessum ágæta baráttuham.
Þá eru hinar stríðandi fylkingar búnar að koma og kynna sig. Ég er engu nær. Ég er ánægð með margt sem Vaka hefur gert en svo er annað sem hefur ekki tekist jafn vel. Annars veit ég hvað allt svona er mikið vesen og alls ekki hægt að ætlast til að allt takist en samt.
Klósettin í þessum skóla eru til dæmist til skammar. Allt of oft er enginn klósettpappír, það hefur reyndar batnað en lengi má gott bæta. Handþurkkurnar eru oft búnar og eða handklæðin, ruslatunnurnar fullar ef þær eru til staðar, engin sápa, ekkert rennsli úr krönunum. Á klósettinu á 1. hæð í Árnagarði er klósettlokið brotið á einu salerninu og hefur verið þannig í mörg ár. Sápuskammtararnir eru bara opnir og allt er má svona frekar mikið muna sinn fífil fegri.
Í allt of mörgum stofum er innstunguhallæri, sérstaklega í Aðalbyggingu og víða afar lélegt eða ekkert þráðlaust netsamband. Í mörgum stofum virkar skjávarpinn ekki nema öll ljós séu slökkt sem er afar svæfandi. Já það er margt sem þarf að laga.
Hvernig væri að birta próftöfluna aðeins fyrr, lok febrúar er bara allt of seint.

Monday, January 24, 2005

Ég er rosalega á móti þessarri færð. Mér finnst að einhver ætti að taka sig saman og taka burt allan klakan. Ég vil ekki detta og meiða mig og verða blaut.
Ég var mjög mikilvæg í dag, fór á skorarfund og á fund með formönnum nokkurra nemendafélaga í heimspekideild. Á fyrri fundinum var ég eina konan nánast allan tímann þangað til Anna Agnarsdóttir kom. Á seinni fundinum voru bara stelpur.
Á þessum tveimur fundum komst ég að því að það er mest megnið allt í fokki í Háskólanum. Samt voða yndislegt.
Ég er rosalega á móti þessarri færð. Mér finnst að einhver ætti að taka sig saman og taka burt allan klakan. Ég vil ekki detta og meiða mig og verða blaut.
Ég var mjög mikilvæg í dag, fór á skorarfund og á fund með formönnum nokkurra nemendafélaga í heimspekideild. Á fyrri fundinum var ég eina konan nánast allan tímann þangað til Anna Agnarsdóttir kom. Á seinni fundinum voru bara stelpur.
Á þessum tveimur fundum komst ég að því að það er mest megnið allt í fokki í Háskólanum. Samt voða yndislegt.

Wednesday, January 19, 2005

Nú velta ef til vill margir fyrir sér hvernig hafi verið í Boston. Það var æðislegt. Fyrir utan að veðrið var svipað óspennandi og hérna á klakanum þá var allt annað frábært. Allt var alveg svaðalega ódýrt og fór megin hluti ferðarinnar í að versla. Ég keypti mér þrennar Levi's buxur, peysu, tvo boli, tvo jakka, stígvél og fleira. Allt á hlægilegu verði.
Við fórum líka til Cambridge og skoðuðum nokkur söfn þar sem var mjög gaman.
Á föstudaginn fórum við á körfuboltaleik í Fleetcenter þar sem Boston Celtics kepptu við Altanta Hawks. Leikurinn fór 106-94 fyrir okkar mönnum og var sigurinn aldrei í hættu.
Um helgina vorum við hjá Áslaugu systur pabba, eldðuðum humar, fórum á flott listasafn, á bar, skoðuðum vita og örugglega eitthvað fleira.
Við fórum líka á sædýrasafnið í Boston sem er rosalega flott, ég mundi þegar ég kom inn að ég hafði komið þangað áður en það kom ekki að sök.
Annars eru allir í Boston rosalega hjálplegir og kurteisir. Stundum var ég hálf hissa því maður er varla vanur svoleiðis hér á landi.
"Hótelið" sem við gistum á var nokkuð kostulegt en samt gott. Það var svona allt í snjáðari kanntinum en hreint og ágætlega staðsett. Það er illmögulegt að fá ódýrari gistingu í Boston ef maður vill vera í sér herbergi. Ég set hér veffangið fyrir áhugasama.
http://www.farringtoninn.com/
Niðustaðan er sem sagt að það er gaman að fara til Boston.
Nú velta ef til vill margir fyrir sér hvernig hafi verið í Boston. Það var æðislegt. Fyrir utan að veðrið var svipað óspennandi og hérna á klakanum þá var allt annað frábært. Allt var alveg svaðalega ódýrt og fór megin hluti ferðarinnar í að versla. Ég keypti mér þrennar Levi's buxur, peysu, tvo boli, tvo jakka, stígvél og fleira. Allt á hlægilegu verði.
Við fórum líka til Cambridge og skoðuðum nokkur söfn þar sem var mjög gaman.
Á föstudaginn fórum við á körfuboltaleik í Fleetcenter þar sem Boston Celtics kepptu við Altanta Hawks. Leikurinn fór 106-94 fyrir okkar mönnum og var sigurinn aldrei í hættu.
Um helgina vorum við hjá Áslaugu systur pabba, eldðuðum humar, fórum á flott listasafn, á bar, skoðuðum vita og örugglega eitthvað fleira.
Við fórum líka á sædýrasafnið í Boston sem er rosalega flott, ég mundi þegar ég kom inn að ég hafði komið þangað áður en það kom ekki að sök.
Annars eru allir í Boston rosalega hjálplegir og kurteisir. Stundum var ég hálf hissa því maður er varla vanur svoleiðis hér á landi.
"Hótelið" sem við gistum á var nokkuð kostulegt en samt gott. Það var svona allt í snjáðari kanntinum en hreint og ágætlega staðsett. Það er illmögulegt að fá ódýrari gistingu í Boston ef maður vill vera í sér herbergi. Ég set hér veffangið fyrir áhugasama.
http://www.farringtoninn.com/
Niðustaðan er sem sagt að það er gaman að fara til Boston.
Stórkostlega söguleg frétt af mbl.is

Erlent AP 19.1.2005 11:40
Kaþólska kirkjan á Spáni leggur blessun sína yfir smokkanotkun
Kaþólska kirkjan á Spáni hefur tekið óvænta stefnubreytingu og segist nú styðja smokkanotkun til að draga úr útbreiðslu alnæmis.
„Smokkar hafa hlutverki að gegna í því að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis í heiminum,“ sagði Juan Antonio Martinez Camino, talsmaður Spænska biskuparáðsins eftir að hann átti fund með Elenu Salgado heilbrigðisráðherra til að ræða leiðir til að heftra útbreiðslu sjúkdómsins.
Kaþólska kirkjan hefur ítrekað synjað beiðnum um að hún samþykki að smokkanotkun væri í lagi til að berjast gegn útbreiðslu alnæmis. Vatíkanið telur að smokka eigi ekki að nota til að berjast gegn HIV-smiti, vegna þess að þeir séu ónáttúruleg getnaðarvörn.
Martinez Campos sagði að afstaða kirkjunnar hefði fengið stuðning hjá vísindaheiminum. Hann vitnaði í nýlega grein sem birtist í læknablaðinu Lancet þar sem lýst er yfir stuðningi við svokallaða ABC aðferð, sem felur í sér að vera skírlífur, trúr maka sínum og nota smokka.
„Kirkjan hefur miklar áhyggjur og áhuga á þessu vandamáli,“ sagði hann.
Samband lesbía, homma, kynskiptinga og tvíkynhneigðra á Spáni fagnaði ákvörðuninni. „Ég held að það hafi verið óumflýjanlegt að kirkjan myndi breyta afstöðu sinni,“ sagði Beariz Gimeno, forseti sambandsins.
Spænska dagblaðið El Pais bendir á í dag að það sé ekki lengra síðan en í nóvember sem Spænska biskuparáðið lagðist ákaft gegn herferð heilbrigðisráðuneytisins þar sem fólk var hvatt til að nota smokka. Blaðið hafði þá eftir Marinez Campos að það væru „alvarleg rangindi“ að halda því fram að getnaðarvarnir drægju úr útbreiðslu alnæmis.
Í júní sagði forseti fjölskylduráðs kirkjunnar, Alfonso Lopez Trujillo, að smokkanotkun væri „ein tegund rússneskrar rúllettu“ í baráttunni gegn alnæmi. Voru þau orð gagnrýnd mjög af spænsku ríkistjórninni, Alþjóðaheilbrigðisstofnunni og ýmsum samtökum sem vinna að því að hefta útbreiðslu alnæmis.
Vinstri menn á þingi sögðu stefnubreytingu kirkjunnar „sögulegt skref í framfaraátt.“