Ég á góða, gáfaða og skemmtilega mömmu. Hún var frábær að undirbúa veisluna, hjálpa mér að velja kjól og gaf mér flugmiða til og frá New York í gjöf.
Ég er enn með kvef sem lýsir sér í heiftarlegu nefrennsli, slappleika og hálssærindum. Læking óskast.
Ég fann tvo flotta steina í gær, einn skærgrænan og annan ljósbrúnan með rauðri og gulri rönd. Í dag fann ég fyrsta bronsið mitt í sumar sem var reyndar mjög lítið og fyrsta naglann minn í sumar sem virtist reyndar vera frekar nýlegur.
No comments:
Post a Comment