Monday, March 26, 2007

Í kvöld fórum við Mike út að borða á japanskan veitingastað sem heitir Kenka. Þar kostar bjórinn bara $1,50 og það er hægt að panta alls konar æðislegan bar mat að japönskum sið. Við fengum okkur smokkfisk pönnukökur og heilan djúpsteiktan frosk og bæði var sérlega ljúffengt.
Það er loksins aðeins farið að örla á vori hér en það er samt ekki orðið neitt sérlega hlýtt ennþá en þetta er allt á réttri leið.
Ég keypti líka loksins webcam á sunnudaginn svo núna er hægt að tala við mig í mynd á Skypinu og víðar. Verst er bara að nú þarf maður alltaf að vera svo fínn þegar maður hringir heim...

Friday, March 23, 2007
















Í dag fór ég í próf og það gekk ágætlega. Við það tækifæri mundi ég að það voru orðin næstum 2 ár síðan að ég hafði tekið próf í einhverju svo það var ekki seinna vænna að pússa rykið af blýantnum, strokleðrinu og reiknivélinni.

Í dag fórum við Mike að skoða World Trade Center og Wall Street. Við álpuðumst til að skoða The Museum of the American Indian og það var einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Þar voru bæði til sýnis hefðbundnir listmunir frá hinum ýmsu ættflokkum og svæðum og nútímalistaverk sem voru hvert öðru flottara.

Einna flottast fannst mér þó þessi útskorni hvals hryggjarliður sem var frá inúítum í Alaska, ótrúlega töff.

Tuesday, March 20, 2007

Þorrablót Íslendingafélagsins var mögnuð skemmtun. Maturinn var sérlega ljúffengur og rann mjúklega niður með brennivíninu. Flutt var minni kvenna og karla, sungið og stiginn dans af miklum móð. Ég kom ekki heim fyrren um fjögur.

Saturday, March 17, 2007

Sumarið kom fyrradag, þá var 20°C hiti og vor í lofti. Í dag er búin að vera hagléls-slydda og hitastig rétt undir frostmarki. Ég hef því lært að það er ekki bara á Íslandi sem veður skipast skjótt í lofti.
Eftir að hafa sent útdrátt fyrir ráðstefnu í Frakklandi í haust og allt í góðu með það nema nú þarf ég að senda hann líka á frönsku...
Nýja Arcade Fire platan er tær snilld ****
Ég er að lesa The Woman in White aftur því hún er æði yfirleitt get ég samt bara lesið svona 2 bls því ég er svo þreytt á kvöldin, ég get varla haldið mér vakandi fram að miðnætti.
Annars er ég ánægð að það er búið að flýta klukkunni, það er kominn sumartími (þó sumarið sé að stríða okkur) svo núna er bjart næstum til sjö á kvöldin.
Ég ákvað um daginn að ég ætla að fara á ráðstefnu samtaka bandarískra fornleifafræðinga í Austin, Texas. Hún er í lok apríl og ég fæ að gista hjá systur Eriku sem býr þar. Hún er að læra að vera arkítekt og klárar í vor. Austin á að vera mjög skemmtileg borg svo það verður vonandi gaman.
Hildur er líka bráðum að koma í heimsókn og það verður æði. Nú þarf ég bara að taka mig enn meira á í lærdómnum svo ég massi þetta blessaða próf. Fyrst er samt miðannarpróf í mannfræðikúrsinum mínum og ég þarf aðeins að læra fyrir það.

Monday, March 12, 2007

Mér hafa að undanförnu borist nokkrar kvartanir vegna bloggleysis og ég er að reyna að bæta úr því.
Ég lauk nýlega við að lesa ævisögu ljósmyndarans Diane Arbus sem mín ágæta vinkona Hjördís gaf mér um árið. Diane Arbus bjó alla sína ævi í New York, pabbi hennar átti stóra búð sem var einmitt til húsa þar sem skólinn minn er núna. Það er ótrúlega gaman að lesa bókina og sjá hve mikið New York hefur breyst síðan í byrjun 20. aldarinnar. Diane Arbus er þekkt fyrir freak-myndir, hún tók myndir af vændiskonum, sirkus-fólki og svona, allt saman mjög dramatískt. Hún tók líka margar myndir af frægu fólki en yfirleitt fannst viðfangsefnumum þær ekki vera birtingarhæfar því allt var svo hrátt hjá henni.
Um næstu helgi er ég að fara á Íslendinga þorrablót, voða spennó.

Thursday, March 08, 2007

Um helgina verð ég ásamt samnemendum mínum að kynna þær rannsóknir sem við erum að vinna að á Pól-helgi New York borgar á American Museum of Natural History. Það ætti að vera gaman, ég bjó til nýtt plakat um beinin frá Grænlandi ásamt Konrad samnemanda mínum og það er rosalega flott.
Sjúkraþjálfunin vegna bakverkja er ekki enn sem komið er að skila sér í minni verkjum en kannski kemur það þegar ég er búin að vera í meira en viku en ég er ekki sérlega þolinmóð í þessu.

Tuesday, March 06, 2007

Í gær upplifði ég nokkuð sem ég hélt að væri sér-íslenskt fyrirbæri hér í New York borg. Á tímabili var nefnilega rok, snjór og glampandi sól á sama tíma, sannast sagna fannst mér þetta nokkuð heimilislegt.

Sunday, March 04, 2007



Voða sætar eftir afmæli hjá Quin. Lengst til hlgri er Ashlea svo Quin, Paola og svo ég.