Thursday, March 08, 2007

Um helgina verð ég ásamt samnemendum mínum að kynna þær rannsóknir sem við erum að vinna að á Pól-helgi New York borgar á American Museum of Natural History. Það ætti að vera gaman, ég bjó til nýtt plakat um beinin frá Grænlandi ásamt Konrad samnemanda mínum og það er rosalega flott.
Sjúkraþjálfunin vegna bakverkja er ekki enn sem komið er að skila sér í minni verkjum en kannski kemur það þegar ég er búin að vera í meira en viku en ég er ekki sérlega þolinmóð í þessu.

2 comments:

Anonymous said...

Ef þú vilt vera öðruvísi á pólhelginni ættir þú að kynna þér þetta.
http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2007/03/09/wpolar09.xml

Ö

Anonymous said...

Já það er gott að einhverjum finnist sniðugt að hafa sjókomu, sól og rok á sama tíma en ég er alveg komin með skammtinn af því í bili og krefst þess að það verði sól annan tímann á meðan ég verð í heimsókn í stórborginni...sem verður eftir 3 vikur!!!:) Og Albína, trúðu mér, ég hef "örlitla reynslu" af sjúkraþjálfun, það þarf meira en viku og stundum meira en tvær og jafnvel þrjár. En ég vona svo sannarlega að þetta muni hjálpa þér þegar þú verður búin að fara í fleiri skipti!...já og að sjúkraþjálfarinn sé sætur, mikið atriði.