Í kvöld fórum við Mike út að borða á japanskan veitingastað sem heitir Kenka. Þar kostar bjórinn bara $1,50 og það er hægt að panta alls konar æðislegan bar mat að japönskum sið. Við fengum okkur smokkfisk pönnukökur og heilan djúpsteiktan frosk og bæði var sérlega ljúffengt.
Það er loksins aðeins farið að örla á vori hér en það er samt ekki orðið neitt sérlega hlýtt ennþá en þetta er allt á réttri leið.
Ég keypti líka loksins webcam á sunnudaginn svo núna er hægt að tala við mig í mynd á Skypinu og víðar. Verst er bara að nú þarf maður alltaf að vera svo fínn þegar maður hringir heim...
1 comment:
Bjór á $1.50 hljómar vel en ég held ég kjósi frekar ljúffengt sushi fram yfir smokkfiskpönnukökur. Vorið hefur ennþá viku og einn dag til að láta sjá sig...
Post a Comment