Sumarið kom fyrradag, þá var 20°C hiti og vor í lofti. Í dag er búin að vera hagléls-slydda og hitastig rétt undir frostmarki. Ég hef því lært að það er ekki bara á Íslandi sem veður skipast skjótt í lofti.
Eftir að hafa sent útdrátt fyrir ráðstefnu í Frakklandi í haust og allt í góðu með það nema nú þarf ég að senda hann líka á frönsku...
Nýja Arcade Fire platan er tær snilld ****
Ég er að lesa The Woman in White aftur því hún er æði yfirleitt get ég samt bara lesið svona 2 bls því ég er svo þreytt á kvöldin, ég get varla haldið mér vakandi fram að miðnætti.
Annars er ég ánægð að það er búið að flýta klukkunni, það er kominn sumartími (þó sumarið sé að stríða okkur) svo núna er bjart næstum til sjö á kvöldin.
Ég ákvað um daginn að ég ætla að fara á ráðstefnu samtaka bandarískra fornleifafræðinga í Austin, Texas. Hún er í lok apríl og ég fæ að gista hjá systur Eriku sem býr þar. Hún er að læra að vera arkítekt og klárar í vor. Austin á að vera mjög skemmtileg borg svo það verður vonandi gaman.
Hildur er líka bráðum að koma í heimsókn og það verður æði. Nú þarf ég bara að taka mig enn meira á í lærdómnum svo ég massi þetta blessaða próf. Fyrst er samt miðannarpróf í mannfræðikúrsinum mínum og ég þarf aðeins að læra fyrir það.
No comments:
Post a Comment