Wednesday, January 31, 2007

Vísir, 31. jan. 2007 21:06
Klósett sprengt upp í grunnskóla
Klósett var sprengt upp í einum af grunnskólum borgarinnar í gær. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við uppátækið. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að á öðrum stað í borginni var vatnsslöngu stungið inn um glugga í kjallaraíbúð og skrúfað frá. Ófögur sjón mætti húsráðendum þegar þeir komu heim til sín enda hafði vatnið runnið um allt. Bæði málin eru í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ég man eftir nokkrum svona tiltækjum á meðan ég var í Garðaskóla. Sumir samnemendur fengu hreinlega ekki nóg af því að sprengja klósettskálar og skápa og aldrei komst það í fréttirnar....

Friday, January 26, 2007

Ég hef hafði undirbúning fyrir 1. stigs prófið sem ég þarf að taka til að komast á 2. stig í doktorsnáminu.
Prófið tekur tvo daga. Fyrri daginn þarf ég að svara 3 spurningum um aðferðafræði og menningarsögu. Síðari daginn þarf ég að svara 3 spurningum um hvernig hægt er að beita fornleifafræðikenningum í rannsóknum.
Í öllum spurningunum þarf að vísa í helstu heimildir, höfund og ár svo það er ansi margt sem ég þarf að rifja upp, skerpa á og læra. Ég er samt nokkuð spennt og ég held að þetta sé gott tækifæri til að draga saman allt sem ég hef lært undanfarin 5 ár.

Thursday, January 25, 2007

Í ljósi gífurlegrar óheppni sem hefur elt mig á ýmsum sviðum undanfarna daga ákvað ég að styrkja Rauða krossinn um 5000 kr. Ef ég geri góðverk þá hlýtur þetta að lagast hjá mér. Ég ætla líka að fara með dót í Hjálpræðisherinn.
Ég sópaði líka og reyndi að gera fínt í íbúðinni því Erika kemur heim á morgun.
Aðrar hugmyndir að góðverkum eru vel þegnar.

Wednesday, January 24, 2007

Ekki laust við að ég sé ánægð með þetta!

January 2007:

CUNY Doctoral Faculty Ranked Among Nation's Best New Survey Measures Scholarly Achievement

CUNY Graduate Center faculty, and by extension faculty throughout the City University system, have been ranked up among the nation’s best, according to a new method of assessing the relative strength of doctoral programs by scholarly productivity. The recently released Faculty Scholarly Productivity Index placed ten of the Graduate Center’s Ph.D. Programs among the top ten in the country, and six were ranked in the top five. In the “broad” category of humanities, the Graduate Center was fourth; the first three were Harvard, Yale, and Princeton.

The research was conducted by Academic Analytics, and an overview of the findings was reported in the January 12 issue of the Chronicle of Higher Education. The Graduate Center’s programs ranked in the top ten in the country include: Art History, Classics, Criminal Justice, English, French, Hispanic and Luso-Brazilian Literatures and Languages, Linguistics, Music, Philosophy, and Theatre.

“We are delighted with these results,” said Graduate Center President William P. Kelly. “They affirm the wisdom of CUNY’s consortial approach to doctoral education; they document the extraordinary productivity and the outstanding quality of our faculty; and they document, with striking clarity, the renaissance this great university has experienced across the last several years.”

The ranking method utilizes a complex, weighted formula to take into account scholarly publications, honors and awards, and grants. By quantifying such activity while accounting for variation in significance (published books versus articles, for example) and varying criteria in different fields (humanities publications versus scientific research, for example), the Faculty Scholarly Productivity Index strives to come up with an objective measurement of scholarly faculty activity within individual Ph.D. programs. This measurement then offers a parity for evaluating and comparing the quality of the programs.

The approach was devised by Lawrence B. Martin, graduate dean at SUNY Stony Brook, which partially owns Academic Analytics. Martin was seeking more objective means of assessing academic quality than are offered by other rankings. The leading standard for across-the-board rankings of doctoral programs has long been the National Research Council=s (NRC) survey, which is usually released every ten years. The updated NRC rankings have been delayed by the implementation of a new methodology, which was developed because many felt the survey=s peer-based reputational criteria were too subjectively weighted. U.S. News and World Report C more known for its undergraduate and professional school rankings C only evaluates selected Ph.D. fields on a rotating basis. Their criteria are not fully disclosed, and some consider those rankings to also be subjective.

The Graduate Center is the doctorate-granting institution of the City University of New York (CUNY). An internationally recognized center for advanced studies and a national model for public doctoral education, the school offers more than thirty doctoral programs, as well as a number of master’s programs. Many of its faculty members are among the world’s leading scholars in their respective fields, and its alumni hold major positions in industry and government, as well as in academia. The Graduate Center is also home to twenty-eight interdisciplinary research centers and institutes focused on areas of compelling social, civic, cultural, and scientific concerns. Located in a landmark Fifth Avenue building, the Graduate Center has become a vital part of New York City’s intellectual and cultural life with its extensive array of public lectures, exhibitions, concerts, and theatrical events. Further information on the Graduate Center and its programs can be found at www.gc.cuny.edu.
Ég er gífurlega ánægð með mig, ég var að klára eitt stykki ritgerð. Ég er bara búin að vera vinna í henni síðan mars 2006!
Þá er bara að halda áfram að undirbúa sig fyrir skólann, ég er ekki enn búin að þvo allan þvottinn minn og verkið er farið að vaxa mér nokkuð í augum.
Annars vorum við Mike mjög dugleg um daginn og settum upp gardínur. Það var orðið nokkuð áríðandi, ég gat illa lært við skrifborðið mitt því sólin skein beint í augun á mér og svo var líka kalt í íbúðinni. Ég hengdi líka upp nokkrar myndir, setti upp hanka fyrir kisusvuntuna mína í eldhúsinu og setti upp nýja handklæðastöng. Ég á enn eftir að hengja upp nokkrar myndir, aldrei að vita nema það gerist um helgina.
Annars er ég spennt að fara á Ampop tónleika hér í borg í byrjun febrúar, það ætti að vera gaman þeir eru svo mikil snilld. Ég sá þá fyrst með Hildi á menningarnótt örugglega 2002 eða eitthvað ótrúlega langt síðan. Síðast sá ég þá á Lunga á Seyðisfirði þar sem þeir voru snilld að venju.

Monday, January 22, 2007

"Þeir geta ekki misst þetta niður og þó..."
Þessi fleygu orð sagði lýsandinn á leik Íslands og Frakka.
"Þeir spila eins og englar strákarnir"
Mér tókst að læsa mig úti í dag þegar ég fór út með ruslið. Það var dýrt spaug. Eini aukalykinni er hjá Jeff kærasta Eriku og ég mundi ekki símann hjá honum eða henni eða neinum öðrum þegar út í það er farið. Þá dugði ekkert annað en að fá lásasmið og það kostaði heila $215 sem mér reiknast til að sé jafn mikið og á Íslandi. Mér blöskraði kostnaðurinn nokkuð, þetta tók manninn heilar 5 mínútur en svona er þetta bara stundum. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur ætla ég héðan í frá ekki að fara út með ruslið heldur bara safna því upp hérna í íbúðinni.
Ég fór annars í skemmtilegt partý á laugardaginn, við fórum upp á þak í nístingskulda en útsýnið yfir Manhattan var dásamlegt. Hins vegar komst ég að því að Queens er svona eins og Kópavogur alveg ómögulegt að rata þar samt hafði ég kíkt á kort og þetta átti allt að vera gasalega einfalt en það tók mig um 1 klst að komast á staðinn sem er hlægilega stutt frá heimili mínu, ekki gott mál. Ég er að ganga í gengum einhverja óheppnisviku núna vonandi líkur henni á morgun...

Friday, January 19, 2007


Mamma celeb!

Thursday, January 18, 2007

Vísir, 18. jan. 2007 18:45
Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar.En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? "Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona."Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. "Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna."Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: "Bara í samræmi við landslög, já."

Alltaf gaman að sjá svona, vildi að ég hefði kosningarétt svo ég gæti kosið hana!
Ég hef þjáðst af mikilli blogg-leti undanfarið. Fyrir þessu er nokkrar ástæður svo sem jólin og svo hef ég verið að vinna í að koma upp nýrri og fínni síðu fyrir Fornleifafræðingafélag Íslands, endilega skoðið árangurinn.
Eins og áður hefur komið fram fór ég út 8. janúar til að Mike gæti komið í heimsókn til mín og svo þarf ég líka að ganga frá ýmsu áður en skólinn byrjar 29. janúar.
Það var gott að koma aftur í íbúðina mína en núna er raunveruleikinn að hefjast á fullu með ritgerðum, þvotti og skemmtilegheitum.
Núna ætla ég að klára eitt stykki ritgerð ellegar má ég hundur heita!

Thursday, January 04, 2007

Ég fer aftur til New York mánudaginn 8. janúar.
Ég var að búa mér til heimasíður á googlepages, það er fáránlega einfalt og kostar ekki neitt. Þetta verður aðallega svona fræðilegt dót um mig, gífurlega spennó en endilega lítiði á árangurinn http://albinap.googlepages.com/home

Monday, January 01, 2007

Gleðilegt ár!