Ég er gífurlega ánægð með mig, ég var að klára eitt stykki ritgerð. Ég er bara búin að vera vinna í henni síðan mars 2006!
Þá er bara að halda áfram að undirbúa sig fyrir skólann, ég er ekki enn búin að þvo allan þvottinn minn og verkið er farið að vaxa mér nokkuð í augum.
Annars vorum við Mike mjög dugleg um daginn og settum upp gardínur. Það var orðið nokkuð áríðandi, ég gat illa lært við skrifborðið mitt því sólin skein beint í augun á mér og svo var líka kalt í íbúðinni. Ég hengdi líka upp nokkrar myndir, setti upp hanka fyrir kisusvuntuna mína í eldhúsinu og setti upp nýja handklæðastöng. Ég á enn eftir að hengja upp nokkrar myndir, aldrei að vita nema það gerist um helgina.
Annars er ég spennt að fara á Ampop tónleika hér í borg í byrjun febrúar, það ætti að vera gaman þeir eru svo mikil snilld. Ég sá þá fyrst með Hildi á menningarnótt örugglega 2002 eða eitthvað ótrúlega langt síðan. Síðast sá ég þá á Lunga á Seyðisfirði þar sem þeir voru snilld að venju.
No comments:
Post a Comment