Monday, January 22, 2007

"Þeir geta ekki misst þetta niður og þó..."
Þessi fleygu orð sagði lýsandinn á leik Íslands og Frakka.
"Þeir spila eins og englar strákarnir"
Mér tókst að læsa mig úti í dag þegar ég fór út með ruslið. Það var dýrt spaug. Eini aukalykinni er hjá Jeff kærasta Eriku og ég mundi ekki símann hjá honum eða henni eða neinum öðrum þegar út í það er farið. Þá dugði ekkert annað en að fá lásasmið og það kostaði heila $215 sem mér reiknast til að sé jafn mikið og á Íslandi. Mér blöskraði kostnaðurinn nokkuð, þetta tók manninn heilar 5 mínútur en svona er þetta bara stundum. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur ætla ég héðan í frá ekki að fara út með ruslið heldur bara safna því upp hérna í íbúðinni.
Ég fór annars í skemmtilegt partý á laugardaginn, við fórum upp á þak í nístingskulda en útsýnið yfir Manhattan var dásamlegt. Hins vegar komst ég að því að Queens er svona eins og Kópavogur alveg ómögulegt að rata þar samt hafði ég kíkt á kort og þetta átti allt að vera gasalega einfalt en það tók mig um 1 klst að komast á staðinn sem er hlægilega stutt frá heimili mínu, ekki gott mál. Ég er að ganga í gengum einhverja óheppnisviku núna vonandi líkur henni á morgun...

1 comment:

Eyja said...

Það væri nú dálítið gaman að sjá engla spila handbolta, í svona hvítum kyrtlum og svoleiðis.

Þegar ég var í menntó var einu sinni náð í mig í tíma til að senda lykil með leigubíl til mömmu. Hún hafði læst sig úti á náttsloppnum við að fara út með ruslið.