Vísir, 31. jan. 2007 21:06
Klósett sprengt upp í grunnskóla
Klósett var sprengt upp í einum af grunnskólum borgarinnar í gær. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við uppátækið. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að á öðrum stað í borginni var vatnsslöngu stungið inn um glugga í kjallaraíbúð og skrúfað frá. Ófögur sjón mætti húsráðendum þegar þeir komu heim til sín enda hafði vatnið runnið um allt. Bæði málin eru í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ég man eftir nokkrum svona tiltækjum á meðan ég var í Garðaskóla. Sumir samnemendur fengu hreinlega ekki nóg af því að sprengja klósettskálar og skápa og aldrei komst það í fréttirnar....
No comments:
Post a Comment