Ég hef þjáðst af mikilli blogg-leti undanfarið. Fyrir þessu er nokkrar ástæður svo sem jólin og svo hef ég verið að vinna í að koma upp nýrri og fínni síðu fyrir Fornleifafræðingafélag Íslands, endilega skoðið árangurinn.
Eins og áður hefur komið fram fór ég út 8. janúar til að Mike gæti komið í heimsókn til mín og svo þarf ég líka að ganga frá ýmsu áður en skólinn byrjar 29. janúar.
Það var gott að koma aftur í íbúðina mína en núna er raunveruleikinn að hefjast á fullu með ritgerðum, þvotti og skemmtilegheitum.
Núna ætla ég að klára eitt stykki ritgerð ellegar má ég hundur heita!
No comments:
Post a Comment