Sunday, September 28, 2008


Ótrúlegt! Ég er hrædd.
 

Ég fór með Eriku og Kim vinkonu hennar á yfirlitssýningu á verkum listakonunnar Louise Bourgeois í Guggenheim safninu á föstudaginn og það var ótrúlega gaman. Hún er 96 ára og er enn virk listakona og hefur haft víðtæk áhrif. Hún málar, teiknar, býr til höggmyndir og fleira alveg ótrúlegur ferill. Alltaf gaman að heyra um svona kjarnakonur.
Posted by Picasa

Tuesday, September 23, 2008

Eftir mikla fyrirhöfn tókst mér að opna pakkninguna með Office sem ég fékk í dag. Það var svona 10000 sinnum erfiðara að opna pakkann en að setja forritið upp. Kannski þarf eitthvað að endurskoða þar.
Hér er ennþá yndislegt haustveður yfir 20°C hiti og fínt.

Sunday, September 21, 2008

Í gær var íslenskur dagur hjá mér. Hann hófst með bláu innflutningspartýi hjá Álfheiði á föstudagskvöldið þar sem heiðursgesturinn var forláta blár leðursófi...
Mjög gaman og mjög blátt.
Á laugardaginn var svo pulsugrill hjá Íslendingafélaginu í Prospect Park sem var yndislegt enda veðrið gott. Við Ragnheiður Helga fórum svo í smá verslunarleiðangur í Soho og fórum svo á frábæra tónleika með Mugison ásamt Álfheiði. +
Því miður gleymdi ég myndavelinni.

Friday, September 12, 2008

 

Við Varði vorum dugleg í dag, fórum á pósthúsið og svo að versla og Varði keypti þrennar buxur en ég keypti ekki neitt (sem hefur aldrei gerst áður!).
Við höfðum svo tíma til að skjótast aðeins heim áður en við fórum á MoMa. Það var hellirigning og við þurftum aðeins að bíða í röð en það var þess virði. Við kíktum á Dalí sýninguna og skoðuðum allar fastasýningarnar. Við fórum svo og fengum okkur sushi niðri hjá St. Mark's Place og það var gott.
Posted by Picasa