Friday, September 12, 2008

 

Við Varði vorum dugleg í dag, fórum á pósthúsið og svo að versla og Varði keypti þrennar buxur en ég keypti ekki neitt (sem hefur aldrei gerst áður!).
Við höfðum svo tíma til að skjótast aðeins heim áður en við fórum á MoMa. Það var hellirigning og við þurftum aðeins að bíða í röð en það var þess virði. Við kíktum á Dalí sýninguna og skoðuðum allar fastasýningarnar. Við fórum svo og fengum okkur sushi niðri hjá St. Mark's Place og það var gott.
Posted by Picasa

1 comment:

Anonymous said...

Af hverju er drengurinn ekki í skólanum?
Ö