Friday, January 30, 2009

Hvað er að gerast á Íslandi? Fyrst stela tvær konur nokkrum hnökkum, síðan reyna tveir 14 ára drengir að brjótast inn í fiskbúð og svo verst af öllu er Pítan rænd!

Innlent | mbl.is | 30.1.2009 | 07:38
Vopnað rán í Pítunni

Þrír menn rændu veitingastaðinn Pítuna laust fyrir kl. 22 í gærkvöldi. Þeir otuðu hnífi og höfðu á brott með sér um 50 þúsund kr. Að sögn lögreglunnar er enginn grunaður um verknaðinn en málið er í rannsókn.

Mennirnir voru klæddir svörtum úlpum og huldu andlitin með klútum. Hundur var fenginn til að reyna að rekja slóð mannanna en það tókst ekki þar sem margir ganga um svæðið.

Annars var ég að uppgötva að Björn Bjarnason verður ekki ráðherra mikið lengur, ég get ekki sagt að ég muni sakna hans en ég vona að hann fari ekki að blogga meira, mér finnst ekki gaman að heyra um bloggið hans í fréttum.