Tuesday, September 25, 2007

Við Mike fórum á Bjarkar tónleika í Madison Square Garden í gær og það var æðilsegt. Ég var sjálf ekkert svo spennt, var alveg handviss um að þetta gæti ekki jafnast á við tónleikana í Radio City sem er mun minni sem ég fór á í vor. Raunin var hins vegar allt önnur, tónleikarnir voru magnaðir, húsið var nokkuð fullt og Björk var í miklu stuði. Hún tók alveg techno frá tíunda áratugnum á mörg lögin og það var stórfenglegt. Mike fannst líka mjög gaman samt var hann ekkert spenntur fyrir að fara og almennt ekki mikill aðdáandi Bjarkar.
Við fórum líka á ekta rokktónleika með The Black Lips í seinustu viku, þar sem var crow-surfað, hent bjór upp á svið, fólk stökk niður af svölum og ótrlúleg stemmning.
Nú sit ég inni í 29°C að slá inn beinagreiningargögn frá Kirkjubæjarklaustri, partý partý...

Thursday, September 06, 2007


Af mér er allt gott að frétta. Veðrið hér er allt of gott, sól og heitt. Ég veit ekki afhverju ég er að kvarta yfir því. Við Mike fórumn á ströndina í Coney Island í seinustu viku, það var æði. Það er strax nóg að gera í skólanum svo ég er fegin að vera bara í tveimur kúrskum svo ég hafi nú tíma til að greina bein og svona.