Tuesday, December 18, 2007




Við Mike héldum litlu jólin okkar í kvöld. Eftir að hafa þeyttst um allan bæinn að kaupa gjafir elduðum við andabringur með sósu, ferskum aspas og kartöflumús. Eftir matinn horfðum við svo á The Grinch með Jim Carrey sem er besta mynd í heimi.

Thursday, December 13, 2007

Svör við spurningum Vöku
Þetta var peningaveskið mitt, reyndar fjólublátt líka en ekki taskan sem ég keypti daginn sem við vorum saman í NY, sem er reyndar sjúklega æðislega geggjuð.
Myndbandið fyrir neðan er frá Radiohead, Reckoner uppáhaldslagið mitt af nýja disknum.

Wednesday, December 12, 2007



Við Mike fórum í smá jólagöngutúr upp 5th Avenue í gærkvöldi. Hér eru myndir.
Heppni í óheppni! Einhverjum mun vera kunnugtu um að veskinu mínu var stolið þegar ég var í Antibes í Suður Frakklandi á fiskibeinaráðstefnu. Ég bjóst ekki við að sjá veskið nokkurn tíman aftur, það höfðu verið teknir $900 út af bandaríska debet kortinu mínu (sem ég fékk aftur frá bankanum sem betur fer) og þetta var að mínu mati verk afar slyngs alþjóðlegs glæpahrings. Í morgun er ég svo að lesa tölvupóstinn minn og er þar ekki bréf frá sendiráðinu í París. Veskið mitt hafði einhvernveginn ratað til ræðismannsins í Marseille og var nú í sendiráðinu og hvort ég vildi ekki fá það sent heim! Kannski er þetta aprílgabb nema það er ekki apríl....
Í fyrradag eldðuðum við Mike Pad tai með rækjum úr hinni frábæru Betty Crooker matreiðslubók og það var svakalega gott.
Veðrið hér er mjög gott núna, 11°C það hitnaði aftur en það hafði verið undir frostmarki í svona viku.

Sunday, December 09, 2007

Saturday, December 08, 2007

Við Mike elduðum Sloppy Joe's (Subbulega Jóa) og kartöflupönnukökur úr Betty Crooker matreiðslubókinni sem við fengum senda frá pabba og Láru og það heppnaðist bæði mjög vel.
Ég er aðeins farin að komast í jólastuð og er orðin spennt að koma heim. Ég er búin að ganga frá flestum jólagjöfum svo vonandi verður ekki mikið stress.

Tuesday, December 04, 2007

Mike verdur ekki med ad tessu sinni, hann fer heim til sinnar fjolskyldu i Chicago en tad er aldrei ad vita nema hann komi med mer til Islands i sumar.
Það kom jólasnjór hérna í gær en hann er farinn aftur.
Annars er það í fréttum að ég kem heim að morgni 21. desember og fer aftur 1. janúar þar sem ég er að fara í vettvangsskóla á Barbuda 3. janúar. Ég er nokkuð spennt en hefði þó viljað vera aðeins lengur heima á Íslandi.

Saturday, November 24, 2007


Ásgeir töffari með Cars tattú

Þakkargjörðarmáltíðin okkar Mike, þetta heppnaðist allt svakalega vel.

Af músamálum er allt gott að frétta það hefur ekki sést til neinnar óværu hér síðan Antonio húsvörður kom og lokaði fyrir gatið.

Friday, November 16, 2007


Vegna mikilla anna í skólanum og við flutninga hef ég ekki haft tíma til að blogga. Það hefur heldur ekki neitt spennandi verið að gerast. Við Mike fórum reyndar á tónleika með The Black Angels sem voru nokkuð góðir og þeir bundu endahnútinn á Svörtu þrenninguna. Við höfum sem sagt farið á tónleika með The Black Lips, Black Mountain og The Black Angels. Black Lips voru bestir.
Annars hefur lítt velkominn gestur verið að gera vart við sig í íbúðinni hjá okkur en músin náðist í límgildru í gær. Þrátt fyrir að vera afar illa við að hafa hana á ferli hérna hjá okkur þá var ekki gaman að sjá greyið engjast en það var ekkert við því að gera.

Tuesday, October 30, 2007

Við erum flutt inn, þetta hafðist og við gleymdum bara tannburstum og tannkremi í gömlu íbúðinni.
Nú er bara að ganga frá öllu saman. Við erum ekki netlaus eins og við óttuðumst því einhver hér í blokkinni er með þráðlausa netið sitt opið.
Við erum alveg búin á því og þó er klukkan ekki orðin 4. Það er erfitt að flytja.

Sunday, October 28, 2007

Jæja þá er komið að því, við Mike flytjum á þriðjudaginn. Við hömuðumst við að pakka í gær og erum langt komin. Í dag þurfum við að fara að kaupa okkur sjónvarp og DVD spilara og klára að pakka. Hér má sjá staðsetningu íbúðarinnar, rétt hjá neðanjarðarlestarstöð í frekar indversku hverfi. Við Mike erum spennt fyrir að geta keypt naan-brauð á 50 cent.
Ég mun reyna að setja upp myndir af íbúðinni fljótlega en þar sem við verðum net-, síma- og sjónvarpslaus í íbúðinni til 5. nóvember þá gæti það tafist. Við vorum víst heldur sein að panta menn frá cable fyrirtækinu sem setur allt þetta fínerí upp.

Saturday, October 27, 2007

 
Mike var að gefa mér þessar æðislegu rósir. Hann er bestur í heimi.
Posted by Picasa

Friday, October 26, 2007

 
Posted by Picasa

Hér erum við Hildur á ströndinni í Montpellier og þetta er Miðjarðarhafið sem sjá má í baksýn. Þessi mynd var tekin núna í október!
 
Posted by Picasa

Þetta er pardusköttur eða ocelot sem við Hildur sáum í dýragarðinum í Montpellier, ekki mikið stærri en köttur. Við sáum líka fullt af öpum, ljón, slöngur, birni og fleira rosalega gaman.

Saturday, October 20, 2007

Ég er komin til Hildar í Montpellier í gott yfirlæti. Búin að fá rósavín, pítsu og súkkulaði. Á morgun ætlum við kannski á ströndina og svo er dýragarður hér sem er náttúrulega snilld.
Fyrirlesturinn á fiskibeinaráðstefnunni gekk vel meira um það síðar.

Monday, October 15, 2007

Amma, afi, mamma og Varði bróðir eru farin og á morgun er ég að fara til Frakklands á ráðstefnu í Antibes og eftir hana ætla ég að hitta Hildi í Montpellier í nokkra daga.
Afmælið mitt var æði, gaman að hafa fjölskylduna hjá mér. Takk fyrir allar kveðjurnar, símtölin, kortin og gjafirnar.
Afi samdi handa mér eftirfarandi vísu

Vinna, greina, velja, þrá
vera í léttu stuði.
Ótal óskir okkur frá
í öllu þínu puði.

Það er aðeins farið að kólna hérna en veðrið er samt ennþá gott.
Nú þarf ég að klára að taka mig til.

Tuesday, September 25, 2007

Við Mike fórum á Bjarkar tónleika í Madison Square Garden í gær og það var æðilsegt. Ég var sjálf ekkert svo spennt, var alveg handviss um að þetta gæti ekki jafnast á við tónleikana í Radio City sem er mun minni sem ég fór á í vor. Raunin var hins vegar allt önnur, tónleikarnir voru magnaðir, húsið var nokkuð fullt og Björk var í miklu stuði. Hún tók alveg techno frá tíunda áratugnum á mörg lögin og það var stórfenglegt. Mike fannst líka mjög gaman samt var hann ekkert spenntur fyrir að fara og almennt ekki mikill aðdáandi Bjarkar.
Við fórum líka á ekta rokktónleika með The Black Lips í seinustu viku, þar sem var crow-surfað, hent bjór upp á svið, fólk stökk niður af svölum og ótrlúleg stemmning.
Nú sit ég inni í 29°C að slá inn beinagreiningargögn frá Kirkjubæjarklaustri, partý partý...

Thursday, September 06, 2007


Af mér er allt gott að frétta. Veðrið hér er allt of gott, sól og heitt. Ég veit ekki afhverju ég er að kvarta yfir því. Við Mike fórumn á ströndina í Coney Island í seinustu viku, það var æði. Það er strax nóg að gera í skólanum svo ég er fegin að vera bara í tveimur kúrskum svo ég hafi nú tíma til að greina bein og svona.

Tuesday, August 21, 2007

Veðrið hérna í stóra eplinu farið að líkjast íslensku haustveðri ískyggilega mikið... nema það er svona 10°C heitara en það er búið að vera þrælskýjað og hellirigning núna í 3 daga og ég verð hreinlega að fara út úr húsi núna. Ég vildi óska að ég væri með 66°N regngalla með mér hérna. Rigninginn hér rignir ekki lárétt eins og á Íslandi heldur upp í mót, þ.e. það rignir svo mikið að þegar droparnir falla á gangstéttar og götur sem eru á floti skvettast svona 1000 dropar upp á leggina á manni. Ekki gott.
Annars er Mike að koma á morgun og ég er gífurlega spennt, ég er búin að búa til smá pláss fyrir hann í fataskápnum og kommóðunni og í staðinn fer ég með stóran poka af ýmsikonar drasli í Hjálpræðisherinn.
Svo eru amma og afi, mamma og Varði bróðir líka búin að ákveða að koma í heimsókn til mín 3. til 9. október og ég er bara strax farin að hlakka til.

Monday, August 13, 2007

Þá fer þessari sumardvöl minni á Íslandi að ljúka en ég fer aftur út á föstudaginn. Vonandi verður öllum flóðum í neðanjarðarlestakerfi New York lokið og allt í lukkunnar velstandi bara. Annars er nóg að gera hjá mér þegar ég kem út eins og alltaf svo sem.
Sumarið er búið að vera gott og ég er alveg andlaus núna, kannski ég getið summað þetta betur upp seinna.

Friday, August 03, 2007

Prag er yndisleg borg. Hér er allt svo hreint og þokkalegt og jafnvel ennþá fallegra en mig minnti. Við erum búin að taka það frekar rólega, þurftum að kaupa kerru fyrir Ásgeir en borðuðum fyrst á æðsilegum ítölskum veitingastað og í kvöld fórum við og borðuðum á kránni úr þeirri ágætu bók um Góða dátann Sveik.
Veðrið er gott, passlega heitt og sól.

Tuesday, July 31, 2007

Ég er að fara til Prag á morgun með pabba, Láru, Ásgeiri litla bróður, Snævari og Svanhvíti tvíburasystur Láru. Ég er bara orðin nokkuð spennt en er reyndar ekki byrjuð að pakka sem á líklega eftir að leiða til mikils neyðarástands á einhverjum tímapunkti á morgun.

Sunday, July 29, 2007

Síðastliðinn mánudag komu fréttamaður og myndatökumaður frá Sjónvarpinu í heimsókn í Vatnsfjörð og tóku við tal við Mjöll Snæsdóttur um uppgröftinn á nýja bænum, Kareni Milek um uppgröftinn á víkingaaldarsvæðinu og við mig um fleytingu. Við biðum mikið eftir því að þetta kæmi í sjónvarpinu en á endanum kom bara viðtalið við mig í Morgunvaktinni á föstudaginn, þið getið hlustað hér.
Ég er nokkuð ánægð með eigin frammistöðu enda er ég langt frá því að vera sérfróð um fleytingar og greiningu plöntuleifa úr fornleifauppgröftum.
 
Í tengslum við blogg Dagnýjar um tískustrauma á Seyðisfirði þá hafði Gugga komið með þá ábendingu að tilgerðarlegt hár væri kannski helsta sameiningartáknið. Ég var þá fljót að skella nettu hliðartagli í mig til að vera í stíl og Vaka gerði slíkt hið sama og hér má sjá árangurinn.
Posted by Picasa
 
Posted by Picasa

Tuesday, July 24, 2007

Eyja klukkaði mig og þar sem ég svaraði aldrei seinasta klukki þá verð ég víst að gera eitthvað í þessu núna...
Hérna eiga að vera hlutir sem fólk veit ekki um mig en þar sem ég er mikil blaðurskjóða og tala stanslaust um sjálfa mig þá fannst mér þetta erfitt.

1. Mér finnst Korn svakalega skemmtileg hljómsveit, ég á alla diskana og langar svakalega mikið á tónleika með þeim.
2. Ég þoli ekki nagla-afklippur, almennt er ég ekki viðkvæm og klíjugjörn en mér finnst þær ógeð.
3. Ég hef aldrei komið til Norges.
4. Húsafell í Þórsmörk er fallegasti staður á Íslandi.
5. Þegar ég var lítil þorði ég ekki að fara niður í kjallara því ég hélt að það myndi koma vampíra að bíta mig.
6. Ég hef bara beinbrotnað einu sinni, þegar litli puttinn minn klemmdist á Hjónagörðunum.
7. Ég er spennt að lesa nýju Harry Potter bókina.
8. Mér finnst kálbögglar (og kjötfars almennt) versti matur í heimi.

Gaman væri nú að vita hvort fólk vissi þessa hluti almennt.

Annars er allt ágætt að frétta héðan úr Vatnsfirði, veðrið hefur verið mjög gott og ég kem aftur í bæinn á laugardaginn og fer svo út til Prag 2. til 10. ágúst og svo út til New York 17. ágúst.

Monday, July 09, 2007

Veðrið hér á Vestfjörðum hefur verið ótrúlegt, ég er komin með nokkuð þéttan lit og allt. Við dveljumst í góðu yfirlæti á Reykjanesi og gröfum í Vatnsfirði. Það er risastór og vel heit sundlaug hér sem gott er að láta þreytuna líða úr kroppnum í. Ég, Bjarney og Monika erum saman í herbergi, ég er í mið-kojunni. Ég hef aldrei verið í þriggja hæða koju áður, nokkuð fyndið, ég þarf að nota stól til að komast upp í.
Á laugardaginn fórum við í gönguferð á Drangjökul og það var alveg yndislegt.
Amma og afi ætla svo að koma í heimsókn á morgun svo það verður voða gaman. Annars höfum við Vaka ákveðið að mæta ekki á MR reunion heldur halda á fjölskylduhátiðina Lunga á Seyðisfirði, það verður tær snilld líkt og í fyrra.

Monday, July 02, 2007

Mæli með Euroshooper Body Lotioninu það er mjög fínt og kostar aðeins 139 kr fyrir stóran brúsa, eini hluturinn sem er ódýr á Íslandi.
Í dag var fyrsti vinnudagurinn í Vatnsfirði, við hreinsuðum torf af svæðum frá í fyrra og opnuðum stórt nýtt svæði og þar má strax sjá byggingu. Við þurftum líka að laga hnitakerfið aðeins eftir veturinn en það var nokkuð rétt. Veðrið hefur leikið við okkur hér eins og aðra landsmenn, vonandi helst þetta svona.
Annars kom mér á óvart hvað það var fljótlegt og fínt að keyra hingað tók um 5 1/2 og nánast allt malbikað nema rétt Þorskafjarðarheiðin og jafnvel vegurinn um hana var í ótrúlega góðu standi. Mikill munur að keyra Bröttubrekkuna frá því sem ég bjó á Reykhólum milli 1989 og 1994 þegar sumar beygjurnar voru svo krappar að það lá við að maður þyrfti að stoppa og bakka til að ná þeim, núna er hún næstum jafn fín og vegurinn uppi á Kárahnjúkum.
Inga Hlín bað um meiri upplýsingar um hina fornu salernisaðstöðu á Hrísheimum og hún verður bara að vera þolinmóð þangað til búið er að gefa meira út, eins og er hef ég þetta allt beint frá Tom og það á enn eftir að greina allan kúkinn en það á áreiðanlega eftir að koma margt spennandi út úr því.

Tuesday, June 19, 2007


Í dag fékk ég að tala við krakka hér úr Reykjadalnum og segja þeim svolítið frá því sem við höfum verið að gera í sumar og undanfarin sumur. Þau voru öll sérlega áhugasöm og vissu þegar mikið því þau höfuð farið í fornleifaskóla hjá Adolf Friðrikssyni fyrr í vor. Á myndinni er Tom og um helmingurinn af krökkunum standandi ofan í elsta þekkta klósetti á Íslandi en það var byggt afar skömmu eftir að Landnáms-gjóskulagið féll um 871.
Annars fer lífið hér batnandi í hlutfall við ört minnkandi flugu og í dag var alveg hreint yndislegt veður sem hægt var að njóta nokkuð án flugnanets.
Þess vinnuferð hefur verið sérlega skemmtileg því ég er loksins búin að sjá hina frægu skálarúst á Hofstöðum sem er miklu stærri en ég hafði nokkurn tíman ímyndað mér og líka Hrísheima sem eru algjör auðn og merkilegt að hugsa til þess að þarna var einu sinni járnrík mýri, nægur skógur til viðarkolagerðar og amk þrír járnbræðsluofnar. Á rannsóknarstofunni í NY bíður okkur gífurlega mikið af beinum frá Hrísheimum sem á eftir að greina og munum við öll hamast við það næstu mánuði og ár.
Ég kíkti líka í heimsókn til Kolbrúnar frænku minnar á Rauðuskriðu. Hún er þar með frábært sveitahótel sem ég vann á í mánuð á því herrans ári 1998. Hún er búin að stækka og bæta allt síðan þá og þar er allt með miklum myndarbrag.
Ég held ég skelli mér í pottinn núna ligga lá

Friday, June 15, 2007

Fyrst birt: 15.06.2007 18:11
Síðast uppfært: 15.06.2007 20:57
Fundað vegna fjárhagsstöðu Arnarfells
Forsvarsmenn Landsvirkjunar, Landsbankans og Lýsingar funduðu í dag vegna fjárhagsstöðu verktakafyrirtækisins Arnarfells, sem byggir meðal annars Hrauna- og Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkjunar. Landsvirkjun hefur áhyggjur af seinkun ýmissa verkþátta hjá verktakafyrirtækinu.

Á fundinum var farið yfir hvernig Arnarfell hyggst herða róðurinn en fyrirtækið hefur nú þegar brugðist við með því að fjölga starfsmönnum á framkvæmdasvæðinu. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að þótt vinnu miði vel á svæðinu séu nokkrir verkþættir á eftir áætlun og Landsvirkjun hafi áhyggjur af því.

Heimildir fréttastofu Útvarps herma að seinkunin á vinnunni sé meðal annars tilkomin vegna bágrar fjárhagsstöðu Arnarfells, fyrirtækið sé jafnvel á barmi gjaldþrots. Í dag óskuðu svo Landsbankinn og Lýsing, lánadrottnar Arnarfells, eftir fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar til að ræða samning fyrirtækisins við Arnarfell og hvaða greiðslur væru framundan á milli verkkaupa og verktaka. Sigurbergur Konráðsson, einn stjórnenda Arnarfells, vildi ekki kannast við meinta alvarlega fjárhagsstöðu fyrirtækisins í dag og sagði verk þess við Kárahnjúkavirkjun á áætlun.

Þessi virkjun er æði!

Annars er flugan okkur lifandi að drepa hérna. Þetta er víst frekar slæmt fluguár, ég er með bit í lófanum. Ég (og reyndar fleiri) er á því að það þurfi að endurreisa kísilverksmiðjuna svo hægt sé að halda áfram að rannsaka allar þær æðislegu fornleifar sem eru í Mývatnssveit.

Wednesday, June 13, 2007

Monday, June 11, 2007


Ég, Konrad, Ramona og George byrjðuðum að vinna í dag. Fyrsta fórnarlambið var eyðibýlið Beinastaðir sem er beint á móti Hofsttöðum en hinu megin við Laxána í Mývatnssveit. Veðrið var þokkalegt en mér var svolítið kalt, það er eðlilegt enda fyrsti dagurinn minn í útivinnu. Við byrjuðum á að teikna, taka myndir og ganga um svæðið og það eru amk 3 mjög skýrar rústir. Þá kom að því að ég þurfti að byrja að stinga niður jarðbor til að finna ruslahaug undir leiðsögn Tom. Okkur tókst ekki að finna hann að þessu sinni en komumst þó að því að megnið af byggingunum er frá því fyrir 1717 og mikið hefur verið um torftöku sem gæti hafa haft slæm áhrif á ruslahauginn. Við gefumst þó ekki upp alveg strax.
Ég læt hér fylgja myndagátu og eru verðlaun í boði fyrir þá sem geta rétt.

Thursday, May 24, 2007

Ég er að fara til Elgin í Illinois þar sem Mike á heima á morgun og verð hjá honum í 11 daga. Ég er rosalega spennt. Ég er því að hamast við að ganga frá öllu í íbúðinni svo það verði eitthvað pláss fyrir Hjördísi og Nonna sem ætla að vera í henni í júní og júlí. Ég kem aftur til NY 5. júní og fer svo heim til Íslands daginn eftir. Ég stoppa stutt í bænum og fer á Mývatn að grafa í ruslahaugum sunnudaginn 10. júní.
Ég er búin að pakka fyrir Íslandsferðina líka og mér finnst ég vera með furðanlega lítið af dóti með mér miðað við seinasta sumar þegar báðar töskurnar voru alveg smekkfullar.
Annars er komin sól og steikjandi hiti hérna, mér tókst meira að segja að sólbrenna smá um síðustu helgi þegar Áslaug frænka og Mike kærastinn hennar voru hérna í heimsókn. Við fórum í ferð á vatna-taxa og ég ekki með neina sólvörn. Við borðuðum líka á æðislegum veitingastað, kóreskt grill, ég fékk mér strút og maður þurfti að grilla kjötið sjálfur, nammi gott. Við fórum líka á leikritið Frost Nixon sem er byggt á viðtölum sjónvarpsmannsins David Frost við Nixon eftir að hann sagði af sér. Það var bæði mjög fræðandi og fyndið.

Tuesday, May 22, 2007

Sjálfstæðisflokkurinn búinn að auglýsa sína ráðHERRA, ekkert kemur þar á óvart. Þeir gera enn og aftur í buxurnar í jafnréttismálum og þingkonur eru leiðar en finnst þetta samt allt í lagi þannig og skilja þetta ofsalega vel, þær fá að gera annað.
Annars rak ég líka augun í umfjöllun um strætó. Ferðir verða á 30 mín fresti og nýr forstjóri segir sitt helsta markmið vera að laga hallarekstur. Mér finnst liggja beint við að leggja batteríið bara niður, þá er enginn halli lengur. Samgöngur á 30 mín fresti eru ekki mönnum bjóðandi. Hvað með þá sem ekki hafa efni á að eiga bíl eða kjósa að ferðast í strætó til að vernda umhverfið. Þeir verða bara að sitja heima.

Thursday, May 17, 2007

Þar sem ég verð alltaf að gera allt sem Dagný biður mig um því hún er svo ágæt ætla ég að reyna að tjá mig aðeins um nýjustu sviptingarnar í íslenskum stjórnmálum.
Það kemur mér ekki stórkostlega á óvart að stjórnin sé sprungin og ekki heldur að næst á dagskrá sé að reyna að koma Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu saman. Satt að segja þá voru úrslit þessara kosninga hálf ómöguleg hvað varðar stjórnarmyndun.
Kaffibandalagði hefði ekki gengið upp þar sem Frjálslyndir eru bara of lausir í rásinni, ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir gætu átt gott samstarf, R-lista formið gæti gengið en eins og staða Framsóknar er þá er ekkert víst að þeir sjái sér hag í slíku.
Getur S-S stjórn gengið upp? Ég veit ekki, ég hef gífurlega trú á Ingibjörgu, hún hefur sannað fyrir löngu síðan að hún getur allt. Ég veit samt ekki hvort að Samfylkingunni myndi takast nógu vel að ná sínum málefnum á dagskrá. Ég býð bara spennt eftir að sjá stjórnarsáttmálann. Eitt er þó alveg víst að nú mun örugglega eitthvað almennilegt gerast í jafnréttismálum og það er frábært.
Ég er að fara í lokapróf á morgun og verð að fara að læra.
Annars er það í fréttum að ég pantaði svaka fínar North Face regnbuxur fyrir gröftinn í sumar, Húsasmiðjubuxurnar urðu að einu gati síðasta sumar og nú er að vona að hinar endist betur!

Wednesday, May 16, 2007

Margir (eða amk einhverjir) kunna að hafa undrast á bloggleysi mínu í kjölfar kosninganna. Ég hef mikið hugsað um að tjá mig en hef jafnan fyllst gífurlegu þunglyndi svo lítið hefur orðið úr. Ég verð að segja að niðurstöðurnar koma mér ekki sérlega mikið á óvart en ég er samt sem áður gífurlega hneyksluð. Mér finnst stórfurðulegt að Sjálfstæðismenn hafi bætt við sig þremur mönnum, ég hef verið að gantast með að það sé einn maður fyrir hvern glæpamann sem voru í framboði fyrir þá. Það er kannski svolítið ýkt en mér finnst ótrúlegt að þeir hafi bætt við sig í kjördæmi þar sem Árni J er í 2. sæti, mér er sama þó hann hafi færst niður um lista hann er samt á þingi. Ég veit að hann er búinn að taka út sína refsingu en mér finnst hann samt ekki eiga neitt erindi á þing aftur, hann fékk sitt tækifæri og klúðraði því. Ég hef aldrei verið hrifin af Birni Bjarnasyni en fékk gjörsamlega nóg þegar hann sem dómsmálaráðherra lýsti því hátíðlega yfir að það væri óþarfi að framfylgja jafnréttislögum þar sem þau væru hvort eð er úrelt. Svona segir maður ekki þegar maður er ráðherra. Mér þótti auglýsingin mikla samt sem áður óviðeigandi en vissulega á Jóhannes í Bónus rétt á að tjá sig eins og aðrir. Hver þáttur Björns var í Baugsmálinu var á eftir að koma betur í ljós með tíð og tíma en en eins og er hef ég ekki séð neinar afgerandi sannanir fyrir því að hann hafi beitt sér á ólöglegan hátt. Eftir öll ráðningarklúðrin hans og almennt neikvætt viðhorf til kvenna og hernaðarstefnu finnst mér að hann hefði vel mátt taka hvíld.
Sá þriðji er svo Sigurður Kári sem rétt eftir síðustu kosningar var nappaður við ölvunarakstur og aftur finnst mér bara að maðurinn eigi ekki erindi á þing, hann er ekki jafnréttissinni og það er slæmt fyrir svona ungan mann.
Æi nú er ég alveg komin á bömmer.

Wednesday, May 09, 2007

Ég er aðeins farin að þora að vona að í fyrsta skipti í heila eilífð verði ríkisstjórn án Sjálfsstæðisflokksins. Það er vont að vera hérna úti þegar svona undur og stórmerki eru að gerast heima. Ég er þó búin að gera mitt og kjósa svo nú er bara að bíða og biðja og vona!
Ég var að klára eitt verkefni, er inni að læra í geggjuðu veðri. Það er alveg eins hér og heima alltaf besta veðrið í lok vorannar en aldrei tekst manni að skipuleggja sig nógu vel til að geta notið þess til fullnustu.
Ég er að fara á Arcade Fire tónleika í Radio City Music Hall í kvöld og er skuggalega spennt, ég er búin að hlusta Neon Bible í tætlur enda algjör snilld þar á ferð. Mér þykir nokkuð súrt að fara ekki á Hróarskeldu í sumar það er æðislega mikið af góðum böndum en ég fer bara þegar ég verð fertug í staðinn!

Tuesday, May 08, 2007

Ansi góð grein í New York Times um kvenpersónur í vinsælum sjónvarpsþáttum, ekki endilega góð þróun þar. Þó verð ég að segja að konur eiga yfirleitt betri möguleika á að fá góð hlutverk í sjónvarpsþáttum en í kvikmyndum þar eru þær nánast undantekningalaust til skrauts.

Thursday, May 03, 2007

Dómur um Bjarkar tónleikana sem ég fór á með Ragnheiði Helgu, Völlu og Paolu í Radio City Music Hall. Þeir voru magnaðir, ég vildi að ég hefði keypt miða á alla tónleikana í New York. Stemmningin var æðisleg og alltaf gaman að heyra nýjar útfærslur á lögum af fyrri diskum. Army of me var frábært, það er að mínu mati besta lagið hennar. Í alla staði magnað kvöld.

Tuesday, May 01, 2007

„Stjórnvöld hafa verið frekar andvíg jafnréttisbaráttu en henni þarf að koma á aftur miðað við þessar niðurstöður," sjaldan hafa sannari orð fallið sjá þessa grein!



Ég kom heim frá Austin Texas á laugardagskvöld. Austin er skemmtileg og frekar falleg borg, miklu hreinni en NY og ekki spillti yndislegt veður með glampandi sól og hita fyrir.

Ég er að fara á Bjarkar tónleikana á morgun, gífurlega spennt.

Í Austin kom líka í ljós óvæntur og áður óþekktur hæfileiki hjá mér. Ég er bara nokkuð góð í pílukasti, ég hitti í miðjuna og nokkuð oft í reitinn sem ég var að miða á og ég sem hélt ég yrði aldrei íþróttakona!



Tuesday, April 24, 2007

Frábært viðtal við Björk á Pitchfork. Ég er að fara á tónleikana hennar í Radio City Music Hall 2. maí og er gasalega spennt. Fyrst fer ég þó til Austin á ráðstefnu bandarískra fornleifafræðinga. Ég er líka mjög spennt fyrir því.
Það er búið að vera mjög heitt hér undanfarna daga, ég fór í sólbað í Central Park á sunnudaginn og sólbrann smá. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að kaupa sólvörn en hana er afar erfitt að finna í verslunum hér. Ég verð þó að redda mér einhverju áður en ég fer til Austin á morgun.

Sunday, April 15, 2007


Það er búið að vera svolítið einmanalegt hjá mér síðan Hildur fór en nóg að gera. Það er víst voðalega vont veður úti núna svo ég er ekkert að fara út, það er búið að hellirigna síðan í gærkvöldi og allir gluggar verða að vera lokaðir annars rignir bara inn.

Annars er markmið dagsins að klára bandarísku skattskýrsluna mína. Ég held að einn helsti kosturinn við að búa í tveimur löndum er að fá að gera tvær skattskýrslur, það er jú fátt skemmtilegra!

Monday, April 09, 2007



Ungfrú Hildur hefur verið í heimsókn hjá mér síðan á miðvikudaginn og hún fær hér með verðlaun fyrir að vera menningarlegasti gesturinn minn hingað til. Við fórum á söfn á hverjum einasta degi og eyddum líklega ekki nema svona samtals 4 klst í búðum og allt var það mjög markvisst. Við fórum á 4 söfn og kannski eitt enn á morgunn. Fyrst fórum við á The Museum of Arts and Crafts, þar var sýning á brjáluðum prjónaskap og hekli og eitt verk eftir íslenska listakonu, Hildi Bjarnadóttur, það var heklaður dúkur með hauskúpum rosalega flottur. Á föstudeginum lá leiðin á MoMa eða nútímalistasafn borgarinnar, þar fundum við reyndar ekkert eftir Íslending en skemmtum okkur afar vel. Um kvöldið var svo haldið á veitingastaðinn Sushi Samba, Cosmopolitan kvöld ferðarinnar, við báðar rosalega fínar og sætar og drukkum fína drykki og fengum okkur humar sushi. Laugardeginum eyddum við í Williamsburg þar sem allir hipsterarnir halda til, við fórum í Beacon's closet sem er risa-stór búð með notuð föt. Hildur keypti voðalega fínan kjól og jakka og mér tókst að kaupa skó og belti sem reyndar var bæði nýtt! Um kvöldið fórum við svo í Red Hook hverfið í Brooklyn á tónleika hjá hljómsveitinni sem Mike hafði verið að túra með Catfish Haven, ég var efst á gestalistanum og við fórum í græna herbergið á eftir að hitta strákana úr hljómsveitinni.

Á sunnudaginn fórum við á PS1 sem er samtímalistasafn og þar var magnað listaverk eftir íslensku listakonuna Katrínu Sigurðardóttur. Það voru tveir stigar í herbergi og maður þurfti að klifra upp og stinga hausnum upp um lítið gat og þá var maður kominn inn í íslenskt landslag, alveg stórkostlegt. Hér má sjá Quin vinkonu mína komna til Íslands, rosa ánægð. Á eftir fórum við svo út að borða á voða fínan grískan veitingastað. Í dag fórum við í Guggenheim og fórum svo í Dumbo hverfið í Brooklyn að borða bestu pítsu í New York.
Sem sagt heilt á litið erum við búnar að þramma um allt, vera gífurlega menningarlega og skemmta okkur vel.
Ég var svo heppin að fá með Hildi tvö páskaegg, málshátturinn frá mömmu var "Betri er bið en bráðræði" og frá ömmu og afa "Hlynntu að frækorni viðkvæmninnar og mun það bera blómlega ávexti góðgerðarseminnar". Ef einhver vill segja mér hvernig best sé að heimfæra þessi ráð upp á mitt daglega líf þá er það vel þegið. Ég fékk líka sendingu frá Láru sem var að koma frá Kína, innsiglisstaut með nafninu mínu á kínversku og voðalega fín snyrtiveski. Ég fékk líka Sölku Völku frá mömmu svo þetta voru svona eins og litlu jólin hjá mér.

Monday, March 26, 2007

Í kvöld fórum við Mike út að borða á japanskan veitingastað sem heitir Kenka. Þar kostar bjórinn bara $1,50 og það er hægt að panta alls konar æðislegan bar mat að japönskum sið. Við fengum okkur smokkfisk pönnukökur og heilan djúpsteiktan frosk og bæði var sérlega ljúffengt.
Það er loksins aðeins farið að örla á vori hér en það er samt ekki orðið neitt sérlega hlýtt ennþá en þetta er allt á réttri leið.
Ég keypti líka loksins webcam á sunnudaginn svo núna er hægt að tala við mig í mynd á Skypinu og víðar. Verst er bara að nú þarf maður alltaf að vera svo fínn þegar maður hringir heim...

Friday, March 23, 2007
















Í dag fór ég í próf og það gekk ágætlega. Við það tækifæri mundi ég að það voru orðin næstum 2 ár síðan að ég hafði tekið próf í einhverju svo það var ekki seinna vænna að pússa rykið af blýantnum, strokleðrinu og reiknivélinni.

Í dag fórum við Mike að skoða World Trade Center og Wall Street. Við álpuðumst til að skoða The Museum of the American Indian og það var einhver mesta snilld sem ég hef séð lengi. Þar voru bæði til sýnis hefðbundnir listmunir frá hinum ýmsu ættflokkum og svæðum og nútímalistaverk sem voru hvert öðru flottara.

Einna flottast fannst mér þó þessi útskorni hvals hryggjarliður sem var frá inúítum í Alaska, ótrúlega töff.

Tuesday, March 20, 2007

Þorrablót Íslendingafélagsins var mögnuð skemmtun. Maturinn var sérlega ljúffengur og rann mjúklega niður með brennivíninu. Flutt var minni kvenna og karla, sungið og stiginn dans af miklum móð. Ég kom ekki heim fyrren um fjögur.

Saturday, March 17, 2007

Sumarið kom fyrradag, þá var 20°C hiti og vor í lofti. Í dag er búin að vera hagléls-slydda og hitastig rétt undir frostmarki. Ég hef því lært að það er ekki bara á Íslandi sem veður skipast skjótt í lofti.
Eftir að hafa sent útdrátt fyrir ráðstefnu í Frakklandi í haust og allt í góðu með það nema nú þarf ég að senda hann líka á frönsku...
Nýja Arcade Fire platan er tær snilld ****
Ég er að lesa The Woman in White aftur því hún er æði yfirleitt get ég samt bara lesið svona 2 bls því ég er svo þreytt á kvöldin, ég get varla haldið mér vakandi fram að miðnætti.
Annars er ég ánægð að það er búið að flýta klukkunni, það er kominn sumartími (þó sumarið sé að stríða okkur) svo núna er bjart næstum til sjö á kvöldin.
Ég ákvað um daginn að ég ætla að fara á ráðstefnu samtaka bandarískra fornleifafræðinga í Austin, Texas. Hún er í lok apríl og ég fæ að gista hjá systur Eriku sem býr þar. Hún er að læra að vera arkítekt og klárar í vor. Austin á að vera mjög skemmtileg borg svo það verður vonandi gaman.
Hildur er líka bráðum að koma í heimsókn og það verður æði. Nú þarf ég bara að taka mig enn meira á í lærdómnum svo ég massi þetta blessaða próf. Fyrst er samt miðannarpróf í mannfræðikúrsinum mínum og ég þarf aðeins að læra fyrir það.

Monday, March 12, 2007

Mér hafa að undanförnu borist nokkrar kvartanir vegna bloggleysis og ég er að reyna að bæta úr því.
Ég lauk nýlega við að lesa ævisögu ljósmyndarans Diane Arbus sem mín ágæta vinkona Hjördís gaf mér um árið. Diane Arbus bjó alla sína ævi í New York, pabbi hennar átti stóra búð sem var einmitt til húsa þar sem skólinn minn er núna. Það er ótrúlega gaman að lesa bókina og sjá hve mikið New York hefur breyst síðan í byrjun 20. aldarinnar. Diane Arbus er þekkt fyrir freak-myndir, hún tók myndir af vændiskonum, sirkus-fólki og svona, allt saman mjög dramatískt. Hún tók líka margar myndir af frægu fólki en yfirleitt fannst viðfangsefnumum þær ekki vera birtingarhæfar því allt var svo hrátt hjá henni.
Um næstu helgi er ég að fara á Íslendinga þorrablót, voða spennó.

Thursday, March 08, 2007

Um helgina verð ég ásamt samnemendum mínum að kynna þær rannsóknir sem við erum að vinna að á Pól-helgi New York borgar á American Museum of Natural History. Það ætti að vera gaman, ég bjó til nýtt plakat um beinin frá Grænlandi ásamt Konrad samnemanda mínum og það er rosalega flott.
Sjúkraþjálfunin vegna bakverkja er ekki enn sem komið er að skila sér í minni verkjum en kannski kemur það þegar ég er búin að vera í meira en viku en ég er ekki sérlega þolinmóð í þessu.

Tuesday, March 06, 2007

Í gær upplifði ég nokkuð sem ég hélt að væri sér-íslenskt fyrirbæri hér í New York borg. Á tímabili var nefnilega rok, snjór og glampandi sól á sama tíma, sannast sagna fannst mér þetta nokkuð heimilislegt.

Sunday, March 04, 2007



Voða sætar eftir afmæli hjá Quin. Lengst til hlgri er Ashlea svo Quin, Paola og svo ég.

Wednesday, February 28, 2007

Ferðin til Chicago að hitta Mike var frábær þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika þar sem JetBlue ákvað að hætta við öll flug þann dag og allt var í rugli. En með snarræði og smá leit á hinu dásamlega interneti tókst Mike að finna annað flug fyrir mig, reyndar ekki fyrren um kvöldið og á endanum komst ég á staðinn þrátt fyrir seinkanir og vesen.
Ég fékk að hitta fjölskylduna hans og það gekk allt mjög vel og við fórum að skoða heimili og vinnustofu arkítektsins Frank Lloyd Wright og á listasafnið í Chicago sem var mjög gaman.
Síðan ég kom heim hefur verið mikið að gera í skólanum þar sem ég er að reyna að greina 3 beinasöfn í einu, læra heima og undirbúa mig fyrir áfangaprófið sem ég ætla að taka 27. 0g 29. mars.
Í dag er loksins kominn maður að gera við kranann á eldhúsvaskinum sem er búinn að vera míglekur síðan í nóvember. Reynt hefur verið að gera við hann fyrr en þær tilraunir hafa alltaf endað í meiri leka, ekki gott mál. Vonandi fer betur í dag.

Thursday, February 15, 2007

Í gær snjóaði. Það hefur varla gerst hér í vetur, ég hef getað spókað mig á lágbotna dömuskóm en í dag þurfti ég að taka fram stígvélin, sem betur fer var ég nýbúin að láta sóla þau svo ég var í góðum málum.

Ég er að fara til Chicago á laugardaginn að hitta Mike og verð fram á miðvikudag, ég er rosalega spennt. Þar er mikill vetur svo það er ágætt að New York er búin að hita mig aðeins upp (eða kæla mig niður) fyrir það.

Ég fór á frábæra Ampop tónleika um daginn með krökkunum úr deildinni og vakti spilamennskan almenna lukku hjá þeim enda eru þau öll trúir og tryggir Íslandsvinir eftir að hafa grafið í íslenskri mold. Því miður var Ragnheiður Helga fjarri góðu gamni vegna veikinda en skæð kvefpest fer nú eins og eldur í sinu um stórborgina. Sjálf er berst ég á móti henni með kjafti og klóm með óhóflegri te-drykkju, vítamíntöku, ávaxtaáti og flísfatnaði.

Ipodinn minn tók upp á því að gefa upp öndina, hann hafði lengi háð hetjulega baráttu við bilanir sem að sjálfsögðu tóku sig fyrst upp um 2 vikum eftir að hann fór úr ábyrgð. Ég er frekar miður mín yfir þessu og ég get ekki annað en keypt nýjan, ég er algjörlega orðin háð því að hafa hann till að geta hundsað raus í rugludöllum sem er daglegt brauð í lestunum hér og svo hef ég líka gaman af því að geta hlustað á tónlist.
En aftur að námsbókunum.....

Saturday, February 03, 2007

Eitt af námskeiðunum sem ég er að taka þessa önn er tölfræði í fornleifafræði. Það hlaut að koma að því að ég þyrfti að rifja upp stærðfræðina úr MR, miðgildi, meðaltal, frávik allt hugtök sem ég verð að berjast við þessa önn. Við þurfum að gera ýmis verkefni og ég er þegar komin með nettan hnút í magan yfir þessu en ég er líka spennt að kljást við tölfræðina því hún er jú mjög mikilvæg í dýrabeinafornleifafræði. Beinagreining gengur út á að telja og mæla hitt og þetta og bera saman og gera gröf svo það er eins gott að skilja hvað liggur því til grundvallar.
Fyrir þá fornleifafræðinga sem lesa þetta blogg og hafa sérstaka löngun til að skilja middle-range theory, processualisma og post-processualisma þá mæli ég sérstaklega með eftirfarandi grein
"Distinguished Lecture in Archaeology: Constraint and Freedom" 1991. American Anthropologist 93:3:551-569. Hún útskýrir þetta allt betur en nokkuð annað sem ég hef lesið og ætti að vera aðgengileg í gegnum hvar.is eða hvað þetta nú allt heitir.

Thursday, February 01, 2007

Undibúningur fyrir prófið mitt gengur vel. Á föstudaginn ætla ég svo að reyna að velja dag til að taka það, þýðir ekkert að vera að hringla neitt með það þá fer bara allt í vitleysu.
Ég er búin að vera að þvo bein frá uppgreftri á Grænlandi svo hægt sé að greina þau, upp úr pokunum kemur hins vegar aðallega drulla svo mér líður eins og ég sé að drullumalla. Ég er að reyna að skrifa útdrátt fyrir ráðstefnu í haust en er með ritstíflu á háu stigi, mér dettur enginn grípandi titill í hug, núna væri ég farin að sætt mig við ef mér gæti dottið eitthvað pínu áhugavert í hug en hingað til hefur þetta verið steingelt hjá mér...

Wednesday, January 31, 2007

Vísir, 31. jan. 2007 21:06
Klósett sprengt upp í grunnskóla
Klósett var sprengt upp í einum af grunnskólum borgarinnar í gær. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við uppátækið. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að á öðrum stað í borginni var vatnsslöngu stungið inn um glugga í kjallaraíbúð og skrúfað frá. Ófögur sjón mætti húsráðendum þegar þeir komu heim til sín enda hafði vatnið runnið um allt. Bæði málin eru í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ég man eftir nokkrum svona tiltækjum á meðan ég var í Garðaskóla. Sumir samnemendur fengu hreinlega ekki nóg af því að sprengja klósettskálar og skápa og aldrei komst það í fréttirnar....

Friday, January 26, 2007

Ég hef hafði undirbúning fyrir 1. stigs prófið sem ég þarf að taka til að komast á 2. stig í doktorsnáminu.
Prófið tekur tvo daga. Fyrri daginn þarf ég að svara 3 spurningum um aðferðafræði og menningarsögu. Síðari daginn þarf ég að svara 3 spurningum um hvernig hægt er að beita fornleifafræðikenningum í rannsóknum.
Í öllum spurningunum þarf að vísa í helstu heimildir, höfund og ár svo það er ansi margt sem ég þarf að rifja upp, skerpa á og læra. Ég er samt nokkuð spennt og ég held að þetta sé gott tækifæri til að draga saman allt sem ég hef lært undanfarin 5 ár.

Thursday, January 25, 2007

Í ljósi gífurlegrar óheppni sem hefur elt mig á ýmsum sviðum undanfarna daga ákvað ég að styrkja Rauða krossinn um 5000 kr. Ef ég geri góðverk þá hlýtur þetta að lagast hjá mér. Ég ætla líka að fara með dót í Hjálpræðisherinn.
Ég sópaði líka og reyndi að gera fínt í íbúðinni því Erika kemur heim á morgun.
Aðrar hugmyndir að góðverkum eru vel þegnar.

Wednesday, January 24, 2007

Ekki laust við að ég sé ánægð með þetta!

January 2007:

CUNY Doctoral Faculty Ranked Among Nation's Best New Survey Measures Scholarly Achievement

CUNY Graduate Center faculty, and by extension faculty throughout the City University system, have been ranked up among the nation’s best, according to a new method of assessing the relative strength of doctoral programs by scholarly productivity. The recently released Faculty Scholarly Productivity Index placed ten of the Graduate Center’s Ph.D. Programs among the top ten in the country, and six were ranked in the top five. In the “broad” category of humanities, the Graduate Center was fourth; the first three were Harvard, Yale, and Princeton.

The research was conducted by Academic Analytics, and an overview of the findings was reported in the January 12 issue of the Chronicle of Higher Education. The Graduate Center’s programs ranked in the top ten in the country include: Art History, Classics, Criminal Justice, English, French, Hispanic and Luso-Brazilian Literatures and Languages, Linguistics, Music, Philosophy, and Theatre.

“We are delighted with these results,” said Graduate Center President William P. Kelly. “They affirm the wisdom of CUNY’s consortial approach to doctoral education; they document the extraordinary productivity and the outstanding quality of our faculty; and they document, with striking clarity, the renaissance this great university has experienced across the last several years.”

The ranking method utilizes a complex, weighted formula to take into account scholarly publications, honors and awards, and grants. By quantifying such activity while accounting for variation in significance (published books versus articles, for example) and varying criteria in different fields (humanities publications versus scientific research, for example), the Faculty Scholarly Productivity Index strives to come up with an objective measurement of scholarly faculty activity within individual Ph.D. programs. This measurement then offers a parity for evaluating and comparing the quality of the programs.

The approach was devised by Lawrence B. Martin, graduate dean at SUNY Stony Brook, which partially owns Academic Analytics. Martin was seeking more objective means of assessing academic quality than are offered by other rankings. The leading standard for across-the-board rankings of doctoral programs has long been the National Research Council=s (NRC) survey, which is usually released every ten years. The updated NRC rankings have been delayed by the implementation of a new methodology, which was developed because many felt the survey=s peer-based reputational criteria were too subjectively weighted. U.S. News and World Report C more known for its undergraduate and professional school rankings C only evaluates selected Ph.D. fields on a rotating basis. Their criteria are not fully disclosed, and some consider those rankings to also be subjective.

The Graduate Center is the doctorate-granting institution of the City University of New York (CUNY). An internationally recognized center for advanced studies and a national model for public doctoral education, the school offers more than thirty doctoral programs, as well as a number of master’s programs. Many of its faculty members are among the world’s leading scholars in their respective fields, and its alumni hold major positions in industry and government, as well as in academia. The Graduate Center is also home to twenty-eight interdisciplinary research centers and institutes focused on areas of compelling social, civic, cultural, and scientific concerns. Located in a landmark Fifth Avenue building, the Graduate Center has become a vital part of New York City’s intellectual and cultural life with its extensive array of public lectures, exhibitions, concerts, and theatrical events. Further information on the Graduate Center and its programs can be found at www.gc.cuny.edu.
Ég er gífurlega ánægð með mig, ég var að klára eitt stykki ritgerð. Ég er bara búin að vera vinna í henni síðan mars 2006!
Þá er bara að halda áfram að undirbúa sig fyrir skólann, ég er ekki enn búin að þvo allan þvottinn minn og verkið er farið að vaxa mér nokkuð í augum.
Annars vorum við Mike mjög dugleg um daginn og settum upp gardínur. Það var orðið nokkuð áríðandi, ég gat illa lært við skrifborðið mitt því sólin skein beint í augun á mér og svo var líka kalt í íbúðinni. Ég hengdi líka upp nokkrar myndir, setti upp hanka fyrir kisusvuntuna mína í eldhúsinu og setti upp nýja handklæðastöng. Ég á enn eftir að hengja upp nokkrar myndir, aldrei að vita nema það gerist um helgina.
Annars er ég spennt að fara á Ampop tónleika hér í borg í byrjun febrúar, það ætti að vera gaman þeir eru svo mikil snilld. Ég sá þá fyrst með Hildi á menningarnótt örugglega 2002 eða eitthvað ótrúlega langt síðan. Síðast sá ég þá á Lunga á Seyðisfirði þar sem þeir voru snilld að venju.

Monday, January 22, 2007

"Þeir geta ekki misst þetta niður og þó..."
Þessi fleygu orð sagði lýsandinn á leik Íslands og Frakka.
"Þeir spila eins og englar strákarnir"
Mér tókst að læsa mig úti í dag þegar ég fór út með ruslið. Það var dýrt spaug. Eini aukalykinni er hjá Jeff kærasta Eriku og ég mundi ekki símann hjá honum eða henni eða neinum öðrum þegar út í það er farið. Þá dugði ekkert annað en að fá lásasmið og það kostaði heila $215 sem mér reiknast til að sé jafn mikið og á Íslandi. Mér blöskraði kostnaðurinn nokkuð, þetta tók manninn heilar 5 mínútur en svona er þetta bara stundum. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur ætla ég héðan í frá ekki að fara út með ruslið heldur bara safna því upp hérna í íbúðinni.
Ég fór annars í skemmtilegt partý á laugardaginn, við fórum upp á þak í nístingskulda en útsýnið yfir Manhattan var dásamlegt. Hins vegar komst ég að því að Queens er svona eins og Kópavogur alveg ómögulegt að rata þar samt hafði ég kíkt á kort og þetta átti allt að vera gasalega einfalt en það tók mig um 1 klst að komast á staðinn sem er hlægilega stutt frá heimili mínu, ekki gott mál. Ég er að ganga í gengum einhverja óheppnisviku núna vonandi líkur henni á morgun...

Friday, January 19, 2007


Mamma celeb!

Thursday, January 18, 2007

Vísir, 18. jan. 2007 18:45
Eyðir kynbundnum launamun í boltanum ef hún nær kjöri
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður hefur fyrst kvenna boðið sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Nái hún kosningu hyggst hún leiðrétta launamun leikmanna í landsliði karla og kvenna í fótbolta. Halla Gunnarsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur stundað knattspyrnu og þjálfað bæði hér heima og erlendis. Hún greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi á veitingastaðnum Fish and Chips í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Formannsslagir eru sárasjaldgæfir í knattspyrnusambandinu en síðast var kosið um formann fyrir 18 árum, þegar Eggert Magnússon fráfarandi formaður var kosinn. KSÍ hefur átt sjö formenn frá upphafi og varla þarf að taka fram að allir voru þeir karlmenn. Ein kona situr í 16 manna stjórn. Tveir að auki bjóða sig fram til formanns, þeir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Formannskjörið fer fram á ársþingi sambandsins þann 10. febrúar.En er hún að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu? "Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona."Halla segir kyn sitt ekki höfuðatriði í sínu framboði heldur ástríða fyrir leiknum. Hitt sé þó staðreynd að ekki hafi nægilega verið hlúð að kvennaknattspyrnu. "Og hvað til dæmis þegar það er klippt á útsendingu á bikarúrslitaleik kvenna út af fréttum. Hvar er formaður KSÍ þá? Hann á alltaf að verja knattspyrnuna."Halla segist myndu halda áfram því góða starfi sem unnið hafi verið innan KSÍ og efla grasrótina. Aðspurð hvort hún myndi leiðrétta kynbundinn launamun hjá landsliðum kvenna og karla í fótbolta svaraði hún: "Bara í samræmi við landslög, já."

Alltaf gaman að sjá svona, vildi að ég hefði kosningarétt svo ég gæti kosið hana!
Ég hef þjáðst af mikilli blogg-leti undanfarið. Fyrir þessu er nokkrar ástæður svo sem jólin og svo hef ég verið að vinna í að koma upp nýrri og fínni síðu fyrir Fornleifafræðingafélag Íslands, endilega skoðið árangurinn.
Eins og áður hefur komið fram fór ég út 8. janúar til að Mike gæti komið í heimsókn til mín og svo þarf ég líka að ganga frá ýmsu áður en skólinn byrjar 29. janúar.
Það var gott að koma aftur í íbúðina mína en núna er raunveruleikinn að hefjast á fullu með ritgerðum, þvotti og skemmtilegheitum.
Núna ætla ég að klára eitt stykki ritgerð ellegar má ég hundur heita!

Thursday, January 04, 2007

Ég fer aftur til New York mánudaginn 8. janúar.
Ég var að búa mér til heimasíður á googlepages, það er fáránlega einfalt og kostar ekki neitt. Þetta verður aðallega svona fræðilegt dót um mig, gífurlega spennó en endilega lítiði á árangurinn http://albinap.googlepages.com/home

Monday, January 01, 2007

Gleðilegt ár!