Mæli með Euroshooper Body Lotioninu það er mjög fínt og kostar aðeins 139 kr fyrir stóran brúsa, eini hluturinn sem er ódýr á Íslandi.
Í dag var fyrsti vinnudagurinn í Vatnsfirði, við hreinsuðum torf af svæðum frá í fyrra og opnuðum stórt nýtt svæði og þar má strax sjá byggingu. Við þurftum líka að laga hnitakerfið aðeins eftir veturinn en það var nokkuð rétt. Veðrið hefur leikið við okkur hér eins og aðra landsmenn, vonandi helst þetta svona.
Annars kom mér á óvart hvað það var fljótlegt og fínt að keyra hingað tók um 5 1/2 og nánast allt malbikað nema rétt Þorskafjarðarheiðin og jafnvel vegurinn um hana var í ótrúlega góðu standi. Mikill munur að keyra Bröttubrekkuna frá því sem ég bjó á Reykhólum milli 1989 og 1994 þegar sumar beygjurnar voru svo krappar að það lá við að maður þyrfti að stoppa og bakka til að ná þeim, núna er hún næstum jafn fín og vegurinn uppi á Kárahnjúkum.
Inga Hlín bað um meiri upplýsingar um hina fornu salernisaðstöðu á Hrísheimum og hún verður bara að vera þolinmóð þangað til búið er að gefa meira út, eins og er hef ég þetta allt beint frá Tom og það á enn eftir að greina allan kúkinn en það á áreiðanlega eftir að koma margt spennandi út úr því.
No comments:
Post a Comment