Veðrið hér á Vestfjörðum hefur verið ótrúlegt, ég er komin með nokkuð þéttan lit og allt. Við dveljumst í góðu yfirlæti á Reykjanesi og gröfum í Vatnsfirði. Það er risastór og vel heit sundlaug hér sem gott er að láta þreytuna líða úr kroppnum í. Ég, Bjarney og Monika erum saman í herbergi, ég er í mið-kojunni. Ég hef aldrei verið í þriggja hæða koju áður, nokkuð fyndið, ég þarf að nota stól til að komast upp í.
Á laugardaginn fórum við í gönguferð á Drangjökul og það var alveg yndislegt.
Amma og afi ætla svo að koma í heimsókn á morgun svo það verður voða gaman. Annars höfum við Vaka ákveðið að mæta ekki á MR reunion heldur halda á fjölskylduhátiðina Lunga á Seyðisfirði, það verður tær snilld líkt og í fyrra.
5 comments:
sjáumst þá hressar á Seyðisfirði, get ekki látið mig vanta þegar það er ekki lengra að fara en nánast úr næsta firði..
bíð ofurspennt eftir tjaldborg "Fjölskyldufólksins"
spurning um að bjóða systur hennar Þóru með, við gætum auðvitað passað hana enda slæmt að vera barnlaust fjölskyldufólk í útilegu
Klukk!
Úr bloggi
Hratt verður brugðist við ef framsóknarmaður kemur upp úr moldinni
Ef finna þeir framsóknarmann
fimlega yfir hann
moldinni róta
því mannfýlan ljóta
uppgröftinn óprýða kann.
Uppgröftur hafinn að nýju í Vatnsfirði
takk fyrir mig, mökk sátt við LungA. Viðtalið í tímaritinu Slangur við pornóleikkonuna er tær snilld, verð að reyna að koma því á alnetið.
Post a Comment