Tuesday, June 19, 2007


Í dag fékk ég að tala við krakka hér úr Reykjadalnum og segja þeim svolítið frá því sem við höfum verið að gera í sumar og undanfarin sumur. Þau voru öll sérlega áhugasöm og vissu þegar mikið því þau höfuð farið í fornleifaskóla hjá Adolf Friðrikssyni fyrr í vor. Á myndinni er Tom og um helmingurinn af krökkunum standandi ofan í elsta þekkta klósetti á Íslandi en það var byggt afar skömmu eftir að Landnáms-gjóskulagið féll um 871.
Annars fer lífið hér batnandi í hlutfall við ört minnkandi flugu og í dag var alveg hreint yndislegt veður sem hægt var að njóta nokkuð án flugnanets.
Þess vinnuferð hefur verið sérlega skemmtileg því ég er loksins búin að sjá hina frægu skálarúst á Hofstöðum sem er miklu stærri en ég hafði nokkurn tíman ímyndað mér og líka Hrísheima sem eru algjör auðn og merkilegt að hugsa til þess að þarna var einu sinni járnrík mýri, nægur skógur til viðarkolagerðar og amk þrír járnbræðsluofnar. Á rannsóknarstofunni í NY bíður okkur gífurlega mikið af beinum frá Hrísheimum sem á eftir að greina og munum við öll hamast við það næstu mánuði og ár.
Ég kíkti líka í heimsókn til Kolbrúnar frænku minnar á Rauðuskriðu. Hún er þar með frábært sveitahótel sem ég vann á í mánuð á því herrans ári 1998. Hún er búin að stækka og bæta allt síðan þá og þar er allt með miklum myndarbrag.
Ég held ég skelli mér í pottinn núna ligga lá

1 comment:

OFURINGA said...

Ég er pínulítið forvitin um þetta klósett...gæti maður fengið upplýsingar??