Monday, June 11, 2007


Ég, Konrad, Ramona og George byrjðuðum að vinna í dag. Fyrsta fórnarlambið var eyðibýlið Beinastaðir sem er beint á móti Hofsttöðum en hinu megin við Laxána í Mývatnssveit. Veðrið var þokkalegt en mér var svolítið kalt, það er eðlilegt enda fyrsti dagurinn minn í útivinnu. Við byrjuðum á að teikna, taka myndir og ganga um svæðið og það eru amk 3 mjög skýrar rústir. Þá kom að því að ég þurfti að byrja að stinga niður jarðbor til að finna ruslahaug undir leiðsögn Tom. Okkur tókst ekki að finna hann að þessu sinni en komumst þó að því að megnið af byggingunum er frá því fyrir 1717 og mikið hefur verið um torftöku sem gæti hafa haft slæm áhrif á ruslahauginn. Við gefumst þó ekki upp alveg strax.
Ég læt hér fylgja myndagátu og eru verðlaun í boði fyrir þá sem geta rétt.

2 comments:

Eyja said...

Uss, þú minnist ekki einu orði á það hvað þér fannst gaman að hitta mig í fyrradag.

Ég sé einhvern fugl í felum á myndinni. Gæti verið rjúpa, þó er ég ekki viss.

Vaka said...

Rjúpa!

Takk kærlega fyrir síðast Albína ;) Bæði í NYC og Rvk