Ég er að fara til Elgin í Illinois þar sem Mike á heima á morgun og verð hjá honum í 11 daga. Ég er rosalega spennt. Ég er því að hamast við að ganga frá öllu í íbúðinni svo það verði eitthvað pláss fyrir Hjördísi og Nonna sem ætla að vera í henni í júní og júlí. Ég kem aftur til NY 5. júní og fer svo heim til Íslands daginn eftir. Ég stoppa stutt í bænum og fer á Mývatn að grafa í ruslahaugum sunnudaginn 10. júní.
Ég er búin að pakka fyrir Íslandsferðina líka og mér finnst ég vera með furðanlega lítið af dóti með mér miðað við seinasta sumar þegar báðar töskurnar voru alveg smekkfullar.
Annars er komin sól og steikjandi hiti hérna, mér tókst meira að segja að sólbrenna smá um síðustu helgi þegar Áslaug frænka og Mike kærastinn hennar voru hérna í heimsókn. Við fórum í ferð á vatna-taxa og ég ekki með neina sólvörn. Við borðuðum líka á æðislegum veitingastað, kóreskt grill, ég fékk mér strút og maður þurfti að grilla kjötið sjálfur, nammi gott. Við fórum líka á leikritið Frost Nixon sem er byggt á viðtölum sjónvarpsmannsins David Frost við Nixon eftir að hann sagði af sér. Það var bæði mjög fræðandi og fyndið.
1 comment:
Sæl og blessuð, ákvað að leggja inn comment hjá þér þar sem þú birtist í draumum mínum í nótt:) Já ekki amalegur draumur það! Í draumnum varst þú að segja mér að þú ættir nýjan gulan kærasta. Veit ekki hvað í veröldinni það gæti táknað. Jæja en vonandi hefuru þú það gott- ár og öld síðan maður hefur séð þig.
kær kveðja
Edda Linn
Post a Comment