Thursday, May 17, 2007

Þar sem ég verð alltaf að gera allt sem Dagný biður mig um því hún er svo ágæt ætla ég að reyna að tjá mig aðeins um nýjustu sviptingarnar í íslenskum stjórnmálum.
Það kemur mér ekki stórkostlega á óvart að stjórnin sé sprungin og ekki heldur að næst á dagskrá sé að reyna að koma Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu saman. Satt að segja þá voru úrslit þessara kosninga hálf ómöguleg hvað varðar stjórnarmyndun.
Kaffibandalagði hefði ekki gengið upp þar sem Frjálslyndir eru bara of lausir í rásinni, ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir gætu átt gott samstarf, R-lista formið gæti gengið en eins og staða Framsóknar er þá er ekkert víst að þeir sjái sér hag í slíku.
Getur S-S stjórn gengið upp? Ég veit ekki, ég hef gífurlega trú á Ingibjörgu, hún hefur sannað fyrir löngu síðan að hún getur allt. Ég veit samt ekki hvort að Samfylkingunni myndi takast nógu vel að ná sínum málefnum á dagskrá. Ég býð bara spennt eftir að sjá stjórnarsáttmálann. Eitt er þó alveg víst að nú mun örugglega eitthvað almennilegt gerast í jafnréttismálum og það er frábært.
Ég er að fara í lokapróf á morgun og verð að fara að læra.
Annars er það í fréttum að ég pantaði svaka fínar North Face regnbuxur fyrir gröftinn í sumar, Húsasmiðjubuxurnar urðu að einu gati síðasta sumar og nú er að vona að hinar endist betur!

2 comments:

dax said...

Takk fyrir þetta innslag, og vonandi gekk þér nú vel í prófinu.

Baggalútur er með ágætis frétt um stjórnarsáttmálann:

"Vísindamenn á vegum HÍ og Reiknistofu bankanna hafa með aðstoð ofurtölvu Iðntæknistofnunnar lokið við samþáttun stefnuskráa Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í sameinaðan, heilnormaðan stjórnarsáttmála.

Til að dæmið gengi upp þurfti að besta fjölda erfiðra kosningaloforða, en lykilniðurstöður eru þær að sótt verður um aðild að Evrópusambandinu þrisvar á kjörtímabilinu, 257 ný álver verða byggð og bændum fækkað í -5010.

Stærðfræðingar á vegum þjóðkirkjunnar sáu um að villukemba niðurstöðurnar."

Maður ætti kannski að líta á hádegisfréttir, labbaði framhjá ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu áðan og þar var greinilega allt að gerast; einir 10 paparazzi ljósmyndarar og læti og íhaldsþingmenn að ganga niðurlútir út úr húsi einn á eftir öðrum...

Anonymous said...

North Face, af hverju ekki Armani eða Versace. Ö