Ég kom heim frá Austin Texas á laugardagskvöld. Austin er skemmtileg og frekar falleg borg, miklu hreinni en NY og ekki spillti yndislegt veður með glampandi sól og hita fyrir.
Ég er að fara á Bjarkar tónleikana á morgun, gífurlega spennt.
Í Austin kom líka í ljós óvæntur og áður óþekktur hæfileiki hjá mér. Ég er bara nokkuð góð í pílukasti, ég hitti í miðjuna og nokkuð oft í reitinn sem ég var að miða á og ég sem hélt ég yrði aldrei íþróttakona!
1 comment:
hahaha pílukast! Kannski maður ætti að prófa það! Hlakka til að hitta þig í sumar Albína mín, farðu vel með þig :)
Post a Comment