Tuesday, May 22, 2007

Sjálfstæðisflokkurinn búinn að auglýsa sína ráðHERRA, ekkert kemur þar á óvart. Þeir gera enn og aftur í buxurnar í jafnréttismálum og þingkonur eru leiðar en finnst þetta samt allt í lagi þannig og skilja þetta ofsalega vel, þær fá að gera annað.
Annars rak ég líka augun í umfjöllun um strætó. Ferðir verða á 30 mín fresti og nýr forstjóri segir sitt helsta markmið vera að laga hallarekstur. Mér finnst liggja beint við að leggja batteríið bara niður, þá er enginn halli lengur. Samgöngur á 30 mín fresti eru ekki mönnum bjóðandi. Hvað með þá sem ekki hafa efni á að eiga bíl eða kjósa að ferðast í strætó til að vernda umhverfið. Þeir verða bara að sitja heima.

3 comments:

Vaka said...

Sjálfstæðismönumm finnst kynjajafnrétti ekki nauðsynlegt, það er greinilegt. Þeir hugsa kannski um jákvæða misunum... hvað veit maður

Hvernig væri nú að Alþingismenn ferðuðust með strætó í svona 2 daga, það ættti að vera nóg til að þær sæju að að þetta er ekkert sérlega góður ferðamáti í núvernadi mynd...

dax said...

God..

ég man þá tíð þegar strætó gekk á kortérs fresti... og það var fyrir tíð umhverfisvitundar. Af hverju ætli reksturinn hafi borgað sig þá?

dax said...

..og já, sammála með jafnóréttið... ég er meira að segja búin að koma óbeinum en öruggum boðum til Guðfinnu að ég sé tilbúin að veðja bjórkippu á að henni verði kippt inn eftir 2-3 ár í staðinn fyrir BB. We'll see what happens