Wednesday, May 16, 2007

Margir (eða amk einhverjir) kunna að hafa undrast á bloggleysi mínu í kjölfar kosninganna. Ég hef mikið hugsað um að tjá mig en hef jafnan fyllst gífurlegu þunglyndi svo lítið hefur orðið úr. Ég verð að segja að niðurstöðurnar koma mér ekki sérlega mikið á óvart en ég er samt sem áður gífurlega hneyksluð. Mér finnst stórfurðulegt að Sjálfstæðismenn hafi bætt við sig þremur mönnum, ég hef verið að gantast með að það sé einn maður fyrir hvern glæpamann sem voru í framboði fyrir þá. Það er kannski svolítið ýkt en mér finnst ótrúlegt að þeir hafi bætt við sig í kjördæmi þar sem Árni J er í 2. sæti, mér er sama þó hann hafi færst niður um lista hann er samt á þingi. Ég veit að hann er búinn að taka út sína refsingu en mér finnst hann samt ekki eiga neitt erindi á þing aftur, hann fékk sitt tækifæri og klúðraði því. Ég hef aldrei verið hrifin af Birni Bjarnasyni en fékk gjörsamlega nóg þegar hann sem dómsmálaráðherra lýsti því hátíðlega yfir að það væri óþarfi að framfylgja jafnréttislögum þar sem þau væru hvort eð er úrelt. Svona segir maður ekki þegar maður er ráðherra. Mér þótti auglýsingin mikla samt sem áður óviðeigandi en vissulega á Jóhannes í Bónus rétt á að tjá sig eins og aðrir. Hver þáttur Björns var í Baugsmálinu var á eftir að koma betur í ljós með tíð og tíma en en eins og er hef ég ekki séð neinar afgerandi sannanir fyrir því að hann hafi beitt sér á ólöglegan hátt. Eftir öll ráðningarklúðrin hans og almennt neikvætt viðhorf til kvenna og hernaðarstefnu finnst mér að hann hefði vel mátt taka hvíld.
Sá þriðji er svo Sigurður Kári sem rétt eftir síðustu kosningar var nappaður við ölvunarakstur og aftur finnst mér bara að maðurinn eigi ekki erindi á þing, hann er ekki jafnréttissinni og það er slæmt fyrir svona ungan mann.
Æi nú er ég alveg komin á bömmer.

3 comments:

Anonymous said...

Þakkaðu bara fyrir að búa í ríki Bush!!
Pabbi

Eyja said...

Það er náttúrulögmál að ég verð alltaf fyrir vonbrigðum með úrslit kosninga. Þess vegna er ég að hugsa um að gerast dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðsflokksins...í þágu íslensku þjóðarinnar. Í næstu kosningum ætti þá að fara að halla undan fæti hjá þeim. Ætli þetta mundi ekki svínvirka?

dax said...

það virðist allt vera að gerast í pólitíkinni í dag. væri gaman að heyra þína skoðun á þessu öllu saman.