Sunday, October 28, 2007

Jæja þá er komið að því, við Mike flytjum á þriðjudaginn. Við hömuðumst við að pakka í gær og erum langt komin. Í dag þurfum við að fara að kaupa okkur sjónvarp og DVD spilara og klára að pakka. Hér má sjá staðsetningu íbúðarinnar, rétt hjá neðanjarðarlestarstöð í frekar indversku hverfi. Við Mike erum spennt fyrir að geta keypt naan-brauð á 50 cent.
Ég mun reyna að setja upp myndir af íbúðinni fljótlega en þar sem við verðum net-, síma- og sjónvarpslaus í íbúðinni til 5. nóvember þá gæti það tafist. Við vorum víst heldur sein að panta menn frá cable fyrirtækinu sem setur allt þetta fínerí upp.

2 comments:

Ragna said...

Bíddu ertu að flytja í Jackson's Heights? Þá kem ég örugglega í heimsókn. Láttu vita ef þig vantar einhverja hjálp ;)

Vaka said...

Til hamingju með íbúðina, hlakka til að sjá myndir svo :)

Kveðja frá the despirate housewife :)