Wednesday, February 28, 2007

Ferðin til Chicago að hitta Mike var frábær þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika þar sem JetBlue ákvað að hætta við öll flug þann dag og allt var í rugli. En með snarræði og smá leit á hinu dásamlega interneti tókst Mike að finna annað flug fyrir mig, reyndar ekki fyrren um kvöldið og á endanum komst ég á staðinn þrátt fyrir seinkanir og vesen.
Ég fékk að hitta fjölskylduna hans og það gekk allt mjög vel og við fórum að skoða heimili og vinnustofu arkítektsins Frank Lloyd Wright og á listasafnið í Chicago sem var mjög gaman.
Síðan ég kom heim hefur verið mikið að gera í skólanum þar sem ég er að reyna að greina 3 beinasöfn í einu, læra heima og undirbúa mig fyrir áfangaprófið sem ég ætla að taka 27. 0g 29. mars.
Í dag er loksins kominn maður að gera við kranann á eldhúsvaskinum sem er búinn að vera míglekur síðan í nóvember. Reynt hefur verið að gera við hann fyrr en þær tilraunir hafa alltaf endað í meiri leka, ekki gott mál. Vonandi fer betur í dag.

No comments: