Í gær snjóaði. Það hefur varla gerst hér í vetur, ég hef getað spókað mig á lágbotna dömuskóm en í dag þurfti ég að taka fram stígvélin, sem betur fer var ég nýbúin að láta sóla þau svo ég var í góðum málum.
Ég er að fara til Chicago á laugardaginn að hitta Mike og verð fram á miðvikudag, ég er rosalega spennt. Þar er mikill vetur svo það er ágætt að New York er búin að hita mig aðeins upp (eða kæla mig niður) fyrir það.
Ég fór á frábæra Ampop tónleika um daginn með krökkunum úr deildinni og vakti spilamennskan almenna lukku hjá þeim enda eru þau öll trúir og tryggir Íslandsvinir eftir að hafa grafið í íslenskri mold. Því miður var Ragnheiður Helga fjarri góðu gamni vegna veikinda en skæð kvefpest fer nú eins og eldur í sinu um stórborgina. Sjálf er berst ég á móti henni með kjafti og klóm með óhóflegri te-drykkju, vítamíntöku, ávaxtaáti og flísfatnaði.
Ipodinn minn tók upp á því að gefa upp öndina, hann hafði lengi háð hetjulega baráttu við bilanir sem að sjálfsögðu tóku sig fyrst upp um 2 vikum eftir að hann fór úr ábyrgð. Ég er frekar miður mín yfir þessu og ég get ekki annað en keypt nýjan, ég er algjörlega orðin háð því að hafa hann till að geta hundsað raus í rugludöllum sem er daglegt brauð í lestunum hér og svo hef ég líka gaman af því að geta hlustað á tónlist.
En aftur að námsbókunum.....
3 comments:
Arggg, hef aldrei hatað það jafn mikið að vera veik
skemmtu þér vel í Chicago ;)
Hvað er Ampop?
Ö
Hey Albína
Þú verður síðan að kíkja á tónleika með Björk. Þeir verða einhverntíma í maí (ekki búið að festa dag) Fylgstu með á Björk.com:)
Ég verð í NY í tæpar tvær vikur vegna þessa - gæti verið gaman að hittast:)
Kv.Brynja
Post a Comment