Undibúningur fyrir prófið mitt gengur vel. Á föstudaginn ætla ég svo að reyna að velja dag til að taka það, þýðir ekkert að vera að hringla neitt með það þá fer bara allt í vitleysu.
Ég er búin að vera að þvo bein frá uppgreftri á Grænlandi svo hægt sé að greina þau, upp úr pokunum kemur hins vegar aðallega drulla svo mér líður eins og ég sé að drullumalla. Ég er að reyna að skrifa útdrátt fyrir ráðstefnu í haust en er með ritstíflu á háu stigi, mér dettur enginn grípandi titill í hug, núna væri ég farin að sætt mig við ef mér gæti dottið eitthvað pínu áhugavert í hug en hingað til hefur þetta verið steingelt hjá mér...
No comments:
Post a Comment