Saturday, February 03, 2007

Eitt af námskeiðunum sem ég er að taka þessa önn er tölfræði í fornleifafræði. Það hlaut að koma að því að ég þyrfti að rifja upp stærðfræðina úr MR, miðgildi, meðaltal, frávik allt hugtök sem ég verð að berjast við þessa önn. Við þurfum að gera ýmis verkefni og ég er þegar komin með nettan hnút í magan yfir þessu en ég er líka spennt að kljást við tölfræðina því hún er jú mjög mikilvæg í dýrabeinafornleifafræði. Beinagreining gengur út á að telja og mæla hitt og þetta og bera saman og gera gröf svo það er eins gott að skilja hvað liggur því til grundvallar.
Fyrir þá fornleifafræðinga sem lesa þetta blogg og hafa sérstaka löngun til að skilja middle-range theory, processualisma og post-processualisma þá mæli ég sérstaklega með eftirfarandi grein
"Distinguished Lecture in Archaeology: Constraint and Freedom" 1991. American Anthropologist 93:3:551-569. Hún útskýrir þetta allt betur en nokkuð annað sem ég hef lesið og ætti að vera aðgengileg í gegnum hvar.is eða hvað þetta nú allt heitir.

3 comments:

Anonymous said...

vá hvað ég skil þig ótrúlega vel.Var manna hamigjusömust þegar ég þurfti bara að taka tvo stærðfræðiáfanga í MH(samtals eitt ár)en fæ það sko heldur betur í hausinn núna en ég var einnig að byrja í aðferðafræði í mannfræði og sé rautt í hvert sinn sem ég opna bókina. Mamma segir að þetta sé ótrúlega skemmtileg stærðfræði og þar sem ég hef ekkert val ætli ég mér að verða mannfræðingur þá neyðist ég til að trúa henni og jafnvel byrja á einhverju af verkefnunum.Við vitum þá hvað við getum gert um páskana ef okkur leiðist ótrúlega fáránlega mikið og finnum okkur alls ekki neitt að gera...kannski frekar hæpið!

Ragna said...

þú veist ef þig vantar e-a hjálp... ;)

dax said...

Gott að vita af þessari grein :-)