Mér hafa að undanförnu borist nokkrar kvartanir vegna bloggleysis og ég er að reyna að bæta úr því.
Ég lauk nýlega við að lesa ævisögu ljósmyndarans Diane Arbus sem mín ágæta vinkona Hjördís gaf mér um árið. Diane Arbus bjó alla sína ævi í New York, pabbi hennar átti stóra búð sem var einmitt til húsa þar sem skólinn minn er núna. Það er ótrúlega gaman að lesa bókina og sjá hve mikið New York hefur breyst síðan í byrjun 20. aldarinnar. Diane Arbus er þekkt fyrir freak-myndir, hún tók myndir af vændiskonum, sirkus-fólki og svona, allt saman mjög dramatískt. Hún tók líka margar myndir af frægu fólki en yfirleitt fannst viðfangsefnumum þær ekki vera birtingarhæfar því allt var svo hrátt hjá henni.
Um næstu helgi er ég að fara á Íslendinga þorrablót, voða spennó.
3 comments:
Þorrablót, bjakk. Vitið þið ekki að Þorrinn er búinn?
Það tekur eflaust sinn tíma að koma súrmetinu og hákarlinum í gegn um tollinn... Áslaug
Gaman að heyra að þú sért búin að lesa bókina :) Ég hlakka til að spjalla við þig um ævi og störf dömunnar. Góða skemmtun á þorrablótinu!
Post a Comment