Prag er yndisleg borg. Hér er allt svo hreint og þokkalegt og jafnvel ennþá fallegra en mig minnti. Við erum búin að taka það frekar rólega, þurftum að kaupa kerru fyrir Ásgeir en borðuðum fyrst á æðsilegum ítölskum veitingastað og í kvöld fórum við og borðuðum á kránni úr þeirri ágætu bók um Góða dátann Sveik.
Veðrið er gott, passlega heitt og sól.
1 comment:
Hann hét nú Svejk, Albína mín, og ekki sveik hann. Ö
Post a Comment