Tuesday, August 21, 2007

Veðrið hérna í stóra eplinu farið að líkjast íslensku haustveðri ískyggilega mikið... nema það er svona 10°C heitara en það er búið að vera þrælskýjað og hellirigning núna í 3 daga og ég verð hreinlega að fara út úr húsi núna. Ég vildi óska að ég væri með 66°N regngalla með mér hérna. Rigninginn hér rignir ekki lárétt eins og á Íslandi heldur upp í mót, þ.e. það rignir svo mikið að þegar droparnir falla á gangstéttar og götur sem eru á floti skvettast svona 1000 dropar upp á leggina á manni. Ekki gott.
Annars er Mike að koma á morgun og ég er gífurlega spennt, ég er búin að búa til smá pláss fyrir hann í fataskápnum og kommóðunni og í staðinn fer ég með stóran poka af ýmsikonar drasli í Hjálpræðisherinn.
Svo eru amma og afi, mamma og Varði bróðir líka búin að ákveða að koma í heimsókn til mín 3. til 9. október og ég er bara strax farin að hlakka til.

No comments: